Afskekkt hótelmæðgin vilja vegabætur á Ströndum strax Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 07:30 Sama fjölskyldan hefur rekið hótel í meira en þrjátíu ár á Djúpavík í Reykjarfirði á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði „merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Það yrði þessari ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar ef þessi gamla heimasveit mín legði upp laupana á þessu kjörtímabili sem er raunverulegur möguleiki á,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fréttablaðið/StefánHéðinn er sonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita í Árneshreppi, sem setti Hótel Djúpavík á laggirnar ásamt eiginmanni sínum fyrir yfir þremur áratugum. Eins og Héðinn gerir Eva alvarlegar athugasemdir við hversu skarðan hlut Árneshreppur eigi að bera frá borði þegar komi að framkvæmdafé í samgönguáætluninni. „Þar hefur enn einu sinni verið slegið út af borðinu að leggja fjármagn í Veiðileysuháls í Árneshreppi,“ segir Eva í sinni umsögn sem oddviti um samgönguáætlunina. Veiðileysuháls er sunnan Reykjarfjarðar þar sem Hótel Djúpavík er. „Samkvæmt fyrri samgönguáætlun var fyrirhugað að setja í Veiðileysuhálsinn 400 milljónir króna árið 2022, en fyrir okkar fámenna sveitarfélag kemur ekki til greina að bíða svo lengi og gæti þá jafnvel verið orðið of seint.“ Héðinn segir hótelhaldara á Djúpavík mótmæla því harðlega að enn einu sinni eigi að draga lappirnar varðandi uppbyggingu heilsársvegar yfir Veiðileysuháls. Fjölskyldan hafi haldið úti heilsársþjónustu á svæðinu í 35 ár og því kallað á betri samgöngur allt árið. Í aldarfjórðung hafi engar stórar vegabætur verið gerðar í Árneshreppi sem sé eina sveitarfélag landsins sem þurfi að búa við að vera lokað landleiðina þrjá mánuði á ári. „Á sama tíma gerum við ekkert annað en að hafna bókunum ferðamanna sem vilja upplifa Strandir í öllu sínu vetrarveldi,“ segir í umsögn Héðins. Ef enn verði dráttur á vegauppbygginu verði engin byggð við þennan enda vegarins. „Þessi fyrirætlan er til skammar,“ segir Héðinn og bendir á að Árneshreppur sé nú flokkaður í hópi brothættra byggða og því sé samgönguáætlunin ekki í takti við svokallaðar byggðaaðgerðir. „Að lokum biðla ég til þingmanna allra að koma í veg fyrir þessa hneisu og sameinast um að hlúa að þessari merkilegustu sveit landsins.“ Eva ítrekar að tímabært sé fyrir ráðamenn að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta heilsársbúsetu í Árneshreppi líða undir lok á sinni vakt eða ekki. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Ef okkar sveit fer í eyði þá raknar byggðin upp og fyrr en varir yrði Bjarnarfjörðurinn, Kaldrananeshreppur og jafnvel Strandabyggð orðin jaðarbyggðir. Slíkt væri ekki til sóma fyrir yfirvöld þessa lands.“ Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði „merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Það yrði þessari ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar ef þessi gamla heimasveit mín legði upp laupana á þessu kjörtímabili sem er raunverulegur möguleiki á,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fréttablaðið/StefánHéðinn er sonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita í Árneshreppi, sem setti Hótel Djúpavík á laggirnar ásamt eiginmanni sínum fyrir yfir þremur áratugum. Eins og Héðinn gerir Eva alvarlegar athugasemdir við hversu skarðan hlut Árneshreppur eigi að bera frá borði þegar komi að framkvæmdafé í samgönguáætluninni. „Þar hefur enn einu sinni verið slegið út af borðinu að leggja fjármagn í Veiðileysuháls í Árneshreppi,“ segir Eva í sinni umsögn sem oddviti um samgönguáætlunina. Veiðileysuháls er sunnan Reykjarfjarðar þar sem Hótel Djúpavík er. „Samkvæmt fyrri samgönguáætlun var fyrirhugað að setja í Veiðileysuhálsinn 400 milljónir króna árið 2022, en fyrir okkar fámenna sveitarfélag kemur ekki til greina að bíða svo lengi og gæti þá jafnvel verið orðið of seint.“ Héðinn segir hótelhaldara á Djúpavík mótmæla því harðlega að enn einu sinni eigi að draga lappirnar varðandi uppbyggingu heilsársvegar yfir Veiðileysuháls. Fjölskyldan hafi haldið úti heilsársþjónustu á svæðinu í 35 ár og því kallað á betri samgöngur allt árið. Í aldarfjórðung hafi engar stórar vegabætur verið gerðar í Árneshreppi sem sé eina sveitarfélag landsins sem þurfi að búa við að vera lokað landleiðina þrjá mánuði á ári. „Á sama tíma gerum við ekkert annað en að hafna bókunum ferðamanna sem vilja upplifa Strandir í öllu sínu vetrarveldi,“ segir í umsögn Héðins. Ef enn verði dráttur á vegauppbygginu verði engin byggð við þennan enda vegarins. „Þessi fyrirætlan er til skammar,“ segir Héðinn og bendir á að Árneshreppur sé nú flokkaður í hópi brothættra byggða og því sé samgönguáætlunin ekki í takti við svokallaðar byggðaaðgerðir. „Að lokum biðla ég til þingmanna allra að koma í veg fyrir þessa hneisu og sameinast um að hlúa að þessari merkilegustu sveit landsins.“ Eva ítrekar að tímabært sé fyrir ráðamenn að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta heilsársbúsetu í Árneshreppi líða undir lok á sinni vakt eða ekki. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Ef okkar sveit fer í eyði þá raknar byggðin upp og fyrr en varir yrði Bjarnarfjörðurinn, Kaldrananeshreppur og jafnvel Strandabyggð orðin jaðarbyggðir. Slíkt væri ekki til sóma fyrir yfirvöld þessa lands.“
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira