Erlent

Hefja form­legt út­göngu­ferli úr Parísar­sátt­málanum

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AP
Bandarísk stjórnvöld segjast hafa tekið fyrsta skrefið í þá átt að ganga formlega út úr Parísarsáttmálanum, hinu alþjóðlega átaki til að berjast gegn loftslagsvandanum.

Reiknað er með að það taki heilt ár fyrir landið að losna undan öllum skuldbindingum sínum gagnvart sáttmálanum þannig að ef fram fer sem horfir hverfa Bandaríkjamenn alfarið á braut degi eftir næstu forsetakosningar í landinu árið 2020.

Engin þjóð hefur sögulega séð losað jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum og Bandaríkin og gangi þessi áform Trump forseta eftir, verður þjóðin sú eina sem stendur fyrir utan sáttmálann en 189 þjóðir heimsins taka þátt í verkefninu.

Útganga Bandaríkjanna úr samningnum var raunar á meðal helstu kosningaloforða Trump árið 2016 en reglur Sameinuðu þjóðanna gerðu það að verkum að ekki var unnt að hefja útgönguferlið fyrr en nú.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×