Óþekktur nýliði kom Golden State til bjargar á afmælinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 18:30 Eric Paschall er leikmaður Golden State Warriors og var frábær í nótt. Getty/Ezra Shaw Ný stjarna er mögulega að fæðast hjá Golden State Warriors eftir ótrúlega frammistöðu nýliða þegar liðið þurftu á öllu hans að halda í miklum meiðslavandræðum sínum. Golden State Warriors vann óvæntan sigur á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í nótt. Þetta hljómar kannski skrýtið í augum margra en þeir ættu þá að sjá meiðslalista Warriors liðsins í leiknum. Golden State liðið missti Kevin Durant til Brooklyn í sumar og Klay Thompson í heilsársmeiðsli. Í ofanálag þá eru þeir Stephen Curry, Draymond Green og D'Angelo Russell allir meiddir í dag. Golden State var síðan aðeins búið að vinna einn af fyrstu sex leikjum sínum. 'Birthday behavior. Performance of the Night @Biofreezepic.twitter.com/vC3am9Lt5t — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019 Warriors liðinu tókst samt engu að síður að vinna 127-118 á Portland í nótt og því má þakka magnaðri frammistöðu afmælisbarnsins í liðinu. Nýliðinn Eric Paschall hélt upp á 23 ára afmælisdaginn sinn í gær en Golden State Warriors valdi hann númer 41 í nýliðavalinu síðasta sumar. Eric Paschall var magnaður með 34 stig og 13 fráköst í leiknum. Hann hefur þar með skorað 79 stig í fyrstu þremur leikjum sínum í byrjunarliði. Sá eini sem hefur náð því var Jeremy Lin með New York Knicks í febrúar 2012.With 34 points tonight, the @warriors' Eric Paschall has now scored 79 points in his 3 career starts. In the past 30 years, the only other NBA player to score that many points over his first 3 career starts was the Knicks' Jeremy Lin in February 2012 (89).#DubNation — Stats By STATS (@StatsBySTATS) November 5, 2019 Það er ekki aðeins að Eric Paschall er nýliði heldur líka að hversu seint hann var valinn í nýliðavalinu. Eric Paschall varð nefnilega fyrsti nýliðinn frá árinu 1994 sem nær að skora 34 stig og taka 10 fráköst í NBA-deildinni eftir að hafa verið valinn í annarri umferð en ekki í þeirri fyrstu. Eric Paschall var einnig í byrjunarliðinu á móti Phoenix Suns (20 stig), Charlotte Hornets (25 stig) og Portland (34 stig).just gonna leave this here pic.twitter.com/3NgYa6mZmb — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019keep em' coming @epaschall (four threes for those following along at home) pic.twitter.com/jjrbCcv8Uz — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019 NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Ný stjarna er mögulega að fæðast hjá Golden State Warriors eftir ótrúlega frammistöðu nýliða þegar liðið þurftu á öllu hans að halda í miklum meiðslavandræðum sínum. Golden State Warriors vann óvæntan sigur á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í nótt. Þetta hljómar kannski skrýtið í augum margra en þeir ættu þá að sjá meiðslalista Warriors liðsins í leiknum. Golden State liðið missti Kevin Durant til Brooklyn í sumar og Klay Thompson í heilsársmeiðsli. Í ofanálag þá eru þeir Stephen Curry, Draymond Green og D'Angelo Russell allir meiddir í dag. Golden State var síðan aðeins búið að vinna einn af fyrstu sex leikjum sínum. 'Birthday behavior. Performance of the Night @Biofreezepic.twitter.com/vC3am9Lt5t — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019 Warriors liðinu tókst samt engu að síður að vinna 127-118 á Portland í nótt og því má þakka magnaðri frammistöðu afmælisbarnsins í liðinu. Nýliðinn Eric Paschall hélt upp á 23 ára afmælisdaginn sinn í gær en Golden State Warriors valdi hann númer 41 í nýliðavalinu síðasta sumar. Eric Paschall var magnaður með 34 stig og 13 fráköst í leiknum. Hann hefur þar með skorað 79 stig í fyrstu þremur leikjum sínum í byrjunarliði. Sá eini sem hefur náð því var Jeremy Lin með New York Knicks í febrúar 2012.With 34 points tonight, the @warriors' Eric Paschall has now scored 79 points in his 3 career starts. In the past 30 years, the only other NBA player to score that many points over his first 3 career starts was the Knicks' Jeremy Lin in February 2012 (89).#DubNation — Stats By STATS (@StatsBySTATS) November 5, 2019 Það er ekki aðeins að Eric Paschall er nýliði heldur líka að hversu seint hann var valinn í nýliðavalinu. Eric Paschall varð nefnilega fyrsti nýliðinn frá árinu 1994 sem nær að skora 34 stig og taka 10 fráköst í NBA-deildinni eftir að hafa verið valinn í annarri umferð en ekki í þeirri fyrstu. Eric Paschall var einnig í byrjunarliðinu á móti Phoenix Suns (20 stig), Charlotte Hornets (25 stig) og Portland (34 stig).just gonna leave this here pic.twitter.com/3NgYa6mZmb — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019keep em' coming @epaschall (four threes for those following along at home) pic.twitter.com/jjrbCcv8Uz — Golden State Warriors (@warriors) November 5, 2019
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira