Sportpakkinn: Blikar ætla að koma aftur á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2019 16:30 Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Fyrstu deildar lið Breiðabliks, sem vann afar óvæntan sigur á ÍR í 32-liða úrslitunum, dróst á móti Val í karlaflokki. „Við erum í bikarkeppninni til að keppa á móti svona liðum. Sérstaklega þegar maður er í 1. deildinni vill maður fá lið sem er skemmtilegt að spila við, eins og Val,“ sagði Snorri Vignisson, lykilmaður Breiðabliks. „Þetta er bara önnur umferð og við erum bara búnir að koma einu sinni á óvart ef svo má segja. Þetta er geggjað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Snorri segir að sigurinn á ÍR-ingum hafi ekki komið Blikum á óvart. „Það var ró yfir liðinu. Það er oft þannig þegar fyrstu deildar lið mætir úrvalsdeildarliði er búist við að liðið úr úrvalsdeildinni fari áfram. Það skipti miklu að þessi pressa var ekki á okkur. Við höfðum gaman að þessu og hittum úr skotunum okkar,“ sagði Snorri. Hann segir að Blikar geti komið aftur á óvart og slegið Valsmenn úr leik. „Við höfum trú á okkur. Þetta er bikarkeppni; við höfum oft séð lið koma á óvart. Ég held að við getum klárlega farið lengra,“ sagði Snorri. Átti ekkert óskaliðMeðal leikja í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna er viðureign Haukar, liðsins í 2. sæti Domino's deildarinnar, og Tindastóls, toppliðs 1. deildar. „Ég var ekki með neitt óskalið. Þetta lítur bara vel út fyrir okkur. Við mættum Grindavík, sem var þá í 1. deild, í fyrra og það gekk mjög brösuglega hjá okkur. Við þurfum að mæta með huga og hjarta á réttum stað og þá ættum við sigla þessu heim,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona úr Haukum. Þóra kvaðst ánægð með hvernig Haukar hafa byrjað tímabilið. Liðið fær hins vegar tvö stór próf í vikunni. „Við eigum tvo erfiða leiki gegn Val og KR. Við þurfum að stíga upp og gera aðeins betur ef við ætlum að vinna þá leiki,“ sagði Þóra. Að hennar sögn stefna Haukar á að komast í undanúrslit í deild og bikar.Sjá má dráttinn í 16-liða úrslit Geysisbikarsins með því að smella hér. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Fyrstu deildar lið Breiðabliks, sem vann afar óvæntan sigur á ÍR í 32-liða úrslitunum, dróst á móti Val í karlaflokki. „Við erum í bikarkeppninni til að keppa á móti svona liðum. Sérstaklega þegar maður er í 1. deildinni vill maður fá lið sem er skemmtilegt að spila við, eins og Val,“ sagði Snorri Vignisson, lykilmaður Breiðabliks. „Þetta er bara önnur umferð og við erum bara búnir að koma einu sinni á óvart ef svo má segja. Þetta er geggjað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Snorri segir að sigurinn á ÍR-ingum hafi ekki komið Blikum á óvart. „Það var ró yfir liðinu. Það er oft þannig þegar fyrstu deildar lið mætir úrvalsdeildarliði er búist við að liðið úr úrvalsdeildinni fari áfram. Það skipti miklu að þessi pressa var ekki á okkur. Við höfðum gaman að þessu og hittum úr skotunum okkar,“ sagði Snorri. Hann segir að Blikar geti komið aftur á óvart og slegið Valsmenn úr leik. „Við höfum trú á okkur. Þetta er bikarkeppni; við höfum oft séð lið koma á óvart. Ég held að við getum klárlega farið lengra,“ sagði Snorri. Átti ekkert óskaliðMeðal leikja í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna er viðureign Haukar, liðsins í 2. sæti Domino's deildarinnar, og Tindastóls, toppliðs 1. deildar. „Ég var ekki með neitt óskalið. Þetta lítur bara vel út fyrir okkur. Við mættum Grindavík, sem var þá í 1. deild, í fyrra og það gekk mjög brösuglega hjá okkur. Við þurfum að mæta með huga og hjarta á réttum stað og þá ættum við sigla þessu heim,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona úr Haukum. Þóra kvaðst ánægð með hvernig Haukar hafa byrjað tímabilið. Liðið fær hins vegar tvö stór próf í vikunni. „Við eigum tvo erfiða leiki gegn Val og KR. Við þurfum að stíga upp og gera aðeins betur ef við ætlum að vinna þá leiki,“ sagði Þóra. Að hennar sögn stefna Haukar á að komast í undanúrslit í deild og bikar.Sjá má dráttinn í 16-liða úrslit Geysisbikarsins með því að smella hér. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn