Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Breiðablik 60-48 | Borgnesingar kláruðu stigalausa Blika Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 6. nóvember 2019 21:00 vísir/vilhelm Skallagrímur vann Breiðablik í sjöttu umferð Dominosdeildar kvenna í Borgarnesi í kvöld, 60-48. Leikurinn var mjög sveiflukenndur enda leiddu Blikar mest með þrettán stiga mun en enduðu á að tapa með tólf stigum. Liðin byrjuðu heldur rólega en Breiðablik tók fljótlega fyrsta áhlaupið og leiddu 2-8 eftir aðeins þrjár mínútur. Heimastúlkur voru smá tíma að fara af stað en þegar sóknin fór loks að ganga tóku þær sitt eigið áhlaup til að taka forystuna. Gestirnir úr Kópavogi gátu þó lagað stöðuna með tveimur þristum undir lok fyrsta leikhluta þannig að staðan var 19-16 eftir tíu mínútur. Keira Robinson setti fyrstu körfu annars leikhlutans en svo skoraði Skallagrímur ekki körfu fyrr en í lokasókn fjórðungsins! Breiðablik nýtti tækifærið og skoraði átján stig gegn aðeins fimm hjá heimamönnum. Þetta var ekki aðeins vörn Breiðabliks að þakka, Borgnesingar virtust bara ekki getað fundið körfuna hvort sem að þær færu í sniðskot eða tækju langskot. Það var ekki fyrr en Emilie Hesseldal setti þrist á lokasekúndu fyrri hálfleiksins að þær löguðu stöðuna aðeins, 24-34 í hálfleik. Skallagrímur sneri genginu hægt og rólega við í seinni hálfleik og Blikar áttu svipaðan þriðja leikhluta og annar leikhlutinn var hjá Borgnesingum. Breiðablik skoraði ekki nema sex stig í leikhlutanum gegn fimmtán hjá heimaliðinu sem hreyfði boltann betur en þær höfðu gert í fyrri hálfleik og uppskáru fleiri stig vegna þess. Það munaði aðeins einu stigi milli liðanna fyrir lokafjórðunginn og von var á ágætum leik undir lokin. Það varð fljótlega ekkert úr þeim vonum því að Blikastelpur hættu skyndilega að geta skorað í sóknunum sínum á meðan að Skallagrímur hélt áfram að skora úr einni og einni sókn. Munurinn varð meiri og meiri og að lokum varð hann óyfirstíganlegur þannig að Breiðablik gat lítið gert á lokamínútunum. Leikurinn fór því eins og áður sagði 60-48 fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímur snéri lélegu gengi í fyrri hálfleik við og með krafti og harðri baráttu náði þær að koma sér aftur inn í leikinn og vinna hann að lokum. Varnarleikurinn skilaði sigrinum, enda hittu Blikarnir illa úr skotunum í seinni hálfleik og töpuðu átján boltum á seinustu 20 mínútunum. Bestu leikmenn vallarins Keira Robinson skoraði 33 stig fyrir Skallagrím og bar liðið uppi sóknarlega á köflum. Hún og Emilie Hesseldal voru þrælöflugar í vörninni sömuleiðis, en þær sameinuðust um að taka 18 varnarfráköst og stela tíu boltum (Keira var með sjö varnarfráköst og sex stolna bolta og Emilie með ellefu varnarfráköst og fjóra stolna). Hjá Breiðablik var Violet Morrow stiga- og frákastahæst með 17 stig og 12 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli Skotnýting beggja liða var ömurleg í leiknum en hvorugt liðið skaut betur en 30% utan af velli (27% skotnýting hjá Skallagrím og 28,8% skotnýting hjá Breiðablik). Skallagrímsstúlkur voru duglegari að taka sóknarfráköst og fengu fleiri skot í leiknum, 15 talsins.Hvað gekk illa? Breiðablik átti afleitan seinni hálfleik gegn Skallagrím eftir að hafa takmarkað heimaliðið í aðeins fimm stig í öðrum leikhlutanum. Þær fóru úr því að vera vinna með tíu stigum í hálfleik í það að vera tólf stigum undir í lok leiksins. Blikar töpuðu tvöfalt fleiri boltum í seinni hálfleik en í þeim fyrri (níu í fyrri, átján í seinni). Algert afhroð.Hvað næst? Skallagrímur tekur næst á móti ósigruðum Valsstúlkum í Fjósinu á laugardaginn næstkomandi. Liðin eru að spila sjöttu og sjöundu umferðina með svo stuttu millibili vegna yfirvofandi landsleikjahlés sem verður núna í miðjum nóvember. Breiðablik mun einmitt taka á móti Grindavík í Smáranum næsta laugardag af sömu ástæðu. Þar verður um sannkallaðann botnslag að ræða, enda hefur hvorugt liðið unnið leik hingað til í deildinni.Ívar Ásgríms: Fáum ekki neitt frá útlendingunum okkar Ívar Ásgrímsson var hundfúll eftir að Breiðablik tapaði fyrir Skallagrím í Borgarnesi. Leikurinn var í hendi í hálfleik en afleitur seinni hálfleikur varð til þess að þær töpuðu með tólf stigum, 60-48. Þrátt fyrir slakan leik byrjaði hann á að hrósa sínum stelpum fyrir það sem að vel fór. „Við spiluðum frábæra vörn á hálfum velli mest allan leikinn. Frábærar í fyrri hálfleik,“ sagði Ívar og bætti við að þær grænklæddu hefðu verið sókndjarfar og flottar fram að hálfleikshléinu. „Svo bara gerist eitthvað. Við komum inn í seinni hálfleikinn eins og við værum að tapa honum. Ef þetta væru karlar þá hefði vantað pung í þær. Þetta var hræðilegt,“ sagði hann og hristi haus yfir frammistöðu sinna stelpna. Blikar náðu ekki að skora nema 14 stig í öllum seinni hálfleiknum. Erlendir leikmenn Breiðabliks áttu mjög dapran leik í kvöld og Ívar var ekkert að skafa utan af því hvernig þær stóðu sig samanborið við atvinnumennina í liði Skallagríms. „Fáum ekki neitt frá útlendingunum okkar. Keira Robinson sá um allt fyrir þær og við stoppuðum hana ágætlega á köflum en við þurfum körfur frá útlendingunum okkar á móti,“ sagði hann um frammistöður Violet Morrow og Paulu Tarnachowicz, sem skoruðu samanlagt 21 stig fyrir Breiðablik. Fyrst að þær erlendu eru ekki að standa sig liggur beinast við að spyrja hvort að Ívar hyggist láta þær fara áður en að félagaskiptaglugginn lokar 15. nóvember. „Ég hef ekkert ákveðið neitt um það, en frammistaðan var skelfileg hjá þeim,“ sagði hann og bætti við að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem að Blikar þurftu körfur frá þeim á mikilvægum augnablikum í stórum leikjum. „Þá bara hverfa þær. Þetta er allavega ekki gott,“ sagði Ívar pirraður. „Ég er bara mjög svekktur með þennan leik.“ Keira Robinson: Saman erum við til alls líklegar Keira Robinson var glaðlynd og brosandi eftir erfiðan sigur sem Skallagrímsstúlkur sóttu í Fjósinu í kvöld. „Mér fannst við spila vel og gerðum vel með að bæta í í seinni hálfleik. Við vissum að þær myndu mæta með baráttu og hörku og þær létu okkur finna fyrir sér. Þær eru töff lið og við vissum það alveg,“ sagði Keira um lið Breiðabliks sem voru ekki langt frá því að stela sigri á heimavelli Skallagríms. Blikar höfðu tíu stiga forystu í hálfleik eftir afleitan anna leikhluta hjá Skallagrím. „Þetta var erfiður leikur hjá okkur, en við héldum bara áfram. Við hættum ekki að skjóta og héldum áfram að spila vörn.“ Keira og Emilie Hesseldal neyddust báðar til að spila allan leikinn og það mæddi mikið á þeim. Leikstjórnandinn knái skoraði 33 stig og sagðist gera hvað sem er til að liðið sitt ynni. „Hvað sem liðið þarf, hvort sem það er að skora, fráköst, stoðsendingar. Ég er hér fyrir hvað sem þarf,“ sagði hún og stóð undir þessu í dag, enda tók hún níu fráköst og stal sex boltum til að hjálpa liðinu að sigra. Hún fór líka fögrum orðum um liðsfélaga sína og blés alveg á það að hún hafi unnið leikinn sjálf. „Við erum allar að þessu saman, við erum með heilsteypt og gott lið og saman erum við til alls líklegar,“ sagði Keira og sýndi þar leiðtogahæfileika sem forsvarsmenn Skallagríms voru eflaust að vonast eftir þegar að þeir réðu hana í sumar. Skallagrímur bætti við sig nýjum leikmanni í vikunni, danska leikmanninum Mathilde Poulsen. Hún átti ekki frábæran leik í dag, enda nýlent í morgun en Keira var glöð með viðbótina. „Mathilde er kúl, alltaf brosandi og virðist vera góð manneskja. Ég er spennt að spila restina af tímabilinu með henni,“ sagði hún áður en hún hélt inn í klefann að hvíla sig eftir strembinn leik.Björk Gunnarsdóttir: Vörnin var ekki vandamálið Björk Gunnarsdóttir, bakvörður Breiðabliks frá Njarðvík, ræddi um erfitt tap gegn Skallagrím eftir leikinn. „Við áttum fínan fyrri hálfleik en töpuðum þessu í þriðja leikhluta,“ sagði hún stutt í spuna, enda var það alveg rétt hjá henni. Blikar skoruðu aðeins 6 stig í þriðja leikhluta og áttu í mesta basli með að skora í seinni hálfleik. „Við vorum bara hræddar, spiluðum fyrir utan þriggja stiga línuna, gerðum eiginlega ekki neitt sóknarlega séð,“ bætti Björk við. Ívar Ásgrímsson kvaðst vera ánægður með vörnina í leiknum og leikstjórnandinn hans tók í sama strenginn. „Vörnin var ekki vandamálið. Við náðum alveg að halda þeim í lágu stigaskori. Sóknin drap okkur,“ sagði Björk. Breiðablik skoraði ekki nema 48 stig í leiknum og gat ekki skorað nema 14 stig í öllum seinni hálfleiknum. Hún fór varlega í það að kenna erlendum leikmönnum liðsins um tapið og vildi heldur líta til liðsheildarinnar. „Það vantaði að allar í liðinu reyndu á sig. Það var engin sem að þorði að taka af skarið og ná í körfurnar fyrir okkur. Við vorum bara að skjóta til að skjóta,“ sagði Björk og hélt svo aftur inn í búningsklefa eftir andlausan leik að hálfu Blikanna.Guðrún Ósk: Vissum fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur Guðrún Ósk Ámundadóttir var ánægð með torsóttan sigur í kvöld, 60-48. „Ég er ánægð með baráttuna og karakterinn að hafa komið til baka,“ sagði hún um upp og niður leik síns liðs. Skallagrímur átti afleitan annan leikhluta þar sem að þær settu aðeins fimm stig í tíu mínútur. „Við bara einhvern veginn fórum á hælana og vorum ekki að spila okkar vörn og það fór ekkert niður sóknarlega,“ sagði hún um leikhlutann sem fór 5-18 fyrir Breiðablik. Borgnesingar komu sterkar til baka í seinni hálfleik og náðu með harðri baráttu að vinna seinni hálfleikinn 36-14. „Við vorum ekki nógu góðar sóknarlega, vorum ekki að hlaupa kerfin okkar og þess vegna gekk ekkert og það var engin hreyfing. Það voru bara allar að horfa á hverja aðra en svo kom þetta í þriðja og fjórða leikhluta. Keira var kannski heldur mikið með boltann í höndunum á köflum og sóknin stoppaði.“ Keira Robinson þurfti einmitt að setja liðið upp á bakið á sér og skoraði 20 stig í seinni hálfleik til að koma Skallagrím aftur inn í leikinn. Flott varnarframlag hjá Emilie Hesseldal fleytti Skallagrímsstelpum líka áfram. Þær tvær spiluðu allan leikinn og fóru ekkert út af. Guðrún samsinnir því að þær séu stórir póstar í liðinu en vildi ekki draga úr framlagi hinna leikmannanna sinna. „Keira og Emilie skipta gríðarlega miklu máli eins og allar í liðinu. Hver og einn einstaklingur er mikilvægur,“ sagði hún ákveðin. Nýr leikmaður var í gulari treyju fyrir Skallagrím í kvöld, en liðið bætti við sig öðrum dönskum atvinnumanni í vikunni. Hún átti rólegan leik, skoraði tvö stig og fór út af eftir fimmtán mínútur spilaðar með fimmtu villuna sína. Guðrún hafði þó ekki miklar áhyggjur af því. „Það er erfitt að dæma hana en ég sé að hún er líkamlega sterk og góður varnarmaður. Hún var náttúrulega að lenda klukkan sex í morgun og ég ætlaði mér ekkert að spila henni svona mikið. Við þurftum bara á henni að halda, Maja var í villuvandræðum og eitthvað,“ sagði hún en Maja Michalska, pólskur leikmaður Skallagríms fór út af með fimmtu villuna sína eftir 30 mínútur spilaðar. „Við vissum fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur og ég er bara ánægð að hafa fengið tvö stig úr honum,“ sagði Guðrún að lokum enda var tvísýnt um úrslitin þar til rétt á lokamínútunum þegar Skallagrímur kláraði leikinn örugglega. Dominos-deild kvenna
Skallagrímur vann Breiðablik í sjöttu umferð Dominosdeildar kvenna í Borgarnesi í kvöld, 60-48. Leikurinn var mjög sveiflukenndur enda leiddu Blikar mest með þrettán stiga mun en enduðu á að tapa með tólf stigum. Liðin byrjuðu heldur rólega en Breiðablik tók fljótlega fyrsta áhlaupið og leiddu 2-8 eftir aðeins þrjár mínútur. Heimastúlkur voru smá tíma að fara af stað en þegar sóknin fór loks að ganga tóku þær sitt eigið áhlaup til að taka forystuna. Gestirnir úr Kópavogi gátu þó lagað stöðuna með tveimur þristum undir lok fyrsta leikhluta þannig að staðan var 19-16 eftir tíu mínútur. Keira Robinson setti fyrstu körfu annars leikhlutans en svo skoraði Skallagrímur ekki körfu fyrr en í lokasókn fjórðungsins! Breiðablik nýtti tækifærið og skoraði átján stig gegn aðeins fimm hjá heimamönnum. Þetta var ekki aðeins vörn Breiðabliks að þakka, Borgnesingar virtust bara ekki getað fundið körfuna hvort sem að þær færu í sniðskot eða tækju langskot. Það var ekki fyrr en Emilie Hesseldal setti þrist á lokasekúndu fyrri hálfleiksins að þær löguðu stöðuna aðeins, 24-34 í hálfleik. Skallagrímur sneri genginu hægt og rólega við í seinni hálfleik og Blikar áttu svipaðan þriðja leikhluta og annar leikhlutinn var hjá Borgnesingum. Breiðablik skoraði ekki nema sex stig í leikhlutanum gegn fimmtán hjá heimaliðinu sem hreyfði boltann betur en þær höfðu gert í fyrri hálfleik og uppskáru fleiri stig vegna þess. Það munaði aðeins einu stigi milli liðanna fyrir lokafjórðunginn og von var á ágætum leik undir lokin. Það varð fljótlega ekkert úr þeim vonum því að Blikastelpur hættu skyndilega að geta skorað í sóknunum sínum á meðan að Skallagrímur hélt áfram að skora úr einni og einni sókn. Munurinn varð meiri og meiri og að lokum varð hann óyfirstíganlegur þannig að Breiðablik gat lítið gert á lokamínútunum. Leikurinn fór því eins og áður sagði 60-48 fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímur snéri lélegu gengi í fyrri hálfleik við og með krafti og harðri baráttu náði þær að koma sér aftur inn í leikinn og vinna hann að lokum. Varnarleikurinn skilaði sigrinum, enda hittu Blikarnir illa úr skotunum í seinni hálfleik og töpuðu átján boltum á seinustu 20 mínútunum. Bestu leikmenn vallarins Keira Robinson skoraði 33 stig fyrir Skallagrím og bar liðið uppi sóknarlega á köflum. Hún og Emilie Hesseldal voru þrælöflugar í vörninni sömuleiðis, en þær sameinuðust um að taka 18 varnarfráköst og stela tíu boltum (Keira var með sjö varnarfráköst og sex stolna bolta og Emilie með ellefu varnarfráköst og fjóra stolna). Hjá Breiðablik var Violet Morrow stiga- og frákastahæst með 17 stig og 12 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli Skotnýting beggja liða var ömurleg í leiknum en hvorugt liðið skaut betur en 30% utan af velli (27% skotnýting hjá Skallagrím og 28,8% skotnýting hjá Breiðablik). Skallagrímsstúlkur voru duglegari að taka sóknarfráköst og fengu fleiri skot í leiknum, 15 talsins.Hvað gekk illa? Breiðablik átti afleitan seinni hálfleik gegn Skallagrím eftir að hafa takmarkað heimaliðið í aðeins fimm stig í öðrum leikhlutanum. Þær fóru úr því að vera vinna með tíu stigum í hálfleik í það að vera tólf stigum undir í lok leiksins. Blikar töpuðu tvöfalt fleiri boltum í seinni hálfleik en í þeim fyrri (níu í fyrri, átján í seinni). Algert afhroð.Hvað næst? Skallagrímur tekur næst á móti ósigruðum Valsstúlkum í Fjósinu á laugardaginn næstkomandi. Liðin eru að spila sjöttu og sjöundu umferðina með svo stuttu millibili vegna yfirvofandi landsleikjahlés sem verður núna í miðjum nóvember. Breiðablik mun einmitt taka á móti Grindavík í Smáranum næsta laugardag af sömu ástæðu. Þar verður um sannkallaðann botnslag að ræða, enda hefur hvorugt liðið unnið leik hingað til í deildinni.Ívar Ásgríms: Fáum ekki neitt frá útlendingunum okkar Ívar Ásgrímsson var hundfúll eftir að Breiðablik tapaði fyrir Skallagrím í Borgarnesi. Leikurinn var í hendi í hálfleik en afleitur seinni hálfleikur varð til þess að þær töpuðu með tólf stigum, 60-48. Þrátt fyrir slakan leik byrjaði hann á að hrósa sínum stelpum fyrir það sem að vel fór. „Við spiluðum frábæra vörn á hálfum velli mest allan leikinn. Frábærar í fyrri hálfleik,“ sagði Ívar og bætti við að þær grænklæddu hefðu verið sókndjarfar og flottar fram að hálfleikshléinu. „Svo bara gerist eitthvað. Við komum inn í seinni hálfleikinn eins og við værum að tapa honum. Ef þetta væru karlar þá hefði vantað pung í þær. Þetta var hræðilegt,“ sagði hann og hristi haus yfir frammistöðu sinna stelpna. Blikar náðu ekki að skora nema 14 stig í öllum seinni hálfleiknum. Erlendir leikmenn Breiðabliks áttu mjög dapran leik í kvöld og Ívar var ekkert að skafa utan af því hvernig þær stóðu sig samanborið við atvinnumennina í liði Skallagríms. „Fáum ekki neitt frá útlendingunum okkar. Keira Robinson sá um allt fyrir þær og við stoppuðum hana ágætlega á köflum en við þurfum körfur frá útlendingunum okkar á móti,“ sagði hann um frammistöður Violet Morrow og Paulu Tarnachowicz, sem skoruðu samanlagt 21 stig fyrir Breiðablik. Fyrst að þær erlendu eru ekki að standa sig liggur beinast við að spyrja hvort að Ívar hyggist láta þær fara áður en að félagaskiptaglugginn lokar 15. nóvember. „Ég hef ekkert ákveðið neitt um það, en frammistaðan var skelfileg hjá þeim,“ sagði hann og bætti við að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem að Blikar þurftu körfur frá þeim á mikilvægum augnablikum í stórum leikjum. „Þá bara hverfa þær. Þetta er allavega ekki gott,“ sagði Ívar pirraður. „Ég er bara mjög svekktur með þennan leik.“ Keira Robinson: Saman erum við til alls líklegar Keira Robinson var glaðlynd og brosandi eftir erfiðan sigur sem Skallagrímsstúlkur sóttu í Fjósinu í kvöld. „Mér fannst við spila vel og gerðum vel með að bæta í í seinni hálfleik. Við vissum að þær myndu mæta með baráttu og hörku og þær létu okkur finna fyrir sér. Þær eru töff lið og við vissum það alveg,“ sagði Keira um lið Breiðabliks sem voru ekki langt frá því að stela sigri á heimavelli Skallagríms. Blikar höfðu tíu stiga forystu í hálfleik eftir afleitan anna leikhluta hjá Skallagrím. „Þetta var erfiður leikur hjá okkur, en við héldum bara áfram. Við hættum ekki að skjóta og héldum áfram að spila vörn.“ Keira og Emilie Hesseldal neyddust báðar til að spila allan leikinn og það mæddi mikið á þeim. Leikstjórnandinn knái skoraði 33 stig og sagðist gera hvað sem er til að liðið sitt ynni. „Hvað sem liðið þarf, hvort sem það er að skora, fráköst, stoðsendingar. Ég er hér fyrir hvað sem þarf,“ sagði hún og stóð undir þessu í dag, enda tók hún níu fráköst og stal sex boltum til að hjálpa liðinu að sigra. Hún fór líka fögrum orðum um liðsfélaga sína og blés alveg á það að hún hafi unnið leikinn sjálf. „Við erum allar að þessu saman, við erum með heilsteypt og gott lið og saman erum við til alls líklegar,“ sagði Keira og sýndi þar leiðtogahæfileika sem forsvarsmenn Skallagríms voru eflaust að vonast eftir þegar að þeir réðu hana í sumar. Skallagrímur bætti við sig nýjum leikmanni í vikunni, danska leikmanninum Mathilde Poulsen. Hún átti ekki frábæran leik í dag, enda nýlent í morgun en Keira var glöð með viðbótina. „Mathilde er kúl, alltaf brosandi og virðist vera góð manneskja. Ég er spennt að spila restina af tímabilinu með henni,“ sagði hún áður en hún hélt inn í klefann að hvíla sig eftir strembinn leik.Björk Gunnarsdóttir: Vörnin var ekki vandamálið Björk Gunnarsdóttir, bakvörður Breiðabliks frá Njarðvík, ræddi um erfitt tap gegn Skallagrím eftir leikinn. „Við áttum fínan fyrri hálfleik en töpuðum þessu í þriðja leikhluta,“ sagði hún stutt í spuna, enda var það alveg rétt hjá henni. Blikar skoruðu aðeins 6 stig í þriðja leikhluta og áttu í mesta basli með að skora í seinni hálfleik. „Við vorum bara hræddar, spiluðum fyrir utan þriggja stiga línuna, gerðum eiginlega ekki neitt sóknarlega séð,“ bætti Björk við. Ívar Ásgrímsson kvaðst vera ánægður með vörnina í leiknum og leikstjórnandinn hans tók í sama strenginn. „Vörnin var ekki vandamálið. Við náðum alveg að halda þeim í lágu stigaskori. Sóknin drap okkur,“ sagði Björk. Breiðablik skoraði ekki nema 48 stig í leiknum og gat ekki skorað nema 14 stig í öllum seinni hálfleiknum. Hún fór varlega í það að kenna erlendum leikmönnum liðsins um tapið og vildi heldur líta til liðsheildarinnar. „Það vantaði að allar í liðinu reyndu á sig. Það var engin sem að þorði að taka af skarið og ná í körfurnar fyrir okkur. Við vorum bara að skjóta til að skjóta,“ sagði Björk og hélt svo aftur inn í búningsklefa eftir andlausan leik að hálfu Blikanna.Guðrún Ósk: Vissum fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur Guðrún Ósk Ámundadóttir var ánægð með torsóttan sigur í kvöld, 60-48. „Ég er ánægð með baráttuna og karakterinn að hafa komið til baka,“ sagði hún um upp og niður leik síns liðs. Skallagrímur átti afleitan annan leikhluta þar sem að þær settu aðeins fimm stig í tíu mínútur. „Við bara einhvern veginn fórum á hælana og vorum ekki að spila okkar vörn og það fór ekkert niður sóknarlega,“ sagði hún um leikhlutann sem fór 5-18 fyrir Breiðablik. Borgnesingar komu sterkar til baka í seinni hálfleik og náðu með harðri baráttu að vinna seinni hálfleikinn 36-14. „Við vorum ekki nógu góðar sóknarlega, vorum ekki að hlaupa kerfin okkar og þess vegna gekk ekkert og það var engin hreyfing. Það voru bara allar að horfa á hverja aðra en svo kom þetta í þriðja og fjórða leikhluta. Keira var kannski heldur mikið með boltann í höndunum á köflum og sóknin stoppaði.“ Keira Robinson þurfti einmitt að setja liðið upp á bakið á sér og skoraði 20 stig í seinni hálfleik til að koma Skallagrím aftur inn í leikinn. Flott varnarframlag hjá Emilie Hesseldal fleytti Skallagrímsstelpum líka áfram. Þær tvær spiluðu allan leikinn og fóru ekkert út af. Guðrún samsinnir því að þær séu stórir póstar í liðinu en vildi ekki draga úr framlagi hinna leikmannanna sinna. „Keira og Emilie skipta gríðarlega miklu máli eins og allar í liðinu. Hver og einn einstaklingur er mikilvægur,“ sagði hún ákveðin. Nýr leikmaður var í gulari treyju fyrir Skallagrím í kvöld, en liðið bætti við sig öðrum dönskum atvinnumanni í vikunni. Hún átti rólegan leik, skoraði tvö stig og fór út af eftir fimmtán mínútur spilaðar með fimmtu villuna sína. Guðrún hafði þó ekki miklar áhyggjur af því. „Það er erfitt að dæma hana en ég sé að hún er líkamlega sterk og góður varnarmaður. Hún var náttúrulega að lenda klukkan sex í morgun og ég ætlaði mér ekkert að spila henni svona mikið. Við þurftum bara á henni að halda, Maja var í villuvandræðum og eitthvað,“ sagði hún en Maja Michalska, pólskur leikmaður Skallagríms fór út af með fimmtu villuna sína eftir 30 mínútur spilaðar. „Við vissum fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur og ég er bara ánægð að hafa fengið tvö stig úr honum,“ sagði Guðrún að lokum enda var tvísýnt um úrslitin þar til rétt á lokamínútunum þegar Skallagrímur kláraði leikinn örugglega.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum