Bayern og Juventus í 16-liða úrslitin | Juventus skoraði 300. Meistaradeildarmarkið Anton Ingi Leifsson skrifar 6. nóvember 2019 19:45 Lewandowski fagnar í kvöld. vísir/getty Bayern München er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Olympiacos á heimavelli í kvöld. Bayern ákvað að sparka Niko Kovac úr stjórastólnum á sunnudaginn eftir 5-1 útreið gegn Frankfurt á útivelli og því stýrði Hans-Dieter Flick liðinu til bráðabirgða í kvöld. Það tók sinn tíma fyrir Bæjara að brjóta niður Grikkina en fyrsta markið kom ekki úr óvæntri átt. Það skoraði Robert Lewandowski eftir að Kingsley Coman nánast þrumaði boltanum í hann og inn. Varamaðurinn Ivan Perisic bætti svo við öðru markinu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma eftir athyglisverða varnartilburði gestanna. Lokatölur 2-0. Bayern er því komið áfram í 16-liða úrslitin en Olympiacos er einungis með eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina í riðlinum.Bayern Munich have reached the Round of 16 of the #UCL in 12 straight seasons. Hoping to go one stage further than last year. a href="https://t.co/OaW2xOiK8N">pic.twitter.com/OaW2xOiK8N — Squawka Football (@Squawka) November 6, 2019 Í Moskvu voru Juventus mættir í heimsókn og mættu þar heimamönnum í Lokamotiv. Aaron Ramsey kom Juve yfir strax á 4. mínútu en það var mark númer 300 hjá Juventus í Meistaradeildinni. Fimmta liðið til að skora 300 mörk.The fifth team to do it! But the first side from #UCL LIVE: https://t.co/MyEB0a5c8Vpic.twitter.com/BxjYxC7btv — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Adam var ekki lengi í paradís því átta mínútum síðar jafnaði Aleksey Miranchuk metin. Sigurmarkið skoraði hins vegar Douglas Costa í uppbótartíma og tryggði Juventus 2-1 sigur. Juventus er með tíu stig á toppi riðilsins, Atletico Madrid í öðru með sjö, Lokamotiv með þrjú og Leverkusen á botninum án stiga en Atletico og Leverkusen mætast síðar í kvöld. Meistaradeild Evrópu
Bayern München er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Olympiacos á heimavelli í kvöld. Bayern ákvað að sparka Niko Kovac úr stjórastólnum á sunnudaginn eftir 5-1 útreið gegn Frankfurt á útivelli og því stýrði Hans-Dieter Flick liðinu til bráðabirgða í kvöld. Það tók sinn tíma fyrir Bæjara að brjóta niður Grikkina en fyrsta markið kom ekki úr óvæntri átt. Það skoraði Robert Lewandowski eftir að Kingsley Coman nánast þrumaði boltanum í hann og inn. Varamaðurinn Ivan Perisic bætti svo við öðru markinu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma eftir athyglisverða varnartilburði gestanna. Lokatölur 2-0. Bayern er því komið áfram í 16-liða úrslitin en Olympiacos er einungis með eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina í riðlinum.Bayern Munich have reached the Round of 16 of the #UCL in 12 straight seasons. Hoping to go one stage further than last year. a href="https://t.co/OaW2xOiK8N">pic.twitter.com/OaW2xOiK8N — Squawka Football (@Squawka) November 6, 2019 Í Moskvu voru Juventus mættir í heimsókn og mættu þar heimamönnum í Lokamotiv. Aaron Ramsey kom Juve yfir strax á 4. mínútu en það var mark númer 300 hjá Juventus í Meistaradeildinni. Fimmta liðið til að skora 300 mörk.The fifth team to do it! But the first side from #UCL LIVE: https://t.co/MyEB0a5c8Vpic.twitter.com/BxjYxC7btv — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Adam var ekki lengi í paradís því átta mínútum síðar jafnaði Aleksey Miranchuk metin. Sigurmarkið skoraði hins vegar Douglas Costa í uppbótartíma og tryggði Juventus 2-1 sigur. Juventus er með tíu stig á toppi riðilsins, Atletico Madrid í öðru með sjö, Lokamotiv með þrjú og Leverkusen á botninum án stiga en Atletico og Leverkusen mætast síðar í kvöld.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti