Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2019 13:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Hrafnkell „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Þá greindi mbl.is frá því í dag að tíu til fimmtán prósent af íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði hafi greinst með veiruna. „Nóróveira er alltaf meira og minna viðloðandi veira en svo getur hún komið svona upp og valdið hópsýkingum. Ástæðan er sú að hún er mjög smitandi, það þarf lítið magn af henni. Nákvæmlega af hverju hún er að gjósa upp núna er óljóst,“ segir Þórólfur. Það sé nú í skoðun hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Þannig var til dæmis aðeins helmingur af þeim 53 börnum sem skráðir eru á leikskólann Ársól í Grafarvogi í skólanum föstudaginn 18. október. Þá viku voru mikil veikindi í skólanum. Segir Þórólfur að ákveðið verklag fari af stað þegar nóróveiran blossar upp. „Það er ákveðið verklag um lokanir og hreinsanir til þess að reyna að sótthreinsa og koma í veg fyrir smit. Veiran getur lifað á yfirborði hluta og valdið þannig sýkingum. Það þarf að gæta vel að öllu hreinlæti,“ segir Þórólfur en hægt er að nálgast helstu upplýsingar nóróveiru og forvarnir gegn henni á vef Landlæknis. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
„Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Þá greindi mbl.is frá því í dag að tíu til fimmtán prósent af íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði hafi greinst með veiruna. „Nóróveira er alltaf meira og minna viðloðandi veira en svo getur hún komið svona upp og valdið hópsýkingum. Ástæðan er sú að hún er mjög smitandi, það þarf lítið magn af henni. Nákvæmlega af hverju hún er að gjósa upp núna er óljóst,“ segir Þórólfur. Það sé nú í skoðun hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Þannig var til dæmis aðeins helmingur af þeim 53 börnum sem skráðir eru á leikskólann Ársól í Grafarvogi í skólanum föstudaginn 18. október. Þá viku voru mikil veikindi í skólanum. Segir Þórólfur að ákveðið verklag fari af stað þegar nóróveiran blossar upp. „Það er ákveðið verklag um lokanir og hreinsanir til þess að reyna að sótthreinsa og koma í veg fyrir smit. Veiran getur lifað á yfirborði hluta og valdið þannig sýkingum. Það þarf að gæta vel að öllu hreinlæti,“ segir Þórólfur en hægt er að nálgast helstu upplýsingar nóróveiru og forvarnir gegn henni á vef Landlæknis.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30