Þingið samþykkir að halda áfram rannsókn á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2019 15:48 „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Bandarískir fulltrúadeildarþingmenn greiddu atkvæði í fyrsta skipti um rannsókn á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Lagt var til að halda opinberar yfirheyrslur og greiddu 232 þingmenn atkvæði með, 196 gegn. Einungis tveir Demókratar sögðu nei við tillögunni. Enginn Repúblikani tók afstöðu gegn forsetanum. Þetta þýðir að þingið hefur í fyrsta skipti tekið afstöðu til rannsóknarinnar með formlegum hætti. Sýnir atkvæðagreiðslan fram á að rannsóknin nýtur stuðnings þingmanna. Niðurstaðan bendir til þess að nægur stuðningur gæti orðið til þess að ákæra Trump formlega til embættismissis ef rannsóknin skilar nægilegum sönnunargögnum. „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Steve Scalise, einn æðsti Repúblikani deildarinnar, var harðorður í garð Demókrata. Sagði að unnið væri eftir „sovéskum reglum“. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump lagði fast að úkraínska forsetanum að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði þannig misbeitt valdi sínu vegna persónulegra pólitískra hagsmuna hans. Ef Trump er ákærður til embættismissis fara réttarhöld fram fyrir öldungadeildinni. Þar myndi forseti hæstaréttar gegna hlutverki dómara og þingmenn væru kviðdómendur. Tvo þriðju hluta þingmanna þyrfti til þess að sakfella forsetann. Það telst hæpið þar sem Repúblikanar eru með meirihluta þingsæta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Bandarískir fulltrúadeildarþingmenn greiddu atkvæði í fyrsta skipti um rannsókn á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Lagt var til að halda opinberar yfirheyrslur og greiddu 232 þingmenn atkvæði með, 196 gegn. Einungis tveir Demókratar sögðu nei við tillögunni. Enginn Repúblikani tók afstöðu gegn forsetanum. Þetta þýðir að þingið hefur í fyrsta skipti tekið afstöðu til rannsóknarinnar með formlegum hætti. Sýnir atkvæðagreiðslan fram á að rannsóknin nýtur stuðnings þingmanna. Niðurstaðan bendir til þess að nægur stuðningur gæti orðið til þess að ákæra Trump formlega til embættismissis ef rannsóknin skilar nægilegum sönnunargögnum. „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Steve Scalise, einn æðsti Repúblikani deildarinnar, var harðorður í garð Demókrata. Sagði að unnið væri eftir „sovéskum reglum“. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump lagði fast að úkraínska forsetanum að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði þannig misbeitt valdi sínu vegna persónulegra pólitískra hagsmuna hans. Ef Trump er ákærður til embættismissis fara réttarhöld fram fyrir öldungadeildinni. Þar myndi forseti hæstaréttar gegna hlutverki dómara og þingmenn væru kviðdómendur. Tvo þriðju hluta þingmanna þyrfti til þess að sakfella forsetann. Það telst hæpið þar sem Repúblikanar eru með meirihluta þingsæta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45
Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24