Erlent

Sýknaðir af nauðgun því stúlkan var of drukkin

Kjartan Kjartansson skrifar
Þrír af sjö sakborningum í málinu á leið í dómsal í september. Fimm mannanna voru sakfelldir fyrir kynferðislega misnotkun.
Þrír af sjö sakborningum í málinu á leið í dómsal í september. Fimm mannanna voru sakfelldir fyrir kynferðislega misnotkun. Vísir/EPA
Fimm karlmenn sem voru sakfelldir fyrir að misnota fjórtán ára stúlku á Spáni voru sýknaðir af ákæru um nauðgun á þeim forsendum að stúlkan hafi verið of drukkin til að glæpurinn gæti talist vera nauðgun.

Sakborningarnir fimm voru dæmdir í tíu til tólf ára fangelsi fyrir að hafa skipst á að misnota kynferðislega táningsstúlku í yfirgefinni verksmiðju í bænum Manresa í Katalóníu í október árið 2016. Þeir voru hins vegar allir sýknaðir af alvarlegri lið ákærunnar um nauðgun en við henni liggur fimmtán til tuttugu ára fangelsisvist.

Samkvæmt spænskum lögum á nauðgun sér aðeins stað með líkamlegu ofbeldi eða hótun. Dómstólinn sýknaði mennina vegna þess að stúlkan var svo ölvuð þegar brotin áttu sér stað að þeir hafi ekki þurft að beita hana ofbeldi eða ógnun, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Kvenréttindasamtök hafa brugðist við dómnum með reiði. Hann féll þrátt fyrir að Hæstiréttur Spánar hafi snúið við dómi í sambærilegu máli sem kennt hefur verið við úlfahjörð og vakti mikla athygli fyrr á þessu ári. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, fól nefnd að endurskoða lög um kynferðisbrot.

Í tilfelli úlfahjarðarmálsins voru dómar yfir fimm karlmönnum sem voru sakfelldir fyrir hópnauðgun á átján ára stúlku í Pamplona þyngdir úr níu ára fangelsi í fimmtán.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×