Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2019 10:44 Líkamsleifar Franco hafa hvílt í Dal hinna föllnu, norður af Madríd. Getty Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að jarðneskar leifar hershöfðingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra landsins, skuli fluttar úr grafhýsinu í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos) norður af Madríd, á fimmdaginn næsta. Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco. Málið hefur verið mjög umdeilt í landinu en vinstristjórn Pedro Sanchez forsætisráðherra hefur þrýst mjög á að leifarnar skuli fluttar í Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitinn, þar sem Carmen Polo, eiginkona Franco, hvílir. Upphaflega stóð til að flytja líkamsleifar Franco í júní, en afkomendur hans áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar sem kvað svo upp sinn dóm í síðasta mánuði. Lýsti Sanchez dómnum sem „sigri fyrir lýðræðið“.Ekki staður til að upphefja einræðisherrann Stjórn Sanchez hefur lagt áherslu á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar um 34 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum margra þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.Vísir/GettyLokað frá 11. október Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959, en hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975. Grafhýsið í Dal hinna föllnu hefur verið lokað almenningi frá 11. október til að tryggja öryggi við flutninginn, en áætlað er að um 240 þúsund manns sæki staðinn heim á hverju ári. Spánn Tengdar fréttir Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að jarðneskar leifar hershöfðingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra landsins, skuli fluttar úr grafhýsinu í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos) norður af Madríd, á fimmdaginn næsta. Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco. Málið hefur verið mjög umdeilt í landinu en vinstristjórn Pedro Sanchez forsætisráðherra hefur þrýst mjög á að leifarnar skuli fluttar í Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitinn, þar sem Carmen Polo, eiginkona Franco, hvílir. Upphaflega stóð til að flytja líkamsleifar Franco í júní, en afkomendur hans áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar sem kvað svo upp sinn dóm í síðasta mánuði. Lýsti Sanchez dómnum sem „sigri fyrir lýðræðið“.Ekki staður til að upphefja einræðisherrann Stjórn Sanchez hefur lagt áherslu á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar um 34 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum margra þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.Vísir/GettyLokað frá 11. október Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959, en hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975. Grafhýsið í Dal hinna föllnu hefur verið lokað almenningi frá 11. október til að tryggja öryggi við flutninginn, en áætlað er að um 240 þúsund manns sæki staðinn heim á hverju ári.
Spánn Tengdar fréttir Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07