Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 11:19 Kristján Þór Júlíusson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynntu aðgerðir um einföldun regluverks í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í morgun. Vísir/Sigurjón Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra felldi í dag hátt í ellefu hundruð reglugerðir úr gildi. Þá hyggst ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afnema sextán lagabálka. Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á blaðamannafundi í morgun. Þar voru kynntar umfangsmiklar aðgerðir sem eru mis langt á veg komnar sem heyra undir málefnasvið ráðherranna tveggja. „Við erum bæði að fella niður reglugerðir sem hafa af einhverjum ástæðum bara fests og verið til og þjóna ekki neinum tilgangi. Í annan stað erum við líka að sameina reglugerðir með það að meginmarkmiði að einfalda tilveru fólks og fyrirtækja og svo erum við sömuleiðis að vinna að undirbúningi þess að taka til í lagasafninu,” segir Kristján Þór.Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra 1090 reglugerðar sem nú hafa verið felldar úr gildi.Sjálfur felldi hann 1090 reglugerðir úr gildi á blaðamannafundinum í morgun. Endurmat á eftirlitsreglum og einföldun í því sambandi er jafnframt liður í aðgerðunum. Kristján Þór kveðst ekki óttast að gengið verði of langt í þeim efnum. „Ég held að íslensk stjórnsýsla sé ekki þekkt af því að vera með of mikið frjálsræði, ég held að það sé miklu fremur í hina áttina og það er bara kominn tími til. Enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að það er kominn tími til að gera skurk í þessum efnum,” segir Kristján Þór.Mörg hundruð hindranir til staðar Þá hefur Þórdís Kolbrún lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. „Við erum í bandorminum annars vegar að leggja til að ákveðin leyfi verði felld brott, iðnaðarleyfi, ákveðin leyfi varðindi verslunar-, atvinnu og leyfi til sölu notaðra bifreiða. Og svo erum við sömuleiðis að fella á brott sextán lagabálka. Og þetta er í rauninni bara fyrsta skref, þessi bandormur og við erum síðan til hliðar við það með alls konar fleiri aðgerðir,” segir Þórdís Kolbrún. Þá er svokallað OECD-verkefni vel á veg komið en það miðar meðal annars að því að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi. „Það kemur í ljós að það eru mörg mörg hundruð hindranir, nú erum við að greina hvaða hindranir eru þar af ástæðu. Auðvitað viljum við vera með ákveðin skilyrði og kröfur til að viðhalda gæðum og öryggi og öllu því, en hvað af þessu er hægt að fella brott?” segir Þórdís. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum. Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Nýsköpun Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra felldi í dag hátt í ellefu hundruð reglugerðir úr gildi. Þá hyggst ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afnema sextán lagabálka. Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á blaðamannafundi í morgun. Þar voru kynntar umfangsmiklar aðgerðir sem eru mis langt á veg komnar sem heyra undir málefnasvið ráðherranna tveggja. „Við erum bæði að fella niður reglugerðir sem hafa af einhverjum ástæðum bara fests og verið til og þjóna ekki neinum tilgangi. Í annan stað erum við líka að sameina reglugerðir með það að meginmarkmiði að einfalda tilveru fólks og fyrirtækja og svo erum við sömuleiðis að vinna að undirbúningi þess að taka til í lagasafninu,” segir Kristján Þór.Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra 1090 reglugerðar sem nú hafa verið felldar úr gildi.Sjálfur felldi hann 1090 reglugerðir úr gildi á blaðamannafundinum í morgun. Endurmat á eftirlitsreglum og einföldun í því sambandi er jafnframt liður í aðgerðunum. Kristján Þór kveðst ekki óttast að gengið verði of langt í þeim efnum. „Ég held að íslensk stjórnsýsla sé ekki þekkt af því að vera með of mikið frjálsræði, ég held að það sé miklu fremur í hina áttina og það er bara kominn tími til. Enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að það er kominn tími til að gera skurk í þessum efnum,” segir Kristján Þór.Mörg hundruð hindranir til staðar Þá hefur Þórdís Kolbrún lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. „Við erum í bandorminum annars vegar að leggja til að ákveðin leyfi verði felld brott, iðnaðarleyfi, ákveðin leyfi varðindi verslunar-, atvinnu og leyfi til sölu notaðra bifreiða. Og svo erum við sömuleiðis að fella á brott sextán lagabálka. Og þetta er í rauninni bara fyrsta skref, þessi bandormur og við erum síðan til hliðar við það með alls konar fleiri aðgerðir,” segir Þórdís Kolbrún. Þá er svokallað OECD-verkefni vel á veg komið en það miðar meðal annars að því að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi. „Það kemur í ljós að það eru mörg mörg hundruð hindranir, nú erum við að greina hvaða hindranir eru þar af ástæðu. Auðvitað viljum við vera með ákveðin skilyrði og kröfur til að viðhalda gæðum og öryggi og öllu því, en hvað af þessu er hægt að fella brott?” segir Þórdís. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum.
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Nýsköpun Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira