„Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2019 21:26 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að samflokksmenn hans í Repúblikanaflokknum herði sig og berjist fyrir forsetann sinn á sama tíma og Demókratar vinna að því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot í starfi. Hann segir að Demókratar standi saman, annað en samflokksmenn forsetans. Þetta kom meðal annars fram í máli Trump á ríkisstjórnarfundi í Hvíta húsinu í dag þar sem hann kvartaði undan því að sumir samflokksmenn hans væru að reyna að grafa undan honum. „Repúblikanar verða að herða sig og berjast. Við erum með nokkra mjög góða bardagamenn en þeir verða að herða sig og berjast vegna þess að Demókratarnir eru að reyna að skemma fyrir Repúblikönum fyrir kosningarnar,“ sagði Trump og vísaði þar til forsetakosninganna sem haldnar verða eftir rúmt ár. Repúblikanar hafa hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á því að Trump verði vikið úr starfi fyrir embættisbrot, en valdamiklir flokksmenn á borð við Mitt Romney, Lindsey Graham og Mitch McConnell hafa þó gagnrýnt forsetann að undanförnu, ekki síst fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum í tengslum við innrás Tyrkja í Sýrland. Kvartaði Trump yfir því að Demókratar væru betri í því að standa saman en samflokksmenn hans. „Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra. Það er enginn svoleiðis þar. Þau standa saman,“ sagði Trump en í nýlegu viðtali gagnrýndi forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Trump harðlega. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að samflokksmenn hans í Repúblikanaflokknum herði sig og berjist fyrir forsetann sinn á sama tíma og Demókratar vinna að því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot í starfi. Hann segir að Demókratar standi saman, annað en samflokksmenn forsetans. Þetta kom meðal annars fram í máli Trump á ríkisstjórnarfundi í Hvíta húsinu í dag þar sem hann kvartaði undan því að sumir samflokksmenn hans væru að reyna að grafa undan honum. „Repúblikanar verða að herða sig og berjast. Við erum með nokkra mjög góða bardagamenn en þeir verða að herða sig og berjast vegna þess að Demókratarnir eru að reyna að skemma fyrir Repúblikönum fyrir kosningarnar,“ sagði Trump og vísaði þar til forsetakosninganna sem haldnar verða eftir rúmt ár. Repúblikanar hafa hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á því að Trump verði vikið úr starfi fyrir embættisbrot, en valdamiklir flokksmenn á borð við Mitt Romney, Lindsey Graham og Mitch McConnell hafa þó gagnrýnt forsetann að undanförnu, ekki síst fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum í tengslum við innrás Tyrkja í Sýrland. Kvartaði Trump yfir því að Demókratar væru betri í því að standa saman en samflokksmenn hans. „Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra. Það er enginn svoleiðis þar. Þau standa saman,“ sagði Trump en í nýlegu viðtali gagnrýndi forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Trump harðlega.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15
Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55