Erlent

„Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að samflokksmenn hans í Repúblikanaflokknum herði sig og berjist fyrir forsetann sinn á sama tíma og Demókratar vinna að því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot í starfi. Hann segir að Demókratar standi saman, annað en samflokksmenn forsetans.

Þetta kom meðal annars fram í máli Trump á ríkisstjórnarfundi í Hvíta húsinu í dag þar sem hann kvartaði undan því að sumir samflokksmenn hans væru að reyna að grafa undan honum.

„Repúblikanar verða að herða sig og berjast. Við erum með nokkra mjög góða bardagamenn en þeir verða að herða sig og berjast vegna þess að Demókratarnir eru að reyna að skemma fyrir Repúblikönum fyrir kosningarnar,“ sagði Trump og vísaði þar til forsetakosninganna sem haldnar verða eftir rúmt ár.

Repúblikanar hafa hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á því að Trump verði vikið úr starfi fyrir embættisbrot, en valdamiklir flokksmenn á borð við Mitt Romney, Lindsey Graham og Mitch McConnell hafa þó gagnrýnt forsetann að undanförnu, ekki síst fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum í tengslum við innrás Tyrkja í Sýrland.

Kvartaði Trump yfir því að Demókratar væru betri í því að standa saman en samflokksmenn hans.

„Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra. Það er enginn svoleiðis þar. Þau standa saman,“ sagði Trump en í nýlegu viðtali gagnrýndi forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Trump harðlega.


Tengdar fréttir

Gagnrýnin kom Trump á óvart

Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart.

Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum

Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×