Innlent

Bein útsending: Áslaug Arna og Bjarni svara fyrir veru Íslands á gráa listanum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm
Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem fjalla á um veru Íslands á gráum lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti hefst klukkan níu. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum hér að neðan.

Sem kunnugt ervar Ísland sett á gráa listannfyrir helgi þar sem FATF lítur svo á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, munu sitja fyrir svörum nefndarmanna á fundinum.

Greint hefur verið frá því að fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráa listanum hafi borist FATF of seint. Stjórnvöld hafa veriðharðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekist að komaí veg fyrir að Ísland yrði sett á gráa listann. Dómsmálaráðherrahefur sagt að unnið verði að því aðkoma Íslandi af listanum sem fyrst.

Horfa má á útsendingu frá fundinum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint

Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint.

Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista

Boðað verður til opins fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þriðjudaginn í framhaldi af ákvörðun FATF-hópsins um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista.

Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis

Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×