Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 12:54 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að óvissu verði eytt með afgreiðslu tillögunnar sem tekin verður fyrir á fundi ráðsins í dag. Sjálstæðisflokkurinn ætlar að leggja til á fundinum að málinu verði frestað en hann hófst upp úr hádegi í dag. Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Með henni er lagt til að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn sameiginlegur skóli fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttatilkynning sem meirihlutinn sendi frá sér um málið í gær hafi komið í opna skjöldu.Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Satt best að segja þá bara fallast mér hendur yfir þessum vinnubrögðum vegna lokunar og sameininga í norðanverðum Grafarvogi,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann og ekki hafi verið hlustað á sjónarmið foreldra í hverfinu sem hafi margir hverjir lýst verulegum áhyggjum af áformunum. „Það sem er þó öllu verra er að hér er verið að ákveða einhliða lokun á Kelduskóla og sameina við aðra skólastarfsemi án víðtæks samráðs við foreldra sem hafa kallað viðstöðulaust eftir því að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Foreldrar hafa verið að senda okkur borgarfulltrúum stanslausa tölvupósta en það virðist ekkert hafa verið hlustað á það,“ segir Valgerður.Vilja eyða óvissu Í samtali við fréttastofu haafa foreldrar jafnframt lýst óánægju vegna málsins. „Það sem að slær mig líka er að í tilkynningunni frá meirihlutanum segir að það sé óábyrgt af opinberum aðilum að halda úti rekstri menntastofnana sem ekki eru sjálfbærar einingar faglega og fjárhagslega. Í mínum huga er það miklu frekar óábyrgt að sveitarfélög geti ekki staðið við þá opinberu þjónustu sem þeim ber að veita lagalega séð og þessi vinnubrögð eru meirihlutanum í borginni bara til skammar,“ segir Valgerður. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs segir að foreldrar, nemendur og skólastjórnendur muni fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Það verði þá þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260-270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Rætt var einnig við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að óvissu verði eytt með afgreiðslu tillögunnar sem tekin verður fyrir á fundi ráðsins í dag. Sjálstæðisflokkurinn ætlar að leggja til á fundinum að málinu verði frestað en hann hófst upp úr hádegi í dag. Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Með henni er lagt til að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn sameiginlegur skóli fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttatilkynning sem meirihlutinn sendi frá sér um málið í gær hafi komið í opna skjöldu.Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Satt best að segja þá bara fallast mér hendur yfir þessum vinnubrögðum vegna lokunar og sameininga í norðanverðum Grafarvogi,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann og ekki hafi verið hlustað á sjónarmið foreldra í hverfinu sem hafi margir hverjir lýst verulegum áhyggjum af áformunum. „Það sem er þó öllu verra er að hér er verið að ákveða einhliða lokun á Kelduskóla og sameina við aðra skólastarfsemi án víðtæks samráðs við foreldra sem hafa kallað viðstöðulaust eftir því að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Foreldrar hafa verið að senda okkur borgarfulltrúum stanslausa tölvupósta en það virðist ekkert hafa verið hlustað á það,“ segir Valgerður.Vilja eyða óvissu Í samtali við fréttastofu haafa foreldrar jafnframt lýst óánægju vegna málsins. „Það sem að slær mig líka er að í tilkynningunni frá meirihlutanum segir að það sé óábyrgt af opinberum aðilum að halda úti rekstri menntastofnana sem ekki eru sjálfbærar einingar faglega og fjárhagslega. Í mínum huga er það miklu frekar óábyrgt að sveitarfélög geti ekki staðið við þá opinberu þjónustu sem þeim ber að veita lagalega séð og þessi vinnubrögð eru meirihlutanum í borginni bara til skammar,“ segir Valgerður. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs segir að foreldrar, nemendur og skólastjórnendur muni fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Það verði þá þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260-270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Rætt var einnig við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36