Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. október 2019 20:15 Tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS bókuðu mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Dagný Erna Jónsdóttir, sem var formaður SÍBS um nokkurra ára bil og situr nú í uppstillingarnefnd Samtakanna, er afar ósátt með uppsagnirnar. „Þegar ég frétti þetta var ég gjörsamlega niðurbrotin, þetta hafði ofboðsleg áhrif á mig og ég mun kalla saman fund ef ég get,“ segir Dagný. „Þetta kom mér mjög, mjög á óvart. Þetta er bara alveg skelfilegt. Enda veit ég að það var ekki einhugur um þetta í stjórninni.“Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar.Vísir/SigurjónSjö manns sitja í stjórn SÍBS. Meðal þeirra er Pétur J. Jónsson sálfræðingur. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði varað við brottvikningu forstjóra Reykjalundar á stjórnarfundi á sínum tíma og látið bóka mótmæli við henni ásamt Frímanni Sigurnýassyni. Menn væru ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta og það hefði komið á daginn. Það eru sex læknar ýmist á förum eða hafa sagt upp og afgangurinn, eða sjö læknar, eru að íhuga stöðu sína. Það sama á við um aðrar stéttir. „Það eru allir að íhuga sína stöðu,“ segir Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Hún segir að það myndi leysa mikið ef það kæmi manneskja með endurhæfingarmenntun í framkvæmdastjórn Reykjalundar og meira samráð væri haft við starfsfólk um stórar ákvarðanir. Þá telur hún að núverandi stjórn eigi að víkja. „Ég tel að stjórn SÍBS eins og hún er skipuð núna sé hluti af vandanum. Þetta hefur verið klúður frá upphafi til enda og maður hefur séð á mörgum stöðum hvernig hægt hefði verið að leysa stöðuna.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS bókuðu mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Dagný Erna Jónsdóttir, sem var formaður SÍBS um nokkurra ára bil og situr nú í uppstillingarnefnd Samtakanna, er afar ósátt með uppsagnirnar. „Þegar ég frétti þetta var ég gjörsamlega niðurbrotin, þetta hafði ofboðsleg áhrif á mig og ég mun kalla saman fund ef ég get,“ segir Dagný. „Þetta kom mér mjög, mjög á óvart. Þetta er bara alveg skelfilegt. Enda veit ég að það var ekki einhugur um þetta í stjórninni.“Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar.Vísir/SigurjónSjö manns sitja í stjórn SÍBS. Meðal þeirra er Pétur J. Jónsson sálfræðingur. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði varað við brottvikningu forstjóra Reykjalundar á stjórnarfundi á sínum tíma og látið bóka mótmæli við henni ásamt Frímanni Sigurnýassyni. Menn væru ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta og það hefði komið á daginn. Það eru sex læknar ýmist á förum eða hafa sagt upp og afgangurinn, eða sjö læknar, eru að íhuga stöðu sína. Það sama á við um aðrar stéttir. „Það eru allir að íhuga sína stöðu,“ segir Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Hún segir að það myndi leysa mikið ef það kæmi manneskja með endurhæfingarmenntun í framkvæmdastjórn Reykjalundar og meira samráð væri haft við starfsfólk um stórar ákvarðanir. Þá telur hún að núverandi stjórn eigi að víkja. „Ég tel að stjórn SÍBS eins og hún er skipuð núna sé hluti af vandanum. Þetta hefur verið klúður frá upphafi til enda og maður hefur séð á mörgum stöðum hvernig hægt hefði verið að leysa stöðuna.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30
Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36