Eldur í rafbílum Þórhallur Guðmundsson skrifar 23. október 2019 07:19 Mikið er til af slúðursögum um rafbifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur hafa fengið næga umfjöllun í fjölmiðlum og hafa fengið marga til að efast um kaup á rafbifreiðum. Þeir sem halda uppi mótbárum gegn rafbifreiðum eru annaðhvort hagsmunaaðilar sem vilja ekki að rafbifreiðar verði helsti kostur neytenda eða hinir sem vita einfaldlega ekki betur og skortir þekkingu á málaflokknum. Já, það hafa Teslur orðið eldi að bráð og krassandi fréttum og djörfum fyrirsögnum verið slegið upp í virtum dagblöðum og tímaritum út um allan heim. Enginn vill aka bíl sem skyndilega springur upp í loga eða er líklegur til að kvikni í honum eftir árekstur. En hversu oft kviknar í Tesla-bifreiðum í raun og veru? Fyrsti tilkynnti eldurinn sem kom upp hjá Tesla varð þann 1. október 2013 eftir að Model S varð eldi að bráð eftir að hafa keyrt á stórt málmstykki á veginum á miklum hraða. Síðan þá hefur kviknað í alls 40 Teslum víða um heim. Meirihlutinn af þeim eldum kom í kjölfar skelfilegra háhraðaárekstra sem rifu upp Lithium-Ion-rafhlöðupakkana. Allir voru rannsakaðir af staðbundnum yfirvöldum, þar á meðal stofnunum eins og Samgönguöryggisstofu Ameríku. Engin þeirra hefur nokkurn tíma kennt um hönnun eða samsetningu Teslabifreiða. Og í öllum tilvikum, þar á meðal íkviknun vegna rangt uppsetts hleðslutækis, hefur Tesla skoðað og uppfært öryggiskerfi bílanna til að koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig. Byggt á síðustu tiltækum tölulegu gögnum, þá kviknar í fimm Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru samanborið við fimmtíu og fimm elda á 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru á jarðefnaeldsneytisbifreiðum. Síðustu tölur sem í boði eru frá Forvarnarsamtökum National Fire árið 2015 benda til þess að það hafi verið 174.000 brunar í jarðefnaeldsneytisbifreiðum í Bandaríkjunum það ár eða að meðaltali einn á þriggja mínútna fresti, sem leiddi til 445 dauðsfalla. Í maí síðastliðnum dóu þrír einstaklingar þegar bensínstöð í Virginíu sprakk í loft upp. Í febrúar eyðilögðust tveir bílar þegar bensínstöð í Norður-Karólínu brann til kaldra kola. Hingað til hafa engin dauðsföll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum tegundum rafbifreiða verið rakin til elds. Einnig má nefna að flestir hafa ekki miklar áhyggjur af því að kvikni skyndilega í farsímum, fartölvum, þráðlausum verkfærum eða öðru sem notar rafhlöður þrátt fyrir að þau falli í gólfið og brotni. Á síðasta ári innkallaði Ford 440.000 jarðefnaeldsneytisbifreiðar, 2.000.000 Ford F150 voru innkallaðar vegna eldhættu í búnaði sætisbelta eins skrýtið og það hljómar. Einnig á síðasta ári voru innkallaðar 1.600.000 BMW jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna eldhættu. Ekki hefur verið ein innköllun á rafbifreiðum vegna eldhættu. Því er hægt að fullyrða að bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti og sérstaklega metanbifreiðar sem geyma gas undir þrýstingi eru töluvert hættulegri þegar kemur að eldhættu.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Mikið er til af slúðursögum um rafbifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur hafa fengið næga umfjöllun í fjölmiðlum og hafa fengið marga til að efast um kaup á rafbifreiðum. Þeir sem halda uppi mótbárum gegn rafbifreiðum eru annaðhvort hagsmunaaðilar sem vilja ekki að rafbifreiðar verði helsti kostur neytenda eða hinir sem vita einfaldlega ekki betur og skortir þekkingu á málaflokknum. Já, það hafa Teslur orðið eldi að bráð og krassandi fréttum og djörfum fyrirsögnum verið slegið upp í virtum dagblöðum og tímaritum út um allan heim. Enginn vill aka bíl sem skyndilega springur upp í loga eða er líklegur til að kvikni í honum eftir árekstur. En hversu oft kviknar í Tesla-bifreiðum í raun og veru? Fyrsti tilkynnti eldurinn sem kom upp hjá Tesla varð þann 1. október 2013 eftir að Model S varð eldi að bráð eftir að hafa keyrt á stórt málmstykki á veginum á miklum hraða. Síðan þá hefur kviknað í alls 40 Teslum víða um heim. Meirihlutinn af þeim eldum kom í kjölfar skelfilegra háhraðaárekstra sem rifu upp Lithium-Ion-rafhlöðupakkana. Allir voru rannsakaðir af staðbundnum yfirvöldum, þar á meðal stofnunum eins og Samgönguöryggisstofu Ameríku. Engin þeirra hefur nokkurn tíma kennt um hönnun eða samsetningu Teslabifreiða. Og í öllum tilvikum, þar á meðal íkviknun vegna rangt uppsetts hleðslutækis, hefur Tesla skoðað og uppfært öryggiskerfi bílanna til að koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig. Byggt á síðustu tiltækum tölulegu gögnum, þá kviknar í fimm Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru samanborið við fimmtíu og fimm elda á 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru á jarðefnaeldsneytisbifreiðum. Síðustu tölur sem í boði eru frá Forvarnarsamtökum National Fire árið 2015 benda til þess að það hafi verið 174.000 brunar í jarðefnaeldsneytisbifreiðum í Bandaríkjunum það ár eða að meðaltali einn á þriggja mínútna fresti, sem leiddi til 445 dauðsfalla. Í maí síðastliðnum dóu þrír einstaklingar þegar bensínstöð í Virginíu sprakk í loft upp. Í febrúar eyðilögðust tveir bílar þegar bensínstöð í Norður-Karólínu brann til kaldra kola. Hingað til hafa engin dauðsföll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum tegundum rafbifreiða verið rakin til elds. Einnig má nefna að flestir hafa ekki miklar áhyggjur af því að kvikni skyndilega í farsímum, fartölvum, þráðlausum verkfærum eða öðru sem notar rafhlöður þrátt fyrir að þau falli í gólfið og brotni. Á síðasta ári innkallaði Ford 440.000 jarðefnaeldsneytisbifreiðar, 2.000.000 Ford F150 voru innkallaðar vegna eldhættu í búnaði sætisbelta eins skrýtið og það hljómar. Einnig á síðasta ári voru innkallaðar 1.600.000 BMW jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna eldhættu. Ekki hefur verið ein innköllun á rafbifreiðum vegna eldhættu. Því er hægt að fullyrða að bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti og sérstaklega metanbifreiðar sem geyma gas undir þrýstingi eru töluvert hættulegri þegar kemur að eldhættu.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar