Í beinni
Kosningavaktin: Nýjustu tíðindi
  • Innskráning
  • Skoðun

    Stunda­glasið

    Davíð Þorláksson skrifar
    Íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til að vilja hafa lög hér aðeins flóknari og aðeins meira íþyngjandi heldur en í öðrum Evrópulöndum. Ein af þeim lögum eru samkeppnislögin. Nú hefur verið lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögin verði færð aðeins nær því sem gerist í Evrópu. Það er gott skref.

    Samkeppnislög eru til staðar til að vernda almenning annars vegar og minni fyrirtæki hins vegar fyrir stærri fyrirtækjum. Af ríflega 20.000 fyrirtækjum með starfsmenn í landinu eru 99% lítil og meðalstór og langflest með færri en 10 starfsmenn. Virk samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu, almenningi og þjóðarbúinu í heild til hagsbóta.

    Séu samkeppnislög hins vegar of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu. Það er sérstaklega vont nú þegar gefur á bátinn í efnahagsmálum. Slíkt hefur þveröfug áhrif því það skilar sér óhjákvæmilega á endanum í hærra verði til neytenda. Í þessum efnum, eins og öðrum, borgar sig ekki að við séum að reyna að finna upp hjólið. Langbest er að líta til reynslu annarra þjóða í Evrópu og hafa sömu reglur og þar gilda.

    Þegar við höfum hlutina aðeins meira íþyngjandi nokkrum sinnum á ári í 25 ár þá sitjum við að lokum uppi með lagaumhverfi sem veldur því að atvinnulífið getur ekki skapað jafn mörg og jafn örugg störf, getur ekki greitt jafn há laun og getur ekki greitt jafn háa skatta til samneyslunnar. Lífsgæði allra versna. Stundaglasið er að fyllast.




    Skoðun

    Sjá meira


    ×