Guðmundur segir ástandið ekki gott: „Þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2019 07:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir að það sé erfitt að segja til um hver staðan sé á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Rúmlega tveir mánuðir eru þangað til að EM fer af stað í Svíþjóð en þar er íslenska liðið í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi. Ísland leikur um helgina tvo æfingarleiki við Svíþjóð ytra og Guðjón Guðmundsson ræddi við landsliðsþjálfarann í Safamýrinni í gær. „Það er erfitt að meta það og sérstaklega núna þegar það eru mörg forföll. Það eru margir sem eru að koma úr meiðslum eða eru meiddir og hafa verið að spila hálf meiddir með sínum félagsliðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Lykilmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsonar eru ekki með og Arnar Freyr Arnarsson gaf svo ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni. „Það er ekki mjög gott. Síðan kemur landsliðspásan og þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir. Það eru fjölmargir leikmenn í þessari stöðu í dag.“ Nokkrir nýliðar eru í hópnum sem fer út um helgina, til að mynda Viggó Kristjánsson, sem hefur verið að minna á sig í Þýskalandi í vetur. „Við ákváðum að nýta tímann eins vel og hægt er og ákváðum því að kalla inn nýja menn í liðið til þess að prófa og vinna með og sjá hvar þeir standa. Það er gert til þess að auka breiddina hjá okkur og líka taka stöðuna á mönnum sem hafa verið að banka á dyrnar.“ Hægri vængurinn hefur ekki verið að gefa íslenska liðinu nægilega mörg mörk í undanförnum leikjum og Guðmundur er sammála því. Hann bendir einnig á aðra þætti. „Við þurfum að fá ákveðin sóknarstyrk þar. Ég er að einbeita mér að vinna með þá leikmenn sem ég hef og ég get ekkert gert neitt annað en það. Ég hef fulla trú á þeim sem eru að koma inn og eru að bæta sig hratt og örugglega.“ „Það er að gerast bæði erlendis og hér heima í íslensku deildinni. Við höfum hins vegar verið í ákveðnum sóknarvandamálum hvað varðar línuna. Það hefur vantað meiri brodd þar. Fleiri fiskuð víti og fleiri mörk.“ „Þess vegna höfum við gert ákveðnar breytingar. Arnar Freyr gaf ekki kost á sér og við kölluðum því inn Svein Jóhannsson og Kára Kristján til þess að sjá hvar þeir standa.“ Einhverjir gagnrýnisraddir voru um tveggja vikna hléið í deildinni hér heima en Guðmundur gefur lítið fyrir þær. „Ég hef sjálfur þjálfað í deildinni hér heima. Mér fannst það oft kærkomið tækifæri til þess að fá tækifæri til að æfa með leikmennina og leggja áherslu á einhverja ákveðna þætti,“ Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir að það sé erfitt að segja til um hver staðan sé á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Rúmlega tveir mánuðir eru þangað til að EM fer af stað í Svíþjóð en þar er íslenska liðið í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi. Ísland leikur um helgina tvo æfingarleiki við Svíþjóð ytra og Guðjón Guðmundsson ræddi við landsliðsþjálfarann í Safamýrinni í gær. „Það er erfitt að meta það og sérstaklega núna þegar það eru mörg forföll. Það eru margir sem eru að koma úr meiðslum eða eru meiddir og hafa verið að spila hálf meiddir með sínum félagsliðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Lykilmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsonar eru ekki með og Arnar Freyr Arnarsson gaf svo ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni. „Það er ekki mjög gott. Síðan kemur landsliðspásan og þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir. Það eru fjölmargir leikmenn í þessari stöðu í dag.“ Nokkrir nýliðar eru í hópnum sem fer út um helgina, til að mynda Viggó Kristjánsson, sem hefur verið að minna á sig í Þýskalandi í vetur. „Við ákváðum að nýta tímann eins vel og hægt er og ákváðum því að kalla inn nýja menn í liðið til þess að prófa og vinna með og sjá hvar þeir standa. Það er gert til þess að auka breiddina hjá okkur og líka taka stöðuna á mönnum sem hafa verið að banka á dyrnar.“ Hægri vængurinn hefur ekki verið að gefa íslenska liðinu nægilega mörg mörk í undanförnum leikjum og Guðmundur er sammála því. Hann bendir einnig á aðra þætti. „Við þurfum að fá ákveðin sóknarstyrk þar. Ég er að einbeita mér að vinna með þá leikmenn sem ég hef og ég get ekkert gert neitt annað en það. Ég hef fulla trú á þeim sem eru að koma inn og eru að bæta sig hratt og örugglega.“ „Það er að gerast bæði erlendis og hér heima í íslensku deildinni. Við höfum hins vegar verið í ákveðnum sóknarvandamálum hvað varðar línuna. Það hefur vantað meiri brodd þar. Fleiri fiskuð víti og fleiri mörk.“ „Þess vegna höfum við gert ákveðnar breytingar. Arnar Freyr gaf ekki kost á sér og við kölluðum því inn Svein Jóhannsson og Kára Kristján til þess að sjá hvar þeir standa.“ Einhverjir gagnrýnisraddir voru um tveggja vikna hléið í deildinni hér heima en Guðmundur gefur lítið fyrir þær. „Ég hef sjálfur þjálfað í deildinni hér heima. Mér fannst það oft kærkomið tækifæri til þess að fá tækifæri til að æfa með leikmennina og leggja áherslu á einhverja ákveðna þætti,“
Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira