Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2019 18:45 Martial skoraði sigurmark United í kvöld. vísir/getty Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. Anthony Martial kom gestunum frá Manchester yfir með marki úr vítaspyrnu á markamínútunni sjálfri, þeirri 43., eftir að brotið var á Brandon Williams. Vinstri bakvörðurinn ungi hafði þá átt gott hlaup upp vinstri vænginn eftir sendingu Juan Mata. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en bæði lið höfðu skotið í stöng þegar Martial braut ísinn. Í síðari hálfleik komust gestirnir varla yfir miðju er heimamenn létu varnarmenn United sem og Sergio Romero svo sannarlega vinna fyrir kaupi sínu. Þeim tókst þó ekki að koma knettinum yfir línuna og lokatölur því 1-0 fyrir Man United sem á enn eftir að fá á sig mark í Evrópudeildinni. Þá vildu leikmenn Partizan fá vítaspyrnu í síðari hálfleik en dómari leiksins, Javier Estrada Fernandez, dæmdi ekkert við mikil mótlæti Serbanna. Í hinum leik riðilsins var Astana slátrað er þeir heimsóttu AZ Alkmaar. Lokatölur 6-0 en íslensku landsliðsmennirnir, Albert Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson, voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Mörk AZ skoruðu Teun Koopmeiners (2), Myron Boadu, Calvin Stengs, Yukinari Sugawara og Oussama Idrissi. Staðan í riðlinum er þannig að Manchester United er á toppi riðilsins með sjö stig eftir þrjár umferðir. Liðið hefur aðeins skorað tvö mörk en haldið hreinu í öllum sínum leikjum. AZ Alkmaar koma þar á eftir með fimm stig, Partizan eru með fjögur stig og Astana neðstir án stiga.Job done in Belgrade #MUFC#UEL — Manchester United (@ManUtd) October 24, 2019 Evrópudeild UEFA
Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. Anthony Martial kom gestunum frá Manchester yfir með marki úr vítaspyrnu á markamínútunni sjálfri, þeirri 43., eftir að brotið var á Brandon Williams. Vinstri bakvörðurinn ungi hafði þá átt gott hlaup upp vinstri vænginn eftir sendingu Juan Mata. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en bæði lið höfðu skotið í stöng þegar Martial braut ísinn. Í síðari hálfleik komust gestirnir varla yfir miðju er heimamenn létu varnarmenn United sem og Sergio Romero svo sannarlega vinna fyrir kaupi sínu. Þeim tókst þó ekki að koma knettinum yfir línuna og lokatölur því 1-0 fyrir Man United sem á enn eftir að fá á sig mark í Evrópudeildinni. Þá vildu leikmenn Partizan fá vítaspyrnu í síðari hálfleik en dómari leiksins, Javier Estrada Fernandez, dæmdi ekkert við mikil mótlæti Serbanna. Í hinum leik riðilsins var Astana slátrað er þeir heimsóttu AZ Alkmaar. Lokatölur 6-0 en íslensku landsliðsmennirnir, Albert Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson, voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Mörk AZ skoruðu Teun Koopmeiners (2), Myron Boadu, Calvin Stengs, Yukinari Sugawara og Oussama Idrissi. Staðan í riðlinum er þannig að Manchester United er á toppi riðilsins með sjö stig eftir þrjár umferðir. Liðið hefur aðeins skorað tvö mörk en haldið hreinu í öllum sínum leikjum. AZ Alkmaar koma þar á eftir með fimm stig, Partizan eru með fjögur stig og Astana neðstir án stiga.Job done in Belgrade #MUFC#UEL — Manchester United (@ManUtd) October 24, 2019