Viðskipti innlent

Starfsfólk VÍS fer fyrr heim á föstudögum frá og með 1. nóvember

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS.
Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS.
Starfsfólk tryggingafélagsins VÍS hættir 45 mínútum fyrr í vinnunni á föstudögum. Þetta er niðurstaða samkomulags forsvarsmanna fyrirtækisins við starfsfólk sitt. Um er að ræða viðbrögð við kjarasamningum VR um styttingu vinnuvikunnar frá 1. janúar 2020 um níu mínútur á dag án skerðingar launa. Breytingarnar hjá VÍS taka þó gildi tveimur mánuðum fyrr eða 1. nóvember.

Samhliða verður gerð breyting á þjónustutíma á skrifstofu VÍS á föstudögum sem verður framvegis til kl. 15.30. Í tilkynningu er minnt á sólarhringsþjónustu á Mitt VÍS.

„VÍS er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og þróast í starfi. Mikilvægur þáttur í góðu vinnuumhverfi er að skapa jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Við höfum nú tekið mikilvægt skref í þá átt með því að stytta vinnuvikuna strax um næstu mánaðarmót. Við erum sannfærð um að þetta góða framtak aðila á vinnumarkaði geri vinnustaðinn okkar enn fjölskylduvænni. Við erum stolt af því stíga skrefið núna enda ekki eftir neinu að bíða,“ segir Helgi Bjarnason forstjóri.

Um 200 manns starfa hjá VÍS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×