Vaktavinna er álagsþáttur Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 24. október 2019 15:15 Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. Viðfangsefni sjúkraliða eru mjög gefandi og fjölbreytt, en þau geta reynt á og verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft erfiðar og álagið meira en gott þykir. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni, en launakjörin eru óviðunandi. Tæplega 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til. Heilbrigðisstarfsfólk er einnig útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Í þessu sambandi er ástæða til að benda á að veikindatíðni sjúkraliða á Landspítalanum árið 2018 reyndist um 11% eða 29 vinnudagar á ári. Til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6% og veikindatíðni vaktavinnustarfsmanna í áliðna er undir 3,8%, enda hafa þeir mun minni vinnuskyldu. Það er meðal annars vegna alls þessa sem stytta þarf vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku þeirra sem eru í dagvinnu. Sjúkraliðar þekkja afleiðingar af löngum vinnutíma, krefjandi vaktavinnu, miklu vinnuálagi og skertri hvíld, sem geta verið óafturkræfar og haft slæm áhrif á heilsufar og fjölskyldulíf. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að sjúkraliðum og öðrum sé gert kleift að vinna fullt starf, án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og skertu fjölskyldulífi.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. Viðfangsefni sjúkraliða eru mjög gefandi og fjölbreytt, en þau geta reynt á og verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft erfiðar og álagið meira en gott þykir. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni, en launakjörin eru óviðunandi. Tæplega 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til. Heilbrigðisstarfsfólk er einnig útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Í þessu sambandi er ástæða til að benda á að veikindatíðni sjúkraliða á Landspítalanum árið 2018 reyndist um 11% eða 29 vinnudagar á ári. Til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6% og veikindatíðni vaktavinnustarfsmanna í áliðna er undir 3,8%, enda hafa þeir mun minni vinnuskyldu. Það er meðal annars vegna alls þessa sem stytta þarf vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku þeirra sem eru í dagvinnu. Sjúkraliðar þekkja afleiðingar af löngum vinnutíma, krefjandi vaktavinnu, miklu vinnuálagi og skertri hvíld, sem geta verið óafturkræfar og haft slæm áhrif á heilsufar og fjölskyldulíf. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að sjúkraliðum og öðrum sé gert kleift að vinna fullt starf, án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og skertu fjölskyldulífi.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Greinin hefur verið uppfærð.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar