Lífið

Vilja 220 milljónir fyrir einbýli í Kórahverfinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg eign á góðum stað.
Einstaklega falleg eign á góðum stað.
Hjónin Matthildur Baldursdóttir og Reinhard Valgarðsson hafa sett fallegt einbýlishús sitt við Auðnakór í Kópavogi á sölu og er ásett verð 220 milljónir.

Þau Matthildur og Reinhard áttu og ráku tvær Cintamani-verslanir í Nova Scotia í Kanada um skeið en þeim verslunum hefur nú verið lokað. 

Húsið við Auðnakór er 395,8 fermetrar að stærð og stendur á einstökum útsýnisstað í Kópavogi. 

Fasteignamat eignarinnar er 125 milljónir en húsið var byggt árið 2011 en þau hjónin byggðu húsið sjálf á sínum tíma. Þar eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni en fleiri myndir má sjá á Fasteignavef Vísis.

Uppfært klukkan 15:36 - Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að þau Matthildur og Reinhard ættu tvær verslanir Cintamani í Kanada en nú hefur fréttin verið uppfærð þar sem búið er að loka þeim verslunum og koma hjónin ekki að rekstri Cintamani á neinn hátt í dag. 

Setustofan og borðstofan liggja saman þar sem arininn fær að njóta sín.
Útsýnið ekki af verri gerðinni.
Eldhúsið er einnig í sama rými og borðstofan og setustofan og er rýmið stórt og bjart.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.