Fleiri leita til Svíþjóðar til að stunda nám Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 09:45 Frá kynningu sænsku skólanna í Háskóla Íslands á síðasta ári. Håkan Juholt Íslendingum sem leitað hafa til Svíþjóðar til að stunda nám hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi þrír Íslendingar hafið nám við hinn virta Chalmers-háskóla í Gautaborg, en 33 nú í haust. Hafi því verið um algera sprengingu milli ára að ræða, bæði hvað varðar umsóknir og inntökur. Juholt segist telja að helsta ástæða þessa aukna áhuga íslenskra námsmanna á að stunda frekara nám í Svíþjóð sé átak sem ráðist var í fyrir um ári þegar menntastofnunum í Svíþjóð var boðið að kynna námsúrval sitt á viðburði í Háskóla Íslands síðasta haust – Study in Sweden. Alls hafi sex skólar svarað kallinu og kynnt starfsemi og námsframboð sitt.Ellefu skólar með kynningu Sendiherrann segir að á síðasta ári hafi nokkuð treglega gengið að fá fulltrúa háskólanna til að mæta til Íslands. Það eigi þó ekki við núna. Aukinn áhugi Íslendinga á námi í sænskum háskólum hafi leitt til þess að ellefu skólar muni nú senda fulltrúa á sambærilegan viðburð sem haldinn verður á mánudaginn eftir viku. „Við höfum tekið eftir mjög skýrum, auknum áhuga frá íslenskum ungmennum að stunda nám í sænskum háskólum. Það er mjög gleðilegt og styrkir böndin milli Íslands og Svíþjóðar á mjög jákvæðan máta,“ segir Juholt.Håkan Juholt sendiherra þykir öflugur Stiga-fótboltaspilari eins og sjá má.AðsendVill fá fleiri sænska námsmenn til Svíþjóðar Hann segir gæði sænskra háskóla vera mikil og þá vera mjög samkeppnishæfa. „Um leið og ég fagna þessari þróun vonast ég líka til að sænsk ungmenni leiti í auknum mæli til Íslands til að stunda nám. Nú hlakka ég samt til 4. nóvember þegar fulltrúar frá svo mörgum sænskum háskólum koma á viðburðinn í Háskóla Íslands til að sýna hvað þeir geta boðið íslenskum námsmönnum upp á,“ segir sendiherrann. Þeir skólar sem verða með kynningu eru Chalmers í Gautaborg, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Stokkhólmi, KTH, Karolinska, Tækniháskólinn í Blekinge, Háskólinn í Uppsölum, Stockholm School of Economics, Swedish School of Sport and Health Sciences, Kvikmyndaskólinn í Stokkhólmi og Norræni lýðháskólinn. Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Svíþjóð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Íslendingum sem leitað hafa til Svíþjóðar til að stunda nám hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi þrír Íslendingar hafið nám við hinn virta Chalmers-háskóla í Gautaborg, en 33 nú í haust. Hafi því verið um algera sprengingu milli ára að ræða, bæði hvað varðar umsóknir og inntökur. Juholt segist telja að helsta ástæða þessa aukna áhuga íslenskra námsmanna á að stunda frekara nám í Svíþjóð sé átak sem ráðist var í fyrir um ári þegar menntastofnunum í Svíþjóð var boðið að kynna námsúrval sitt á viðburði í Háskóla Íslands síðasta haust – Study in Sweden. Alls hafi sex skólar svarað kallinu og kynnt starfsemi og námsframboð sitt.Ellefu skólar með kynningu Sendiherrann segir að á síðasta ári hafi nokkuð treglega gengið að fá fulltrúa háskólanna til að mæta til Íslands. Það eigi þó ekki við núna. Aukinn áhugi Íslendinga á námi í sænskum háskólum hafi leitt til þess að ellefu skólar muni nú senda fulltrúa á sambærilegan viðburð sem haldinn verður á mánudaginn eftir viku. „Við höfum tekið eftir mjög skýrum, auknum áhuga frá íslenskum ungmennum að stunda nám í sænskum háskólum. Það er mjög gleðilegt og styrkir böndin milli Íslands og Svíþjóðar á mjög jákvæðan máta,“ segir Juholt.Håkan Juholt sendiherra þykir öflugur Stiga-fótboltaspilari eins og sjá má.AðsendVill fá fleiri sænska námsmenn til Svíþjóðar Hann segir gæði sænskra háskóla vera mikil og þá vera mjög samkeppnishæfa. „Um leið og ég fagna þessari þróun vonast ég líka til að sænsk ungmenni leiti í auknum mæli til Íslands til að stunda nám. Nú hlakka ég samt til 4. nóvember þegar fulltrúar frá svo mörgum sænskum háskólum koma á viðburðinn í Háskóla Íslands til að sýna hvað þeir geta boðið íslenskum námsmönnum upp á,“ segir sendiherrann. Þeir skólar sem verða með kynningu eru Chalmers í Gautaborg, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Stokkhólmi, KTH, Karolinska, Tækniháskólinn í Blekinge, Háskólinn í Uppsölum, Stockholm School of Economics, Swedish School of Sport and Health Sciences, Kvikmyndaskólinn í Stokkhólmi og Norræni lýðháskólinn.
Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Svíþjóð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira