Föstudagsplaylisti Brynhildar Karlsdóttur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 25. október 2019 12:30 Hórmónar á hörkusnúning. Ian Young Brynhildi er margt til lista lagt, útskrifaður sviðshöfundur sem vakti mikla athygli með hljómsveit sinni Hórmónum, umsjónarmaður nýlegrar útvarpsþáttaraðar um pönk á Íslandi, auk þess sem að vera danshöfundur og skáld. Hórmónar, sem hafa nú lagst í dvala vegna annarra anna meðlimanna, voru tilnefnd til fjögurra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum síðasta vor, þar á meðal Brynhildur sem söngkona ársins. „Ég fæ oft þráhyggju fyrir einhverju lagi yfir eitthvað ákveðið tímabil og hlusta á það aftur og aftur og aftur eins og unglingur, meðleigjanda mínum og vinum til mikils ama,“ segir Brynhildur um lagavalið. Nokkur lög á listanum falli í þennan flokk. Hún nefndi sérstaklega nokkur dæmi um slíka síspilaða smelli.When Your Chances Are Gone með Erick Ellectric heyrði hún fyrst í heimsókn hjá systur sinni í Osló. „Við hlustuðum á það og sungum hástöfum með „Who’s gonna love you when your cancer is gone“ en komumst svo að því okkur til mikilla vonbrigða að textinn er „Who’s gonna love you when your chances are gone“.“ Hún segist hafa hlustað hundrað á sinnum á plötuna Vesæl í kuldanum með Kef Lavík, en lokalagið Lifum Alltaf // Keflavíkurnætur III hafi hitt á einhverja taug. „Í hvert skipti fæ ég einhvern óræðan sting í hjartað og tár í augun í þessu síðasta lagi.“ Að lokum nefnir hún lagið More Than This með Roxy Music, sem hún segist hafa hlustað daglega á þegar hún bjó út í Prag og var svolítið einmana. „Tilfinningin í laginu finnst mér vera einmanaleiki og vonleysi en samt sem áður einhver sátt. Svolítið fallegt. Ég tengi þetta lag reyndar núna við ákveðna manneskju svo meiningin hefur aðeins breyst fyrir mér, eins og gerist.“ Einhver lög á listanum séu svona, þau eigi sér sögu eða hún hafi orðið hugfangin af þeim. „En svo eru líka önnur lög sem mér finnst bara ógeðslega svöl og gaman að dilla sér við.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Brynhildi er margt til lista lagt, útskrifaður sviðshöfundur sem vakti mikla athygli með hljómsveit sinni Hórmónum, umsjónarmaður nýlegrar útvarpsþáttaraðar um pönk á Íslandi, auk þess sem að vera danshöfundur og skáld. Hórmónar, sem hafa nú lagst í dvala vegna annarra anna meðlimanna, voru tilnefnd til fjögurra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum síðasta vor, þar á meðal Brynhildur sem söngkona ársins. „Ég fæ oft þráhyggju fyrir einhverju lagi yfir eitthvað ákveðið tímabil og hlusta á það aftur og aftur og aftur eins og unglingur, meðleigjanda mínum og vinum til mikils ama,“ segir Brynhildur um lagavalið. Nokkur lög á listanum falli í þennan flokk. Hún nefndi sérstaklega nokkur dæmi um slíka síspilaða smelli.When Your Chances Are Gone með Erick Ellectric heyrði hún fyrst í heimsókn hjá systur sinni í Osló. „Við hlustuðum á það og sungum hástöfum með „Who’s gonna love you when your cancer is gone“ en komumst svo að því okkur til mikilla vonbrigða að textinn er „Who’s gonna love you when your chances are gone“.“ Hún segist hafa hlustað hundrað á sinnum á plötuna Vesæl í kuldanum með Kef Lavík, en lokalagið Lifum Alltaf // Keflavíkurnætur III hafi hitt á einhverja taug. „Í hvert skipti fæ ég einhvern óræðan sting í hjartað og tár í augun í þessu síðasta lagi.“ Að lokum nefnir hún lagið More Than This með Roxy Music, sem hún segist hafa hlustað daglega á þegar hún bjó út í Prag og var svolítið einmana. „Tilfinningin í laginu finnst mér vera einmanaleiki og vonleysi en samt sem áður einhver sátt. Svolítið fallegt. Ég tengi þetta lag reyndar núna við ákveðna manneskju svo meiningin hefur aðeins breyst fyrir mér, eins og gerist.“ Einhver lög á listanum séu svona, þau eigi sér sögu eða hún hafi orðið hugfangin af þeim. „En svo eru líka önnur lög sem mér finnst bara ógeðslega svöl og gaman að dilla sér við.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira