Lífið

Fimm dýrustu hótel heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lúxussvíta í Dúbaí.
Lúxussvíta í Dúbaí.
Hótelherbergi eru sannarlega misjöfn eins og þau eru mörg. Sum þeirra er hægt að bóka á góðum prís en önnur eru rándýr.

Á YouTube-síðunni Trend Central er búið að taka saman lista yfir fimm dýrustu hótelherbergi heims.

Finna má þau hótel á Atlantis Palm Resort, New York Palace Hotel, Burj Al Arab Hotel, Palms Casino Resort Hotel og Four Seasons Hotel.

Þessi hótel eru aðeins fyrir þá mjög ríku og kostar hver nótt um það bil sex milljónir króna á dýrustu hótelunum. Það þarf varla að taka fram að þau eru öll fimm stjörnu hótel.

Hér að neðan má sjá yfirferðina í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.