Bandaríkin taka ekki þátt í milljarðaaðstoð vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 16:34 Loftslagsmótmælendur í Kanada krefjast aðgerða í Edmonton í síðustu viku. AP/Dave Chidley Iðnríki hafa heitið því að leggja um 9,8 milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem á að aðstoða fátæk ríki við að berjast gegn og aðlagast loftslagsbreytingum af völdum manna. Bandaríkin, sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda, leggja ekkert af mörkum til sjóðsins. Alls hafa 27 ríki lofað að leggja Græna loftslagssjóðnum til fé, að sögn Yannicks Glemarec, framkvæmdastjóra hans. Fjárhagslegt bolmagn sjóðsins aukist þannig úr 1,4 milljarða dollara á ári í 2,4 milljarða dollara frá 2020 til 2024. Um helmingur fjárins kemur frá Evrópuríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum til að hjálpa fátækari ríkjum að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og aðlagast loftslagsbreytingum. Hann er hluti af rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Honum var upphaflega lagðir til um sjö milljarðar dollara en það fé er nú nær uppurið, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin ætla ekki að leggja sjóðnum til neitt fé og áströlsk stjórnvöld ekki heldur. Umhverfis- og mannréttindasamtök fordæma þá ákvörðun ríkjanna sem bæði eru á meðal umsvifamestu losenda gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Regnhlífarsamtökin Loftslagsaðgerðanetið (e. Climate Action Network) saka ríkin tvö um að snúa bakinu við fátækustu ríkjum heims og einangra sig gagnvart alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hét sjóðum þremur milljörðum dollara á sínum tíma en eftirmaður hans, Donald Trump, stöðvaði tveggja milljarða framlag til sjóðsins eftir að hann tók við embætti árið 2017. Bandarísk stjórnvöld hafa nú hafið formlegan undirbúning að því að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu síðar á þessu ári. Glemarec segir að þrátt fyrir að Bandaríkin og Ástralía hafi gengið úr skaftinu telji hann líklegt að hægt verði að afla frekari framlaga fyrir árlega loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Santiago í Síle í desember. Loftslagsaðgerðanetið sakar ríkisstjórnir Kanada, Hollands, Portúgals, Lúxemborgar, Nýja-Sjálands, Austurríkis og Belgíu einnig um að leggja sjóðnum ekki til sanngjarnan skerf. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Sjá meira
Iðnríki hafa heitið því að leggja um 9,8 milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem á að aðstoða fátæk ríki við að berjast gegn og aðlagast loftslagsbreytingum af völdum manna. Bandaríkin, sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda, leggja ekkert af mörkum til sjóðsins. Alls hafa 27 ríki lofað að leggja Græna loftslagssjóðnum til fé, að sögn Yannicks Glemarec, framkvæmdastjóra hans. Fjárhagslegt bolmagn sjóðsins aukist þannig úr 1,4 milljarða dollara á ári í 2,4 milljarða dollara frá 2020 til 2024. Um helmingur fjárins kemur frá Evrópuríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum til að hjálpa fátækari ríkjum að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og aðlagast loftslagsbreytingum. Hann er hluti af rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Honum var upphaflega lagðir til um sjö milljarðar dollara en það fé er nú nær uppurið, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin ætla ekki að leggja sjóðnum til neitt fé og áströlsk stjórnvöld ekki heldur. Umhverfis- og mannréttindasamtök fordæma þá ákvörðun ríkjanna sem bæði eru á meðal umsvifamestu losenda gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Regnhlífarsamtökin Loftslagsaðgerðanetið (e. Climate Action Network) saka ríkin tvö um að snúa bakinu við fátækustu ríkjum heims og einangra sig gagnvart alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hét sjóðum þremur milljörðum dollara á sínum tíma en eftirmaður hans, Donald Trump, stöðvaði tveggja milljarða framlag til sjóðsins eftir að hann tók við embætti árið 2017. Bandarísk stjórnvöld hafa nú hafið formlegan undirbúning að því að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu síðar á þessu ári. Glemarec segir að þrátt fyrir að Bandaríkin og Ástralía hafi gengið úr skaftinu telji hann líklegt að hægt verði að afla frekari framlaga fyrir árlega loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Santiago í Síle í desember. Loftslagsaðgerðanetið sakar ríkisstjórnir Kanada, Hollands, Portúgals, Lúxemborgar, Nýja-Sjálands, Austurríkis og Belgíu einnig um að leggja sjóðnum ekki til sanngjarnan skerf.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Sjá meira