„Ég get ekki hugsað mér að draga fólk í gegnum eitthvað svona“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2019 13:00 Sigrún ásamt mæðgunum. Vísir/Egill Sigrún Ósk Kristjánsdóttir gat ekki hugsað sér að mæta með tökulið til Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur þegar hún hafði komist að því að faðir Guðrúnar væri langt leiddur heróínfíkill í fangelsi á Spáni. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Óskar í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi. Foreldrar Guðrúnar Andreu voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. Sólveig frá Íslandi og hann frá Spáni. Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Leitaði hún til Sigrúnar Óskar sem tók málið að sér í Leitinni að upprunanum.Ömurlega döpur útkoma Eftir töluvert grúsk komst Sigrún Ósk í samband við fjölskyldumeðlimi Guðrúnar Andreu á Spáni. Í ljós kom fyrrnefnd niðurstaða sem setti Sigrúnu Ósk í erfiða stöðu.Guðrún Andrea leitaði að svörum um uppruna sinn í tíu ár.„Auðvitað er maður í þessu til að búa til gott sjónvarp. En fyrst og síðast langar mig að geta sofið á nóttunni með góða samvisku. Ég get ekki hugsað mér að draga fólk í gegnum eitthvað svona,“ segir Sigrún Ósk. Hún hitti Guðrúnu Andreu undir fjögur augu og greindi henni frá niðurstöðunni. Sem eðlilega voru ekki þau sem dreymt hafði verið um.Sjá einnig:Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka „Þetta var eitthvað svo ömurlega döpur útkoma og mér fannst einhvern veginn rosalega lítið að græða á því að banka og segja frá þessu með myndavélarnar hangandi yfir okkur og deila því með þjóðinni. Það skrifast á minn reikning.“Vildi ekki draga sig úr þáttunum Guðrúnu Andreu bauðst að draga sig út úr þáttunum í ljósi hinnar sorglegu niðurstöðu. Hún leit hins vegar svo á að hún væri komin með svör og sá líka hag sinn í að upplýsa alla um málið í sjónvarpi frekar en að þurfa að segja öllum frá, einum í einu. Sigrún Ósk segir þættina ekki gerða til þess að draga fólk í gegnum mikil sárindi. En um leið sé markmið að sýna raunveruleikann eins og hann er.Sólveig, móðir Guðrúnar Andreu, kynntist barnsföður sínum í enskuskóla þegar hún var fimmtán ára.Vísir„Og svona getur útkoman verið. Þetta eru ekki alltaf flugeldar og allt frábært.“ Fyrir hafi legið í upphafi leitarinnar að uppruna Guðrúnar Andreu að útkoman gæti verið leiðinleg. „Þótt maður sé alltaf að vona að þetta geti farið öðruvísi. Svo hugsar maður að það gæti kannski hjálpað að við séum með. Því kannski hikar fólk við að vera fífl fyrir framan myndavélar. Manni datt það alveg í hug að mögulega gæti það gerst þótt líkurnar væru kannski ekki okkur í hag.“ Þá ræddi Sigrún Ósk hvort niðurstaðan væri sú versta í þremur þáttaröðum Leitarinnar að upprunanum. Minntist Sigrún Ósk meðal annars á að þrátt fyrir allt hefði Guðrún Andrea fengið svör, þótt þau hefðu alls ekki verið draumasvör. Fjórða og síðasta sagan í þriðju þáttaröð Leitarinnar að upprunanum verður sögð á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. Þar verður saga Sigurðar Donys Sigurðssonar Vopnfirðings sögð sem á ættir að rekja til Gvatemala.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Þáttinn má heyra hér að neðan. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Vissi ekki að mamma hennar hefði átt myndir af pabbanum öll þessi ár Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. 24. október 2019 20:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir gat ekki hugsað sér að mæta með tökulið til Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur þegar hún hafði komist að því að faðir Guðrúnar væri langt leiddur heróínfíkill í fangelsi á Spáni. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Óskar í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi. Foreldrar Guðrúnar Andreu voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. Sólveig frá Íslandi og hann frá Spáni. Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Leitaði hún til Sigrúnar Óskar sem tók málið að sér í Leitinni að upprunanum.Ömurlega döpur útkoma Eftir töluvert grúsk komst Sigrún Ósk í samband við fjölskyldumeðlimi Guðrúnar Andreu á Spáni. Í ljós kom fyrrnefnd niðurstaða sem setti Sigrúnu Ósk í erfiða stöðu.Guðrún Andrea leitaði að svörum um uppruna sinn í tíu ár.„Auðvitað er maður í þessu til að búa til gott sjónvarp. En fyrst og síðast langar mig að geta sofið á nóttunni með góða samvisku. Ég get ekki hugsað mér að draga fólk í gegnum eitthvað svona,“ segir Sigrún Ósk. Hún hitti Guðrúnu Andreu undir fjögur augu og greindi henni frá niðurstöðunni. Sem eðlilega voru ekki þau sem dreymt hafði verið um.Sjá einnig:Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka „Þetta var eitthvað svo ömurlega döpur útkoma og mér fannst einhvern veginn rosalega lítið að græða á því að banka og segja frá þessu með myndavélarnar hangandi yfir okkur og deila því með þjóðinni. Það skrifast á minn reikning.“Vildi ekki draga sig úr þáttunum Guðrúnu Andreu bauðst að draga sig út úr þáttunum í ljósi hinnar sorglegu niðurstöðu. Hún leit hins vegar svo á að hún væri komin með svör og sá líka hag sinn í að upplýsa alla um málið í sjónvarpi frekar en að þurfa að segja öllum frá, einum í einu. Sigrún Ósk segir þættina ekki gerða til þess að draga fólk í gegnum mikil sárindi. En um leið sé markmið að sýna raunveruleikann eins og hann er.Sólveig, móðir Guðrúnar Andreu, kynntist barnsföður sínum í enskuskóla þegar hún var fimmtán ára.Vísir„Og svona getur útkoman verið. Þetta eru ekki alltaf flugeldar og allt frábært.“ Fyrir hafi legið í upphafi leitarinnar að uppruna Guðrúnar Andreu að útkoman gæti verið leiðinleg. „Þótt maður sé alltaf að vona að þetta geti farið öðruvísi. Svo hugsar maður að það gæti kannski hjálpað að við séum með. Því kannski hikar fólk við að vera fífl fyrir framan myndavélar. Manni datt það alveg í hug að mögulega gæti það gerst þótt líkurnar væru kannski ekki okkur í hag.“ Þá ræddi Sigrún Ósk hvort niðurstaðan væri sú versta í þremur þáttaröðum Leitarinnar að upprunanum. Minntist Sigrún Ósk meðal annars á að þrátt fyrir allt hefði Guðrún Andrea fengið svör, þótt þau hefðu alls ekki verið draumasvör. Fjórða og síðasta sagan í þriðju þáttaröð Leitarinnar að upprunanum verður sögð á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. Þar verður saga Sigurðar Donys Sigurðssonar Vopnfirðings sögð sem á ættir að rekja til Gvatemala.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Þáttinn má heyra hér að neðan.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Vissi ekki að mamma hennar hefði átt myndir af pabbanum öll þessi ár Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. 24. október 2019 20:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30
Vissi ekki að mamma hennar hefði átt myndir af pabbanum öll þessi ár Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. 24. október 2019 20:00