Fékk ógleymanleg skilaboð á Facebook sex mánuðum síðar Stefán Árni Pálsson skrifar 28. október 2019 10:30 Sigurður Donys er búsettur á Vopnafirði. Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum. Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala. Ef þú hefur ekki séð þátt gærkvöldsins og vilt ekki vita um framvindu mála væri gott að hætta að lesa núna. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Unnur hefur aðstoðað Donna gríðarlega í leitinni.Sigurður Donys, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, kom til Íslands árið 1991 og var þá á sjötta ári. Hann hafði þá búið alla sína ævi á fósturheimili sem var rekið af bandarískum hjónum í Gvatemala. Foreldrar Donna fengu þær fréttir að þau gætu ættleitt drenginn þegar hann var tveggja ára en þurftu að bíða í þrjú ár til að fá að sækja hann.Borðaði og borðaði Donni man í raun ekkert eftir þessum tíma. Þegar foreldrar hans sóttu hann var hann mjög lítill í sér og óöruggur. Í æsku borðaði hann mikið og þegar mat var hent í ruslið á heimili hans á Vopnafirði tók hann stundum upp á því að sækja leifarnar í tunnuna til að ekkert færi til spillis. Foreldrar hans segja að það hafi verið augljóst alveg frá byrjun að hann hafi ekki fengið nægilega mikinn mat sem barn í Gvatemala og það hafi sést á upphafsárunum á Vopnafirði. Donni borðaði og borðaði. Þegar hann kom til Íslands skildi hann ekkert og gat lítið tjáð sig. Skólaganga hans var alltaf erfið og þegar hann var kominn í áttunda bekk var hann í raun ólæs. Fótboltinn var hans besti vinur og kom fljótlega í ljós að hann hafði mikla hæfileika á því sviði. Sem unglingur fór hann til að mynda á reynslu hjá stórliðum erlendis en í einum leik með Þór Akureyri sleit hann bæði krossbönd í hné og ferilinn því í raun búinn á einu augabragði. Hann spilar reyndar enn knattspyrnu með Einherja en hefði getað náð mun lengra.Donni var frábær í knattspyrnu á yngri árum.Kærasta Donna, Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, fór einn daginn á fullt að leita á netinu að ættingjum Donna og það tók heldur betur á. Hún gúgglaði hreinlega yfir sig en að lokum fann hún tengingu við fjölskyldu Donna. Þá kom í ljós að móðir hans hafði látist árið 2005. Faðir hans fannst hins vegar í framhaldinu. Donni og Unnur sendu manninum skilaboð og voru í raun handviss um að hann væri faðir hans. Á myndum á Facebook sást greinilega að þeir feðgar væru mjög svo líkir. Faðir hans svaraði aftur á móti ekki skilaboðunum og var það mikið áfall fyrir Donna. Donni sendi DNA-próf utan í gagnagrunn og þar kom í ljós að Donna gæti átt tvær systur sem báðar voru ættleiddar í Bandaríkjunum. Hann hefur mikinn áhuga á því að reyna hafa upp á þeim og stefndi allt í það að sjónvarpsþættirnir um leit Donna myndu snúast um að finna þær tvær.Faðir Donna og hann eru vægast sagt líkir.En allt í einu, sex mánuðum eftir að Unnur og Donni sendu Vincente Garcia Tot, sem þau töldu föður Donna, skilaboð á Facebook, kom svar. Þá voru þau stödd á tónleikum og voru skilaboðin eðlilega á spænsku.Stödd á tónleikum þegar skilaboðin komu Þau drifu sig heim og reyndu að lesa skilaboðin með aðstoð Google Translate. Þar kom í ljós að Vincente hefur leitað að Donna í 21 ár. Faðir hans hafði ekki séð skilaboðin fyrr en daginn sem hann svaraði þeim. En það var sonur hans, hálfbróðir Donna, sem rakst á þau fyrir tilviljun þegar hann var að fikta í símanum hjá pabba sínum. Hann sagði í póstinum að hann og móðir Donna hefðu bæði átt við mikið áfengisvandamál að stríða þegar Donni fæddist. Hann hefði orðið edrú nokkrum árum seinna og strax hafist handa við að leita að syni sínum. Ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki um Donna og báðir synir hans sem hann eignaðist síðar væru skírðir í höfuðið á Donna. Annar Donys og hinn Adalberto svo Donny myndi örugglega ekki gleymast. Bræður Donna ólust upp við að vita af þriðja bróðurnum.Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en í næsta þætti fer Donni utan til að hitta föður sinn. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44 Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30 „Ég get ekki hugsað mér að draga fólk í gegnum eitthvað svona“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir gat ekki hugsað sér að mæta með tökulið til Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur þegar hún hafði komist að því að faðir Guðrúnar væri langt leiddur heróínfíkill í fangelsi á Spáni. 27. október 2019 13:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum. Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala. Ef þú hefur ekki séð þátt gærkvöldsins og vilt ekki vita um framvindu mála væri gott að hætta að lesa núna. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Unnur hefur aðstoðað Donna gríðarlega í leitinni.Sigurður Donys, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, kom til Íslands árið 1991 og var þá á sjötta ári. Hann hafði þá búið alla sína ævi á fósturheimili sem var rekið af bandarískum hjónum í Gvatemala. Foreldrar Donna fengu þær fréttir að þau gætu ættleitt drenginn þegar hann var tveggja ára en þurftu að bíða í þrjú ár til að fá að sækja hann.Borðaði og borðaði Donni man í raun ekkert eftir þessum tíma. Þegar foreldrar hans sóttu hann var hann mjög lítill í sér og óöruggur. Í æsku borðaði hann mikið og þegar mat var hent í ruslið á heimili hans á Vopnafirði tók hann stundum upp á því að sækja leifarnar í tunnuna til að ekkert færi til spillis. Foreldrar hans segja að það hafi verið augljóst alveg frá byrjun að hann hafi ekki fengið nægilega mikinn mat sem barn í Gvatemala og það hafi sést á upphafsárunum á Vopnafirði. Donni borðaði og borðaði. Þegar hann kom til Íslands skildi hann ekkert og gat lítið tjáð sig. Skólaganga hans var alltaf erfið og þegar hann var kominn í áttunda bekk var hann í raun ólæs. Fótboltinn var hans besti vinur og kom fljótlega í ljós að hann hafði mikla hæfileika á því sviði. Sem unglingur fór hann til að mynda á reynslu hjá stórliðum erlendis en í einum leik með Þór Akureyri sleit hann bæði krossbönd í hné og ferilinn því í raun búinn á einu augabragði. Hann spilar reyndar enn knattspyrnu með Einherja en hefði getað náð mun lengra.Donni var frábær í knattspyrnu á yngri árum.Kærasta Donna, Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, fór einn daginn á fullt að leita á netinu að ættingjum Donna og það tók heldur betur á. Hún gúgglaði hreinlega yfir sig en að lokum fann hún tengingu við fjölskyldu Donna. Þá kom í ljós að móðir hans hafði látist árið 2005. Faðir hans fannst hins vegar í framhaldinu. Donni og Unnur sendu manninum skilaboð og voru í raun handviss um að hann væri faðir hans. Á myndum á Facebook sást greinilega að þeir feðgar væru mjög svo líkir. Faðir hans svaraði aftur á móti ekki skilaboðunum og var það mikið áfall fyrir Donna. Donni sendi DNA-próf utan í gagnagrunn og þar kom í ljós að Donna gæti átt tvær systur sem báðar voru ættleiddar í Bandaríkjunum. Hann hefur mikinn áhuga á því að reyna hafa upp á þeim og stefndi allt í það að sjónvarpsþættirnir um leit Donna myndu snúast um að finna þær tvær.Faðir Donna og hann eru vægast sagt líkir.En allt í einu, sex mánuðum eftir að Unnur og Donni sendu Vincente Garcia Tot, sem þau töldu föður Donna, skilaboð á Facebook, kom svar. Þá voru þau stödd á tónleikum og voru skilaboðin eðlilega á spænsku.Stödd á tónleikum þegar skilaboðin komu Þau drifu sig heim og reyndu að lesa skilaboðin með aðstoð Google Translate. Þar kom í ljós að Vincente hefur leitað að Donna í 21 ár. Faðir hans hafði ekki séð skilaboðin fyrr en daginn sem hann svaraði þeim. En það var sonur hans, hálfbróðir Donna, sem rakst á þau fyrir tilviljun þegar hann var að fikta í símanum hjá pabba sínum. Hann sagði í póstinum að hann og móðir Donna hefðu bæði átt við mikið áfengisvandamál að stríða þegar Donni fæddist. Hann hefði orðið edrú nokkrum árum seinna og strax hafist handa við að leita að syni sínum. Ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki um Donna og báðir synir hans sem hann eignaðist síðar væru skírðir í höfuðið á Donna. Annar Donys og hinn Adalberto svo Donny myndi örugglega ekki gleymast. Bræður Donna ólust upp við að vita af þriðja bróðurnum.Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en í næsta þætti fer Donni utan til að hitta föður sinn.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44 Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30 „Ég get ekki hugsað mér að draga fólk í gegnum eitthvað svona“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir gat ekki hugsað sér að mæta með tökulið til Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur þegar hún hafði komist að því að faðir Guðrúnar væri langt leiddur heróínfíkill í fangelsi á Spáni. 27. október 2019 13:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30
Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44
Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30
„Ég get ekki hugsað mér að draga fólk í gegnum eitthvað svona“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir gat ekki hugsað sér að mæta með tökulið til Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur þegar hún hafði komist að því að faðir Guðrúnar væri langt leiddur heróínfíkill í fangelsi á Spáni. 27. október 2019 13:00
Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30