Yfirburðir kvenna, kynlíf og kvenfrelsun Arnar Sverrisson skrifar 29. október 2019 08:00 Það er undursamlegt og ótrúlegt að sjá telpuknapa beygja öflugan stóðhest undir vilja sinn. Karlinn hefur að sumu leyti hlotið sömu örlög. Konur, ásamt móður náttúru, hafa tamið hann til þénustu. Það endurspeglast t.d. í riddaramennskuhugsjóninni, sem kyninu var innrætt af voldugum drottningum og kirkju á miðöldum. Karlmenn skyldu fullnægja konum sínum í hvívetna, þjóna þeim og vernda. Þeim bar jafnvel að fórna lífi og limum fyrir þær – og aðrar nauðstaddar, þurfandi konur. Karlmenn hafa að mörgu leyti verið leiksoppar kvenna. Létu þeir ekki að stjórn, vofði yfir þeim vanþóknun, vanvirðing, djöfulskapur eða dauði. Þetta kemur t.d. fram í íslenskum miðaldabókmenntum „Greinilegasta og um leið skemmtilegasta dæmið um uppreisn hennar [Guðrúnar Ósvífursdóttur] er sú sem hún gerir gegn Þorkeli á sjálfan brúðkaupsdag þeirra. ... Myndin af Guðrúnu sem stígur af brúðarbekknum til að hvetja menn til bardaga gegn þeim manni sem hún er nýgift er stórkostlegt tákn um þá ósk hennar að brjóta af sér fjötra kvenhlutverksins og vera gjaldgeng í þeim heimi sem karlmenn vilja ráða. Oftast hvetja þær húsbændur sína, eiginmenn eða syni, og þannig lifa þær á vissan hátt í gegnum þá. ... Uppreisn hennar [Guðrúnar Ósvífursdóttur] gegn kvenhlutverkinu kemur ekki bara fram í átökunum við Kjartan, heldur einnig í öllum hjónaböndum hennar [fjórum að tölu]. Hún býður Þorvaldi byrginn með því að sóa fé hans og halda fram hjá honum. Samband hennar við Þórð er að því leyti uppreisnarkennt, að það er hún sem á frumkvæðið að hjónabandi þeirra. Bolla hótar hún með skilnaði ef hann lætur ekki að vilja hennar.“ (Helga Kress, f. 1939) Já, þetta er óneitanlega bráðskemmtilegt háttalag. En „köld eru [sumra] kvennaráð.“ Guðrún var íslenskt kvenstórveldi. En þau eru til miklu víðar, t.d. hin sænska Sigríður stórráða. Sigríður var kvenkostur mikill talinn. Hennar hafði beðið Haraldur konungur grenski af Þelamörk í Noregi. Eljari hans var Vissavaldur úr Garðaríki (Úkraínu). „Þeim var skipað konungunum í eina stofu mikla og forna og öllu liði þeirra. Eftir því var allur búnaður stofunnar. En drykk skorti þar eigi um kveldið svo áfenginn að allir voru fulldrukknir og höfuðverðir og útverðir sofnuðu. Þá lét Sigríður drottning um nóttina veita þeim atgöngu bæði með eldi og vopnum. Brann þar stofan og þeir menn sem inni voru en þeir voru drepnir er út komust. Sigríður sagði það að svo skyldi hún leiða smákonungum að fara af öðrum löndum til þess að biðja hennar.“ Og miklu fleiri eru kvenstórmennin ýmist „Guðrún eða Sigríður inn við beinið.“ Karlmenn virðast ekki hafa döngun í sér til að losa sig úr viðjum kvenna, frelsast., hrista af sér hlutverkið. Hvötin til að auka kyn sitt og sinna föðurhlutverkinu, þ.e. fæða, þjóna og vernda, virðist þeim fjötur um fót, enda hefur það grópast í sálu þeirra í hálfa milljón ára. Hlutverk karla og kvenna þróuðust óhjákvæmilega með mismunandi hætti. Mannfræðingurinn Meredith Francesca Small ( f. 1950) segir um þetta: „Rekin áfram af þeirri hvöt að auka kyn sitt, er kynjunum oft og tíðum nauðugur einn kostur að taka höndum saman við æxlun og uppeldi, en kynin eru hvort um sig nauðbeygð til þessa, þar eð þau hlutu andstæða æxlunarhegðun í vöggugjöf fyrir örófi alda síðan. ... Málið snýst ... ekki um, hvort kynjanna sé réttlátara eða betra, heldur um tvenns konar einstaklinga, sem reyna eftir fremsta megni að koma erfðum sínum til skila. Grundvallarreglur baráttunnar fela í sér samvinnu, ágreining og misnotkun. Og bæði kynin beita kænskubrögðum í þeim efnum.“ Meredith bendir jafnframt á, að„[k]onur verði að reiða sig á þátttöku karla við uppfóstrun ungviðisins, en karlinn verður að vera þess fullviss, að afkvæmin beri í sér erfðavísa hans sjálfs. Þörf konunnar til að tryggja erfðum sínum brautargengi og þörf karlmannsins fyrir vissu um rétt faðerni niðjanna, hefur verið ríkjandi í þróun tegundarinnar.“ Það skal ósagt látið, hvort Meredith Francesca sé hér að snupra fyrri tíðar kynsystur, sem töldu yfirburði kvenna óumdeilanlega, sbr. skrif eftirtalinna: „Raunar býr sá, sem talinn er veikari, oft og tíðum yfir siðferðilegum krafti eins og þegar konur, sem eru líkamlega veikburða og hlédrægar, leggja sig fremur fram um að stuðla að friði og sneiða hjá stríði [heldur en karlar].“ Christine de Pizan (1364-1430?) „[Konan] er karlinum æðri frá náttúrunnar hendi og því [er eiginkonan] yfir karl sinn hafinn og honum æðri.“ (Modesta Pozzo (1555-1592)) „Við erum öndverðar við karla, því karlar eru öndverðir því sem gott má teljast. [Þ]eir eru svo steinblindir, að þeim er um megn að rýni í eðli okkar. Það er öðruvísi með okkur farið gagnvart þeim, af því að þeir eru svo vondir (það sæjum við jafnvel, þótt hálfa sjón hefðum á öðru auganu). [H]egðun okkar tekur breytingum daglega, vegna þess, að dygðum karla hrakar á hverri klukkustundu [sem líður]. ... Þar eð Guð skóp konuna af holdi karlsins, er hún hreinna sköpunarverk heldur en hann. [Þ]að sýnir óvéfengjanlega, hversu miklu framar konur standa körlum.“ (Jane Anger (1560-1600)) „[K]onur hafa enga ástæðu til að kvarta yfir náttúrunni eða guði hennar. Því þó að þær þiggi ekki sömu gjafir og karlar, eru gjafir þeirra miklu betri. Konur eru nefnilega skör ofar en karlar í vegsemd náttúrunnar. Okkur fellur í skaut slík fegurð, lögun, drættir og fágun í framkomu, sem ásamt ómótstæðilegum og lævíslegum töfrum valda því, að karlar eru nauðbeygðir til að dást að okkur, elska okkur og þrá að því marki, að fremur en vera án okkar og njóta, velja þeir að veita okkur völd sín til að fara með, fela sjálfa sig og líf sitt okkur á vald. [Þar að auki] gerast [þeir] þrælar vilja vors og unaðs. Við erum einnig englar, sem þeir dá og dýrka. Og hvers skyldum við fremur óska, en að vera harðstjórar þeirra, gyðjur og örlög?“ (Margaret Lucas Cavendish (1623-1673)) „Yfirburðir kynferðis okkar sem kvenna eru óendanlegir.“ (Elizabeth Cady Stanton (1815-1902)) Yfirburðakynið er kúgað, engu að síður, segja kvenfrelsarar. Sú síðastnefnda Elizabeth Cady Stanton var meginhugmyndafræðingur kvenfrelsunarbaráttunnar á nítjándu öldinni og samdi nafntogaða frelsisyfirlýsingu kvenna á Seneca Falls ráðstefnunni árið 1848, en ráðstefnan markaði upphaf skipulegrar kvenfrelsunar á Vesturlöndum (að frönsku byltingunni frátalinni). Elizabeth segir um kúgun sína: „Ég fann fyrir óánægju með hlutverk konunnar sem eiginkona, húsmóðir, fóstra, og andlegur leiðbeinandi heimilisins. Þegar ég sá hvernig heimili leystust upp í skipulagsleysi án stöðugrar umsjónar kvenna, og þegar ég horfði á þreyttan, áhyggjufullan svip þessara kvenna, sá ég að eitthvað þyrfti að gerast til að bæta samfélagið, og þá sérstaklega hlut kvenna í því samfélagi.“ (Þýðing: Wikipedia) Betty Friedan (1921-2006) var stjarna hugmyndafræðinga kvenfrelsunar á ofanverðri síðustu öld: „Mikilvægi framlags Betty Friedan til kvenfrelsisbaráttunnar á síðari hluta 20. aldar er óumdeilanlegt og munu konur á Vesturlöndum standa í eilífri þakkarskuld við hana.“ (Inga Dóra Björnsdóttir). Kúgun sinni lýsir Betty svo: „Öll þau ár, sem ég vann að [bókinni], „hinni kvenlegu dulúð ([Feminine Mystique],“ lagði ég glaðlega frá mér vinnu mína, þegar dóttir mín litla kom heim úr skólanum eða drengirnir ... [stunduðu íþróttir] og eins þegar ég veitti karli mínum Martini, að vinnu lokinni. [Sama átti við, þegar fyrir lá að] elda, ræða málin, skreppa í kvikmyndahús, stunda kynlíf, fara með í verslun eða á sveitauppboð á laugardögum, skipuleggja útimáltíð á Eldeyju [Fire Island], skreppa með börnin á vígvelli Gettysburg, fara í útilegu á Hatteras höfða – það sem fjölskyldulíf snýst um.“ Betty stundaði kynmök með eiginkarli sínum og taldi, eftir því sem best verður séð, enga kúgun í því fólgna. En Marcie Bianco, nýstirni kvenfrelsunarhugmyndafræðinganna, tekur annan pól í hæðina. Karlmenn hafa skammarlega talið konum trú um, að þær megi bara stunda kynlíf með þeim. „Í ljósi sögunnar hafa konur verið skilyrtar til að trúa því, að gagnkynhneigð sé eðlileg og meðfædd, á sama hátt og þær hafa verið skilyrtar til að trúa því, að megintilgangur þeirra í lífinu sé að búa til börn. Bregðist þeim sú bogalist, eru þær fordæmdar og sagðar „óekta“ eða slæmar konur að vera.“ Því sé skiljanlegt, að„[f]öðurveldið sé skeinuhættast, þegar kúgun virðist ekki vera kúgun, eða þegar hún kemur í umbúðum hugtaka líffræðinnar, trúarinnar – eða grundvallarfélagsþarfa eins og öryggis, þæginda, viðurkenningar og frama. Gagnkynhneigð veitir konu allt í skiptum fyrir eigið undirokunarsamþykki.“ Um aldir hafa karlar setið hljóðir og hnípnir undir þeim áróðri, að þeir séu kúgarar kvenna og kyni þeirra síðri. Þeir trúa kreddunni umvörpum. Hvítu riddararnir hafa kokgleypt hana. Ætli vond samviska sé orsök þess, að karlar stígi ekki skrefið til frelsunar, þ.e.vonda samviskan yfir því að kúga konuna, þjóna henni ekki nógsamlega og gerast berir að óheilindum í faglegri ráðgjöf. T.d. gerðu karllæknar, sem ráðlögðu konum brjóstagjöf. sig seka um „að beita karllægri heimvaldastefnu gagnvart konum.“ (Anne Lokke) Karlar skelfast ringlaðir við þá tilhugsun að sýna konunni kynferðislega rangsleitni. Þeim er sagt, að rangir dóma í þeim efnum auki þroska þeirra. „Karlar, sem ranglega eru ákærðir fyrir nauðgun, kunna stundum að hafa gagn af reynslunni.“ (Catherine Comins) Þessarar speki verða raunar einnig aðnjótandi piltar, sem konur hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. Karlar reyna stöðugt að bæta ráð sitt, þjóna konum betur. En allt kemur fyrir ekki. Þær eru sífellt vansælar; segjast kúgaðar og kvaldar, lamdar og lemstraðar, firrtar og fyrirlitnar, heftar og hamlaðar, sorgbitnar og sjúkar. Ennfremur verða þær fyrir nauðung og nauðgun, aðsókn og ágangi, kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi, t.d. nær allir kvenþingmenn Íslendinga og allir kvenkyns landsfundarfulltrúar Samfylkingarinnar. Og í þokkabót eru þær á alltof lágum launum. Eymd kvenna virðist verst, þar sem frelsun þeirra er mest. Kynlífsást karls á konu, iðkun kynlífs og getnaður, felur nú í sér kúgun af karla hálfu: „Samræði fólks af gagnstæðu kyni felur í sér hreina og beina (formalized) fyrirlitningu á kvenlíkamanum. ... Sonur sérhverrar konu í feðraveldinu situr hugsanlega á svikráðum við móður sína. Hann er óhjákvæmilega nauðgari eða kúgari annarra kvenna.“ (Andrea Rita Dworkin (1946-2005)) „Að mínum dómi er ævinlega um nauðgun að ræða, eigi kona kynlíf og þyki sér misboðið. [S]amfarir gagnkynhneigðra er nauðgun, þar eð konur almennt hafa ekki nægan styrk til að gefa merkingarbært samþykki [til þess arna].“ (Catherine Alice MacKinnon, f. 1946)) Það verður fróðlegt að sjá, hvernig karlar móta framtíð sína. Kynið virðist ónæmt fyrir hatri og óréttlæti í þess garð: „Karlhatrið leynist víða, en hvarvetna er það brenglað og breytt, hulið sjónum, deyft og úr því dregið. Það lifir góðu lífi – en þó engan veginn friðsamlegu – ásamt ást, þrá, virðingu og þörf, sem konur einnig hafa fyrir karla. Ævinlega birtist karlhatrið í skugga tvískinnungsins, tvífara þess, sem er mildari, sveigjanlegri og efasemdum háður.“ (Judith Levine, f. 1952) Tilvist karla hefur þrálátlega verið hótað: „Réttur kvenna til lífs er rétti karla æðri. ... Þess vegna er útrýming karla góður og réttlætanlegur gjörningur, sem kemur konum vel og líta má á sem líknardráp.“ (Valerie Solanas (1936-1988)) Hugsanlega rekst (Germaine Greer, f. 1939) rétt orð á munn: „Líklega er öryggisfangelsi einasti staðurinn, þar sem karlar geta talið sig örugga, nema yfir þeim vofi sú hætta að verða leystir úr haldi.“Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar, að frátalinni þeirri úr Wikipedíu, eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er undursamlegt og ótrúlegt að sjá telpuknapa beygja öflugan stóðhest undir vilja sinn. Karlinn hefur að sumu leyti hlotið sömu örlög. Konur, ásamt móður náttúru, hafa tamið hann til þénustu. Það endurspeglast t.d. í riddaramennskuhugsjóninni, sem kyninu var innrætt af voldugum drottningum og kirkju á miðöldum. Karlmenn skyldu fullnægja konum sínum í hvívetna, þjóna þeim og vernda. Þeim bar jafnvel að fórna lífi og limum fyrir þær – og aðrar nauðstaddar, þurfandi konur. Karlmenn hafa að mörgu leyti verið leiksoppar kvenna. Létu þeir ekki að stjórn, vofði yfir þeim vanþóknun, vanvirðing, djöfulskapur eða dauði. Þetta kemur t.d. fram í íslenskum miðaldabókmenntum „Greinilegasta og um leið skemmtilegasta dæmið um uppreisn hennar [Guðrúnar Ósvífursdóttur] er sú sem hún gerir gegn Þorkeli á sjálfan brúðkaupsdag þeirra. ... Myndin af Guðrúnu sem stígur af brúðarbekknum til að hvetja menn til bardaga gegn þeim manni sem hún er nýgift er stórkostlegt tákn um þá ósk hennar að brjóta af sér fjötra kvenhlutverksins og vera gjaldgeng í þeim heimi sem karlmenn vilja ráða. Oftast hvetja þær húsbændur sína, eiginmenn eða syni, og þannig lifa þær á vissan hátt í gegnum þá. ... Uppreisn hennar [Guðrúnar Ósvífursdóttur] gegn kvenhlutverkinu kemur ekki bara fram í átökunum við Kjartan, heldur einnig í öllum hjónaböndum hennar [fjórum að tölu]. Hún býður Þorvaldi byrginn með því að sóa fé hans og halda fram hjá honum. Samband hennar við Þórð er að því leyti uppreisnarkennt, að það er hún sem á frumkvæðið að hjónabandi þeirra. Bolla hótar hún með skilnaði ef hann lætur ekki að vilja hennar.“ (Helga Kress, f. 1939) Já, þetta er óneitanlega bráðskemmtilegt háttalag. En „köld eru [sumra] kvennaráð.“ Guðrún var íslenskt kvenstórveldi. En þau eru til miklu víðar, t.d. hin sænska Sigríður stórráða. Sigríður var kvenkostur mikill talinn. Hennar hafði beðið Haraldur konungur grenski af Þelamörk í Noregi. Eljari hans var Vissavaldur úr Garðaríki (Úkraínu). „Þeim var skipað konungunum í eina stofu mikla og forna og öllu liði þeirra. Eftir því var allur búnaður stofunnar. En drykk skorti þar eigi um kveldið svo áfenginn að allir voru fulldrukknir og höfuðverðir og útverðir sofnuðu. Þá lét Sigríður drottning um nóttina veita þeim atgöngu bæði með eldi og vopnum. Brann þar stofan og þeir menn sem inni voru en þeir voru drepnir er út komust. Sigríður sagði það að svo skyldi hún leiða smákonungum að fara af öðrum löndum til þess að biðja hennar.“ Og miklu fleiri eru kvenstórmennin ýmist „Guðrún eða Sigríður inn við beinið.“ Karlmenn virðast ekki hafa döngun í sér til að losa sig úr viðjum kvenna, frelsast., hrista af sér hlutverkið. Hvötin til að auka kyn sitt og sinna föðurhlutverkinu, þ.e. fæða, þjóna og vernda, virðist þeim fjötur um fót, enda hefur það grópast í sálu þeirra í hálfa milljón ára. Hlutverk karla og kvenna þróuðust óhjákvæmilega með mismunandi hætti. Mannfræðingurinn Meredith Francesca Small ( f. 1950) segir um þetta: „Rekin áfram af þeirri hvöt að auka kyn sitt, er kynjunum oft og tíðum nauðugur einn kostur að taka höndum saman við æxlun og uppeldi, en kynin eru hvort um sig nauðbeygð til þessa, þar eð þau hlutu andstæða æxlunarhegðun í vöggugjöf fyrir örófi alda síðan. ... Málið snýst ... ekki um, hvort kynjanna sé réttlátara eða betra, heldur um tvenns konar einstaklinga, sem reyna eftir fremsta megni að koma erfðum sínum til skila. Grundvallarreglur baráttunnar fela í sér samvinnu, ágreining og misnotkun. Og bæði kynin beita kænskubrögðum í þeim efnum.“ Meredith bendir jafnframt á, að„[k]onur verði að reiða sig á þátttöku karla við uppfóstrun ungviðisins, en karlinn verður að vera þess fullviss, að afkvæmin beri í sér erfðavísa hans sjálfs. Þörf konunnar til að tryggja erfðum sínum brautargengi og þörf karlmannsins fyrir vissu um rétt faðerni niðjanna, hefur verið ríkjandi í þróun tegundarinnar.“ Það skal ósagt látið, hvort Meredith Francesca sé hér að snupra fyrri tíðar kynsystur, sem töldu yfirburði kvenna óumdeilanlega, sbr. skrif eftirtalinna: „Raunar býr sá, sem talinn er veikari, oft og tíðum yfir siðferðilegum krafti eins og þegar konur, sem eru líkamlega veikburða og hlédrægar, leggja sig fremur fram um að stuðla að friði og sneiða hjá stríði [heldur en karlar].“ Christine de Pizan (1364-1430?) „[Konan] er karlinum æðri frá náttúrunnar hendi og því [er eiginkonan] yfir karl sinn hafinn og honum æðri.“ (Modesta Pozzo (1555-1592)) „Við erum öndverðar við karla, því karlar eru öndverðir því sem gott má teljast. [Þ]eir eru svo steinblindir, að þeim er um megn að rýni í eðli okkar. Það er öðruvísi með okkur farið gagnvart þeim, af því að þeir eru svo vondir (það sæjum við jafnvel, þótt hálfa sjón hefðum á öðru auganu). [H]egðun okkar tekur breytingum daglega, vegna þess, að dygðum karla hrakar á hverri klukkustundu [sem líður]. ... Þar eð Guð skóp konuna af holdi karlsins, er hún hreinna sköpunarverk heldur en hann. [Þ]að sýnir óvéfengjanlega, hversu miklu framar konur standa körlum.“ (Jane Anger (1560-1600)) „[K]onur hafa enga ástæðu til að kvarta yfir náttúrunni eða guði hennar. Því þó að þær þiggi ekki sömu gjafir og karlar, eru gjafir þeirra miklu betri. Konur eru nefnilega skör ofar en karlar í vegsemd náttúrunnar. Okkur fellur í skaut slík fegurð, lögun, drættir og fágun í framkomu, sem ásamt ómótstæðilegum og lævíslegum töfrum valda því, að karlar eru nauðbeygðir til að dást að okkur, elska okkur og þrá að því marki, að fremur en vera án okkar og njóta, velja þeir að veita okkur völd sín til að fara með, fela sjálfa sig og líf sitt okkur á vald. [Þar að auki] gerast [þeir] þrælar vilja vors og unaðs. Við erum einnig englar, sem þeir dá og dýrka. Og hvers skyldum við fremur óska, en að vera harðstjórar þeirra, gyðjur og örlög?“ (Margaret Lucas Cavendish (1623-1673)) „Yfirburðir kynferðis okkar sem kvenna eru óendanlegir.“ (Elizabeth Cady Stanton (1815-1902)) Yfirburðakynið er kúgað, engu að síður, segja kvenfrelsarar. Sú síðastnefnda Elizabeth Cady Stanton var meginhugmyndafræðingur kvenfrelsunarbaráttunnar á nítjándu öldinni og samdi nafntogaða frelsisyfirlýsingu kvenna á Seneca Falls ráðstefnunni árið 1848, en ráðstefnan markaði upphaf skipulegrar kvenfrelsunar á Vesturlöndum (að frönsku byltingunni frátalinni). Elizabeth segir um kúgun sína: „Ég fann fyrir óánægju með hlutverk konunnar sem eiginkona, húsmóðir, fóstra, og andlegur leiðbeinandi heimilisins. Þegar ég sá hvernig heimili leystust upp í skipulagsleysi án stöðugrar umsjónar kvenna, og þegar ég horfði á þreyttan, áhyggjufullan svip þessara kvenna, sá ég að eitthvað þyrfti að gerast til að bæta samfélagið, og þá sérstaklega hlut kvenna í því samfélagi.“ (Þýðing: Wikipedia) Betty Friedan (1921-2006) var stjarna hugmyndafræðinga kvenfrelsunar á ofanverðri síðustu öld: „Mikilvægi framlags Betty Friedan til kvenfrelsisbaráttunnar á síðari hluta 20. aldar er óumdeilanlegt og munu konur á Vesturlöndum standa í eilífri þakkarskuld við hana.“ (Inga Dóra Björnsdóttir). Kúgun sinni lýsir Betty svo: „Öll þau ár, sem ég vann að [bókinni], „hinni kvenlegu dulúð ([Feminine Mystique],“ lagði ég glaðlega frá mér vinnu mína, þegar dóttir mín litla kom heim úr skólanum eða drengirnir ... [stunduðu íþróttir] og eins þegar ég veitti karli mínum Martini, að vinnu lokinni. [Sama átti við, þegar fyrir lá að] elda, ræða málin, skreppa í kvikmyndahús, stunda kynlíf, fara með í verslun eða á sveitauppboð á laugardögum, skipuleggja útimáltíð á Eldeyju [Fire Island], skreppa með börnin á vígvelli Gettysburg, fara í útilegu á Hatteras höfða – það sem fjölskyldulíf snýst um.“ Betty stundaði kynmök með eiginkarli sínum og taldi, eftir því sem best verður séð, enga kúgun í því fólgna. En Marcie Bianco, nýstirni kvenfrelsunarhugmyndafræðinganna, tekur annan pól í hæðina. Karlmenn hafa skammarlega talið konum trú um, að þær megi bara stunda kynlíf með þeim. „Í ljósi sögunnar hafa konur verið skilyrtar til að trúa því, að gagnkynhneigð sé eðlileg og meðfædd, á sama hátt og þær hafa verið skilyrtar til að trúa því, að megintilgangur þeirra í lífinu sé að búa til börn. Bregðist þeim sú bogalist, eru þær fordæmdar og sagðar „óekta“ eða slæmar konur að vera.“ Því sé skiljanlegt, að„[f]öðurveldið sé skeinuhættast, þegar kúgun virðist ekki vera kúgun, eða þegar hún kemur í umbúðum hugtaka líffræðinnar, trúarinnar – eða grundvallarfélagsþarfa eins og öryggis, þæginda, viðurkenningar og frama. Gagnkynhneigð veitir konu allt í skiptum fyrir eigið undirokunarsamþykki.“ Um aldir hafa karlar setið hljóðir og hnípnir undir þeim áróðri, að þeir séu kúgarar kvenna og kyni þeirra síðri. Þeir trúa kreddunni umvörpum. Hvítu riddararnir hafa kokgleypt hana. Ætli vond samviska sé orsök þess, að karlar stígi ekki skrefið til frelsunar, þ.e.vonda samviskan yfir því að kúga konuna, þjóna henni ekki nógsamlega og gerast berir að óheilindum í faglegri ráðgjöf. T.d. gerðu karllæknar, sem ráðlögðu konum brjóstagjöf. sig seka um „að beita karllægri heimvaldastefnu gagnvart konum.“ (Anne Lokke) Karlar skelfast ringlaðir við þá tilhugsun að sýna konunni kynferðislega rangsleitni. Þeim er sagt, að rangir dóma í þeim efnum auki þroska þeirra. „Karlar, sem ranglega eru ákærðir fyrir nauðgun, kunna stundum að hafa gagn af reynslunni.“ (Catherine Comins) Þessarar speki verða raunar einnig aðnjótandi piltar, sem konur hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. Karlar reyna stöðugt að bæta ráð sitt, þjóna konum betur. En allt kemur fyrir ekki. Þær eru sífellt vansælar; segjast kúgaðar og kvaldar, lamdar og lemstraðar, firrtar og fyrirlitnar, heftar og hamlaðar, sorgbitnar og sjúkar. Ennfremur verða þær fyrir nauðung og nauðgun, aðsókn og ágangi, kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi, t.d. nær allir kvenþingmenn Íslendinga og allir kvenkyns landsfundarfulltrúar Samfylkingarinnar. Og í þokkabót eru þær á alltof lágum launum. Eymd kvenna virðist verst, þar sem frelsun þeirra er mest. Kynlífsást karls á konu, iðkun kynlífs og getnaður, felur nú í sér kúgun af karla hálfu: „Samræði fólks af gagnstæðu kyni felur í sér hreina og beina (formalized) fyrirlitningu á kvenlíkamanum. ... Sonur sérhverrar konu í feðraveldinu situr hugsanlega á svikráðum við móður sína. Hann er óhjákvæmilega nauðgari eða kúgari annarra kvenna.“ (Andrea Rita Dworkin (1946-2005)) „Að mínum dómi er ævinlega um nauðgun að ræða, eigi kona kynlíf og þyki sér misboðið. [S]amfarir gagnkynhneigðra er nauðgun, þar eð konur almennt hafa ekki nægan styrk til að gefa merkingarbært samþykki [til þess arna].“ (Catherine Alice MacKinnon, f. 1946)) Það verður fróðlegt að sjá, hvernig karlar móta framtíð sína. Kynið virðist ónæmt fyrir hatri og óréttlæti í þess garð: „Karlhatrið leynist víða, en hvarvetna er það brenglað og breytt, hulið sjónum, deyft og úr því dregið. Það lifir góðu lífi – en þó engan veginn friðsamlegu – ásamt ást, þrá, virðingu og þörf, sem konur einnig hafa fyrir karla. Ævinlega birtist karlhatrið í skugga tvískinnungsins, tvífara þess, sem er mildari, sveigjanlegri og efasemdum háður.“ (Judith Levine, f. 1952) Tilvist karla hefur þrálátlega verið hótað: „Réttur kvenna til lífs er rétti karla æðri. ... Þess vegna er útrýming karla góður og réttlætanlegur gjörningur, sem kemur konum vel og líta má á sem líknardráp.“ (Valerie Solanas (1936-1988)) Hugsanlega rekst (Germaine Greer, f. 1939) rétt orð á munn: „Líklega er öryggisfangelsi einasti staðurinn, þar sem karlar geta talið sig örugga, nema yfir þeim vofi sú hætta að verða leystir úr haldi.“Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar, að frátalinni þeirri úr Wikipedíu, eru hans.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun