Lífið

Guðrún og Hörður vilja 150 milljónir fyrir einbýlishúsið á Seltjarnarnesinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hörður og Guðrún hafa komið sér vel fyrir úti á Nesi.
Hörður og Guðrún hafa komið sér vel fyrir úti á Nesi. mynd/ miklaborg / vilhelm
Guðrún Valdimarsdóttir og Hörður Felix Harðarson hafa sett sitt einbýlishús við Nesbala á Seltjarnarnesi á sölu en ásett verð er 150 milljónir. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Hörður Felix hefur verið lögmaður Kaupþingsmannanna Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Guðrún er fyrrum framkvæmdastjóri  hjá WOW.

Um er að ræða glæsilegt, vandað og vel skipulagt einbýlishús með tvöföldum bílskúr á rólegum stað á Seltjarnarnesi. Húsið hefur verið mikið endurnýjað á undanförnum árum. Fallegur og sólríkur suður-garður með heitum potti og timburpalli.

Húsið er um 290 fermetrar að stærð en fasteignamatið er 117 milljónir og þar eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Falleg stofa þar sem hægt er að njóta lífsins við arininn.
Borðstofan og setustofan er eitt samliggjandi stórt og bjart rými.
Skemmtilegt eldhús.
Hjónaherbergið er stórt og rúmgott.
Pallur upp á tíu og auðvitað pottur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.