Samfélagsleg ábyrgð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 28. október 2019 16:15 Mér finnst frábært þegar fyrirtæki setja upp kynjagleraugun með gagnrýnum hætti og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. Bankinn greindi nýverið frá því að hann vildi horfa í auknu mæli til jafnréttismála. Það hallar víða á konur í samfélaginu og það þarf heldur betur að bæta úr því. Í ljósi umræðunnar sendi Íslandsbanki frá sér skilaboð á heimasíðu sinni sem hér segir: „Íslandsbanki hefur sett sér þá stefnu að vera hreyfiafl til góðra verka. Í kjölfar stefnumótunar bankans var í samræmi við hana ákveðið að vinna að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; lofslagsmálum, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og menntun“. Við þurfum að muna það að hér erum við að tala um banka. Banka, sem lánar fólki t.d. pening, sem það þarf að greiða til baka með háum vöxtum. Og við erum að tala um jafnréttismál, samanber femínisma. Þó svo að ég trúi því að fólk hljóti að meina vel með því að taka ákveðin skref í átt að jafnrétti, hér varðandi aukinn sýnileika kvenna innan karllægra fyrirtækja, þá bendir þetta á sama tíma okkur á hvernig starfsemi bankans í eðli sínu viðheldur ójafnrétti á öðrum sviðum. Hér erum við erum að tala um banka, sem í núverandi mynd er eitt af því kapítalískasta sem fyrirfinnst þannig ég sé ekki hvernig jafnrétti og banki eiga saman í sömu setningu. Í því samhengi sé ég ekki hvernig í ósköpunum banki getur verið hreyfiafl til góðra verka í jafnréttismálum? Jafnrétti snýst um meira en það að skoða eingöngu hindranir sem kunna að vera á vegi fólks vegna kyns. Það þarf líka að skoða hvernig aðrir þættir, líkt og slæm efnahagsleg staða, mótar veruleika fólks og greina það í samspili við kyn og hvernig slíkt getur verið hindrun í átt að jafnrétti. Eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem er listað fyrst í upptalningunni er Engin fátækt. Hvernig ætlar bankinn raunverulega að vinna að jafnrétti ef hann ávarpar ekki þátt sinn í því að viðhalda efnahagslegu ójafnrétti? Ætli bankinn taki það kannski bara upp síðar í jafnréttisáætlun sinni, eða kannski aldrei? Þegar orðið fátækt er slegið inn í leitarvél á heimasíðu Íslandsbankans, kemur ein niðurstaða fram en það er í byrjun á setningu sem hljóðar svo „Bankinn hefur meðal annars látið til sín taka í baráttunni við fátækt, heimsmarkmið 1 [...] Hinn hluti setningarinnar telur síðan upp önnur heimsmarkmið sem bankinn vinnur að en ekkert er nánar fjallað um hvernig bankinn hafi látið til sín taka í baráttunni við fátækt eða hvort hann ætli að halda áfram á þeirri vegferð. Neðar er svo fjallað um samfélagsábyrgð. Konur eru í meirihluta í þeim láglaunastörfum sem teljast til hefðbundinna kvennastétta, líkt og umönnunarstörf. Ætlar bankinn að bjóða sérkjör fyrir þær konur sem greiða mánaðarlega um marga þúsundkarla í útvexti af hárri yfirdráttarheimild sinni sem þær hafi ekki náð að greiða niður? Eða samrýmast fátækar konur, ekki þeim jafnréttismálum sem Íslandsbankinn er að leitast við að vinna að núna? Þurfa þær konur bara að bíða? Eins og svo oft áður? Fá sömu láglaunakonurnar sem fá greiddar um 300.000 krónur inn á reikninginn sinn mánaðarlega, undanþágu frá því að greiða árlegt gjald vegna bankaábyrgðar sem þær nota sem tryggingu vegna leigusamninga? Ætlar bankinn að afnema hraðbankagjöld fyrir fátæku láglaunakonurnar sem maxa VISA og taka reglulega út af kortinu sínu í gegnum hraðbankann og millifæra allann þann pening inn á almennan bókarlausan til að geta greitt reikninganna, því launin voru búin svo snemma í mánuðinum? Það er dýrt að vera fátækur og gjöldin eru fljót að hrannast upp þegar viðkomandi tekur út frekar háar upphæðir af VISA og er kominn í vítahring skuldafens. Er þetta ekki kjörið verkefni í jafnréttisplaggið ykkar kæri Íslandsbanki? Að hjálpa láglaunakonum úr skuldafeni með því að afnema óþarfa gjaldtöku? Sýnir það ekki samfélagslega ábyrgð í verki að hagnast ekki af þeim sem standa verst í samfélaginu? Jafnrétti verður aldrei náð fyrr en við erum öll laus úr viðjum kúgunar, þar sem helsta ójafnréttið á götum margra er efnahagslegt ójafnrétti og bankar eiga vissulega sinn hlut í að viðhalda því. Við þurfum virkilega á samfélagsbanka á að halda, þar sem markmiðið snýst um að þjóna hagsmunum almennings. Fjárhagslega drifnir bankar sem starfa að því markmiði að skila hluthöfum sínum gróða eru ekki lausnin sama hversu falleg jafnréttisáætlun þeirra gæti orðið. Með einni hendi er verið að vinna að því að auka á sýnileika kvenna, þar sem hallar á þær en með hinni hendinni hafa bankarnir vald til þess að ýta fátækum konum og þeim sem hafa það allra verst í samfélaginu niður í efnahagslegt öngþveiti.Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Jafnréttismál Sanna Magdalena Mörtudóttir Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mér finnst frábært þegar fyrirtæki setja upp kynjagleraugun með gagnrýnum hætti og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. Bankinn greindi nýverið frá því að hann vildi horfa í auknu mæli til jafnréttismála. Það hallar víða á konur í samfélaginu og það þarf heldur betur að bæta úr því. Í ljósi umræðunnar sendi Íslandsbanki frá sér skilaboð á heimasíðu sinni sem hér segir: „Íslandsbanki hefur sett sér þá stefnu að vera hreyfiafl til góðra verka. Í kjölfar stefnumótunar bankans var í samræmi við hana ákveðið að vinna að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; lofslagsmálum, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og menntun“. Við þurfum að muna það að hér erum við að tala um banka. Banka, sem lánar fólki t.d. pening, sem það þarf að greiða til baka með háum vöxtum. Og við erum að tala um jafnréttismál, samanber femínisma. Þó svo að ég trúi því að fólk hljóti að meina vel með því að taka ákveðin skref í átt að jafnrétti, hér varðandi aukinn sýnileika kvenna innan karllægra fyrirtækja, þá bendir þetta á sama tíma okkur á hvernig starfsemi bankans í eðli sínu viðheldur ójafnrétti á öðrum sviðum. Hér erum við erum að tala um banka, sem í núverandi mynd er eitt af því kapítalískasta sem fyrirfinnst þannig ég sé ekki hvernig jafnrétti og banki eiga saman í sömu setningu. Í því samhengi sé ég ekki hvernig í ósköpunum banki getur verið hreyfiafl til góðra verka í jafnréttismálum? Jafnrétti snýst um meira en það að skoða eingöngu hindranir sem kunna að vera á vegi fólks vegna kyns. Það þarf líka að skoða hvernig aðrir þættir, líkt og slæm efnahagsleg staða, mótar veruleika fólks og greina það í samspili við kyn og hvernig slíkt getur verið hindrun í átt að jafnrétti. Eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem er listað fyrst í upptalningunni er Engin fátækt. Hvernig ætlar bankinn raunverulega að vinna að jafnrétti ef hann ávarpar ekki þátt sinn í því að viðhalda efnahagslegu ójafnrétti? Ætli bankinn taki það kannski bara upp síðar í jafnréttisáætlun sinni, eða kannski aldrei? Þegar orðið fátækt er slegið inn í leitarvél á heimasíðu Íslandsbankans, kemur ein niðurstaða fram en það er í byrjun á setningu sem hljóðar svo „Bankinn hefur meðal annars látið til sín taka í baráttunni við fátækt, heimsmarkmið 1 [...] Hinn hluti setningarinnar telur síðan upp önnur heimsmarkmið sem bankinn vinnur að en ekkert er nánar fjallað um hvernig bankinn hafi látið til sín taka í baráttunni við fátækt eða hvort hann ætli að halda áfram á þeirri vegferð. Neðar er svo fjallað um samfélagsábyrgð. Konur eru í meirihluta í þeim láglaunastörfum sem teljast til hefðbundinna kvennastétta, líkt og umönnunarstörf. Ætlar bankinn að bjóða sérkjör fyrir þær konur sem greiða mánaðarlega um marga þúsundkarla í útvexti af hárri yfirdráttarheimild sinni sem þær hafi ekki náð að greiða niður? Eða samrýmast fátækar konur, ekki þeim jafnréttismálum sem Íslandsbankinn er að leitast við að vinna að núna? Þurfa þær konur bara að bíða? Eins og svo oft áður? Fá sömu láglaunakonurnar sem fá greiddar um 300.000 krónur inn á reikninginn sinn mánaðarlega, undanþágu frá því að greiða árlegt gjald vegna bankaábyrgðar sem þær nota sem tryggingu vegna leigusamninga? Ætlar bankinn að afnema hraðbankagjöld fyrir fátæku láglaunakonurnar sem maxa VISA og taka reglulega út af kortinu sínu í gegnum hraðbankann og millifæra allann þann pening inn á almennan bókarlausan til að geta greitt reikninganna, því launin voru búin svo snemma í mánuðinum? Það er dýrt að vera fátækur og gjöldin eru fljót að hrannast upp þegar viðkomandi tekur út frekar háar upphæðir af VISA og er kominn í vítahring skuldafens. Er þetta ekki kjörið verkefni í jafnréttisplaggið ykkar kæri Íslandsbanki? Að hjálpa láglaunakonum úr skuldafeni með því að afnema óþarfa gjaldtöku? Sýnir það ekki samfélagslega ábyrgð í verki að hagnast ekki af þeim sem standa verst í samfélaginu? Jafnrétti verður aldrei náð fyrr en við erum öll laus úr viðjum kúgunar, þar sem helsta ójafnréttið á götum margra er efnahagslegt ójafnrétti og bankar eiga vissulega sinn hlut í að viðhalda því. Við þurfum virkilega á samfélagsbanka á að halda, þar sem markmiðið snýst um að þjóna hagsmunum almennings. Fjárhagslega drifnir bankar sem starfa að því markmiði að skila hluthöfum sínum gróða eru ekki lausnin sama hversu falleg jafnréttisáætlun þeirra gæti orðið. Með einni hendi er verið að vinna að því að auka á sýnileika kvenna, þar sem hallar á þær en með hinni hendinni hafa bankarnir vald til þess að ýta fátækum konum og þeim sem hafa það allra verst í samfélaginu niður í efnahagslegt öngþveiti.Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar