Fluguakademían með fluguhnýtingar námskeið Karl Lúðvíksson skrifar 29. október 2019 10:00 Sigurberg Guðbrandsson kennir á hnýtingarnámskeiðinu hjá Fluguakademíunni. Mynd: Fish Partner Þó að stangveiðitímabilið sé búið eru veiðimenn ekkert á því að leggja áhugamálið til hliðar heldur gefa sér veturinn til að hnýta fyrir næsta sumar. Það er reglulega gaman að hnýta sínar eigin flugur en það er ógleymanlegt að veiða fisk á flugu sem maður hnýtir sjálfur. Fyrir þá sem vilja læra hnýtingar þá er Íslenska fluguveiðiakademían með byrjendanámskeið í fluguhnýtingum. Á námskeiðinu ætlar hinn kunni fluguhnýtari Sigurberg Guðbrandsson að miðla reynslu sinni. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29, Hafnarfirði dagana 19. og 26. Nóvember, kl. 19:00-21:30 Námskeiðið er tvö kvöld, 2,5 klukkustundir í senn. Þar mun Sigurberg kenna helstu handtökin við hnýtingar og nemendur munu læra að hnýta ákveðnar flugutegundir. Fyrra kvöldið munu nemendur læra að hnýta púpur og munu hnýta Peacock og Pheasant Tail sem báðar eru mjög gjöfular púpur og byggja góðan grunn fyrir flóknari flugur. Seinna kvöldið munu nemendur hnýta straumflugurnar Nobbler og Black Ghost sem lengi hafa verið mjög gjöfular á hér á landi. Íslenska fluguveiðiakademían útvegar öll tæki og tól en nemendur geta að sjálfsögðu komið með eigin tæki ef þeir óska þess. Verð fyrir námskeiðið er 16.900 kr. en námskeiðið er samtals fimm klukkustundir. Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki. Stangveiði Mest lesið Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Áfram ágæt veiði í Þjórsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Helgarviðtal: Hljóp klofið úr vöðlunum á bökkum Öxnadalsár Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði
Þó að stangveiðitímabilið sé búið eru veiðimenn ekkert á því að leggja áhugamálið til hliðar heldur gefa sér veturinn til að hnýta fyrir næsta sumar. Það er reglulega gaman að hnýta sínar eigin flugur en það er ógleymanlegt að veiða fisk á flugu sem maður hnýtir sjálfur. Fyrir þá sem vilja læra hnýtingar þá er Íslenska fluguveiðiakademían með byrjendanámskeið í fluguhnýtingum. Á námskeiðinu ætlar hinn kunni fluguhnýtari Sigurberg Guðbrandsson að miðla reynslu sinni. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29, Hafnarfirði dagana 19. og 26. Nóvember, kl. 19:00-21:30 Námskeiðið er tvö kvöld, 2,5 klukkustundir í senn. Þar mun Sigurberg kenna helstu handtökin við hnýtingar og nemendur munu læra að hnýta ákveðnar flugutegundir. Fyrra kvöldið munu nemendur læra að hnýta púpur og munu hnýta Peacock og Pheasant Tail sem báðar eru mjög gjöfular púpur og byggja góðan grunn fyrir flóknari flugur. Seinna kvöldið munu nemendur hnýta straumflugurnar Nobbler og Black Ghost sem lengi hafa verið mjög gjöfular á hér á landi. Íslenska fluguveiðiakademían útvegar öll tæki og tól en nemendur geta að sjálfsögðu komið með eigin tæki ef þeir óska þess. Verð fyrir námskeiðið er 16.900 kr. en námskeiðið er samtals fimm klukkustundir. Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.
Stangveiði Mest lesið Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Áfram ágæt veiði í Þjórsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Helgarviðtal: Hljóp klofið úr vöðlunum á bökkum Öxnadalsár Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði