Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 13:55 Staðan á Reykjalundi er grafalvarleg að mati sálfræðinganna níu sem þar starfa. Vísir/vilhelm Allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi hafa velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu níu sálfræðinga Reykjalundar. Þar segir að áður fyrr hafi starfsánægja og góður andi einkennt Reykjalund. Nú sé staðan hins vegar önnur og „ástandið orðið grafalvarlegt“ eftir sviptingarnar sem hófust með innleiðingu nýs skipurits í sumar. „Núverandi framkvæmdastjórn virðist ekki hlusta á starfsfólk eða skynja mikilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfseminni gangandi. Í framkvæmdastjórn vantar fagfólk með endurhæfingarmenntun og þeir sem fara þar fremstir í flokki eru starfseminni ókunnugir og lesa illa inn í aðstæður hér innanhúss.“Biðla til yfirvalda að grípa strax inn í Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks. Sálfræðingarnir séu jafnframt sjálfir að íhuga stöðu sína í þeim efnum. „Hætta er á enn fleiri uppsögnum fagfólks með langa reynslu í endurhæfingu og höfum við undirrituð velt þeim möguleika fyrir okkur breytist ástandið ekki. Við biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna með öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja að við taki stjórnendur sem hafa þekkingu og reynslu til að bera ábyrgð á þverfaglegri endurhæfingu Reykjalundar.“ Á Reykjalundi eru starfandi níu sálfræðingar, í mismunandi starfshlutfalli og á mismunandi sviðum endurhæfingar, sem allir rita undir yfirlýsinguna. Þau eru Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur, Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur, Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði og Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar sagði í samtali við Vísi í gær að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan á Reykjalundi yrði áfram óskert. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi hafa velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu níu sálfræðinga Reykjalundar. Þar segir að áður fyrr hafi starfsánægja og góður andi einkennt Reykjalund. Nú sé staðan hins vegar önnur og „ástandið orðið grafalvarlegt“ eftir sviptingarnar sem hófust með innleiðingu nýs skipurits í sumar. „Núverandi framkvæmdastjórn virðist ekki hlusta á starfsfólk eða skynja mikilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfseminni gangandi. Í framkvæmdastjórn vantar fagfólk með endurhæfingarmenntun og þeir sem fara þar fremstir í flokki eru starfseminni ókunnugir og lesa illa inn í aðstæður hér innanhúss.“Biðla til yfirvalda að grípa strax inn í Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks. Sálfræðingarnir séu jafnframt sjálfir að íhuga stöðu sína í þeim efnum. „Hætta er á enn fleiri uppsögnum fagfólks með langa reynslu í endurhæfingu og höfum við undirrituð velt þeim möguleika fyrir okkur breytist ástandið ekki. Við biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna með öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja að við taki stjórnendur sem hafa þekkingu og reynslu til að bera ábyrgð á þverfaglegri endurhæfingu Reykjalundar.“ Á Reykjalundi eru starfandi níu sálfræðingar, í mismunandi starfshlutfalli og á mismunandi sviðum endurhæfingar, sem allir rita undir yfirlýsinguna. Þau eru Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur, Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur, Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði og Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar sagði í samtali við Vísi í gær að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan á Reykjalundi yrði áfram óskert.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54
Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52