Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 17:51 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán „Sumum finnst líka hjónaband milli tveggja karla eða tveggja kvenna sé ósiðlegt, sumum finnst það. Við höfum öll mismunandi sjónarmið og ég virði þau öll. En það er ekkert land í heiminum, ekki einu sinni lönd sem kirkjan stjórnar ennþá, þar sem þetta er ólöglegt,“ sagði Dorrit Moussaieff í Síðdegisútvarpinu í dag um gagnrýni á klónun hundsins hennar. Dorrit ræddi þar fæðingu hins nýja Sáms og sagði þar að hún gerði sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. Dorrit sagði frá því í viðtalinu að hvolpurinn Sámur, eða Samson, sé enn í Bandaríkjunum og fari þaðan til London í mars. „Ef hann er í London getur hann ferðast um alla Evrópu, hann getur komið með mér. En hann má ekki koma til Íslands, nema að vera mánuð í sóttkví, og ég vil ekki gera það.. En hann verður mjög hamingjusamur í London og það mega allir koma og sjá hann, og hann mun ferðast með mér allt sem ég fer í Evrópu og Ameríku.“ Ætlar að klóna sám aftur Dorrit segir að ef reglum um sóttkví hunda verði breytt á Íslandi geti hún tekið hann með sér hingað. Í viðtalinu sagði Dorrit að þetta hafi verið þriðja sinn sem einræktunin var reynd, en hún mistókst í fyrstu tvö skiptin. Sámur er fyrsti Íslenski hundurinn sem hefur verið klónaður en Dorrit segist þekkja að minnsta kosti sex einstaklinga sem hafi klónað gæludýrin sín. „Ég ætla að eignast annan og ætla að rækta krabbameinsgenið úr honum. Upprunalegi Sámur dó úr mjög sjaldgæfri tegund af krabbameini. Agnes dýralæknir á Íslandi var læknirinn og hún útskýrði fyrir mér að kannski væri hægt að ná þessum genum úr Sámi. Kannski gæti það leitt til þess að hægt væri að ná krabbameinsgenum úr fólki.“ Hún segir kraftaverk hvað læknavísindin hafi þróast á síðustu tuttugu árum. Dorrit hitti hinn Sám, hundinn sem hún átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann var árs gamall og þekkti hann því ekki sem hvolp. Samt segir hún að hún sjái strax á myndum að þeir séu líkir og meðal annars opni munninn alveg eins. Í viðtalinu kom fram að Dorrit ætli að klóna Sám aftur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um klónun gæludýra. „Þetta er náttúrulega ekki komið á það stig að fólk geti bara látið klóna hundinn sinn, því að þetta sýnir fram á svo ekki verður um villst, muninn á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki.“ Hann sagði einnig að honum þyki „sætt“ hjá Dorrit að klóna hundinn Sám, hvolpurinn verði eins og eineggja tvíburi hliðraður til í tíma. „Dorrit verður að sætta sig við að þessi Samson hennar kemur ekki til með að vera alveg eins og Sámur.Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Dýr Hinsegin Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík síðdegis Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Sumum finnst líka hjónaband milli tveggja karla eða tveggja kvenna sé ósiðlegt, sumum finnst það. Við höfum öll mismunandi sjónarmið og ég virði þau öll. En það er ekkert land í heiminum, ekki einu sinni lönd sem kirkjan stjórnar ennþá, þar sem þetta er ólöglegt,“ sagði Dorrit Moussaieff í Síðdegisútvarpinu í dag um gagnrýni á klónun hundsins hennar. Dorrit ræddi þar fæðingu hins nýja Sáms og sagði þar að hún gerði sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. Dorrit sagði frá því í viðtalinu að hvolpurinn Sámur, eða Samson, sé enn í Bandaríkjunum og fari þaðan til London í mars. „Ef hann er í London getur hann ferðast um alla Evrópu, hann getur komið með mér. En hann má ekki koma til Íslands, nema að vera mánuð í sóttkví, og ég vil ekki gera það.. En hann verður mjög hamingjusamur í London og það mega allir koma og sjá hann, og hann mun ferðast með mér allt sem ég fer í Evrópu og Ameríku.“ Ætlar að klóna sám aftur Dorrit segir að ef reglum um sóttkví hunda verði breytt á Íslandi geti hún tekið hann með sér hingað. Í viðtalinu sagði Dorrit að þetta hafi verið þriðja sinn sem einræktunin var reynd, en hún mistókst í fyrstu tvö skiptin. Sámur er fyrsti Íslenski hundurinn sem hefur verið klónaður en Dorrit segist þekkja að minnsta kosti sex einstaklinga sem hafi klónað gæludýrin sín. „Ég ætla að eignast annan og ætla að rækta krabbameinsgenið úr honum. Upprunalegi Sámur dó úr mjög sjaldgæfri tegund af krabbameini. Agnes dýralæknir á Íslandi var læknirinn og hún útskýrði fyrir mér að kannski væri hægt að ná þessum genum úr Sámi. Kannski gæti það leitt til þess að hægt væri að ná krabbameinsgenum úr fólki.“ Hún segir kraftaverk hvað læknavísindin hafi þróast á síðustu tuttugu árum. Dorrit hitti hinn Sám, hundinn sem hún átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann var árs gamall og þekkti hann því ekki sem hvolp. Samt segir hún að hún sjái strax á myndum að þeir séu líkir og meðal annars opni munninn alveg eins. Í viðtalinu kom fram að Dorrit ætli að klóna Sám aftur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um klónun gæludýra. „Þetta er náttúrulega ekki komið á það stig að fólk geti bara látið klóna hundinn sinn, því að þetta sýnir fram á svo ekki verður um villst, muninn á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki.“ Hann sagði einnig að honum þyki „sætt“ hjá Dorrit að klóna hundinn Sám, hvolpurinn verði eins og eineggja tvíburi hliðraður til í tíma. „Dorrit verður að sætta sig við að þessi Samson hennar kemur ekki til með að vera alveg eins og Sámur.Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Dýr Hinsegin Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík síðdegis Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira