Fréttablaðið fellur á prófinu Ögmundur Jónasson skrifar 10. október 2019 08:00 Umræðu um þriðja orkupakkann er lokið á Alþingi sem kunnugt er og hann samþykktur með atkvæðum yfirgnæfandi meirihluta þingsins. Utan veggja Alþingis var hins vegar greinilega aðra sögu að segja því ítrekað hafði komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að Íslendingar undirgangist stefnu Evrópusambandsins á sviði orkumála.Ritstjórar gefa einkunnir Undanfarna mánuði hef ég lesið ófáa leiðara þessa blaðs um þetta málefni og hefur þar komið fram mjög afdráttarlaus stuðningur við markaðsstefnu Evrópusambandsins á sviði orkumála og þar með orkupakka 3. Það er að sjálfsögðu ritstjórnar að meta hvað hún telur vera rétt í þessu efni og er ekkert nema gott um það að segja. En þar með er ekki öll sagan sögð því í þessum skrifum hefur mér virst jafnvel meira fjallað um þau sem hafa verið á öndverðum meiði við ritstjórn blaðsins en um málið sjálft. Ég er í þessum hópi, Orkunni okkar, eins og við höfum kallað okkur sem höfum skráð okkur undir því heiti. Síðast þegar ég vissi vorum við átta þúsund talsins í umræðuhópnum. Í leiðurum Fréttablaðsins höfum við fengið alls kyns einkunnagjafir en allar á sama niðrandi veg, við værum gamalt fólk, athyglissjúkt, vildum „undanþágu frá alþjóðasamstarfi“, værum „popúlistar“ sem bulluðu út í eitt: „Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor.“ Þetta orðalag í leiðara Fréttablaðsins í þann mund sem Alþingi greiddi atkvæði er dæmigert um þessi skrif sem ég held að ég geti varla verið einn um að hafa fundist vera ósamboðin leiðurum blaðs sem borið er inn á hvert heimili. En það sem verra er, á Alþingi var umræðan af hálfu margra þingmanna einnig í þessu sama lágkúrulega fari. Andstæðingar voru einnig þar sagðir „bulla“, vera „fábjánar“ sem fráleitt væri að taka mark á, því aldrei kæmu þeir fram með neitt af viti og aldrei neitt nýtt! Framlag margra þingmanna var ekki innihaldsmeira en uppnefni og svigurmæli af þessu tagi.Vandaður málflutningur Orkunnar okkar Ég hef sótt fjöldann allan af fundum á vegum Orkunnar okkar og í sumar kom ég lítillega nærri vinnu sérfræðingahóps sem tekið hafði að sér það verkefni að grandskoða málefnið á nýjan leik og setja niðurstöður fram í skýrsluformi. Í þessu starfi kynntist ég vönduðum vinnubrögðum kunnáttufólks úr orkugeiranum, fólks sem sérfrótt er um þá þætti efnahagsmála sem þessum málaflokki viðkemur, náttúruvernd, Evrópurétt, alþjóðlega viðskiptasamninga; vinnu þeirra sem lagst höfðu í rannsóknarvinnu um eignatengsl í landakaupum þar sem orkugjafa er að finna. Niðurstöður þessarar vinnu hafa verið að birtast í blaðagreinum, á fundum og einnig í skýrslu sem birt var í ágúst áður en þing kom saman. Með þessari vinnu átti að freista þess að koma nýjum og fyllri upplýsingum á framfæri áður en endanleg ákvörðun yrði tekin á Alþingi. Afrakstur þessarar vinnu skilaði sér ekki aðeins inn í þjóðfélagsumræðuna almennt heldur einnig inn í sali Alþingis þótt fáir þar vildu heyra af því sem nýtt hafði komið fram.Úr eigin reynsluheimi Mig langar í þessu sambandi að benda á þó ekki sé nema eitt atriði sem ítrekað hefur verið haldið fram á síðum þessa blaðs, nefnilega að andstæðingar markaðsvæðingar raforkunnar séu andvígir alþjóðlegu samstarfi. Eflaust er allur gangur á afstöðu einstaklinga í þessum hópi sem öðrum hvað þetta snertir. Ég ætla að láta mér nægja að svara fyrir sjálfan mig. Alla mína starfsævi hef ég tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og er því fylgjandi, lít á það sem lífsnauðsynlegt hvort sem er á sviði menningar, menntunar, vísinda, náttúruverndar, mannréttinda og friðarmála eða viðskipta. Mér finnst hins vegar skipta höfuðmáli á hvaða forsendum slíkt samstarf er reist. Svo vill til að ég er mjög hlynntur samstarfi í Evrópu (bæði innan Evrópusambandsins og utan), hef tekið þátt í því á ýmsum sviðum í meira en fjörutíu ár, en er jafnframt gagnrýninn á þær forsendur sem Evrópusambandið hefur reist samstarf á sínum vegum á, einkum frá því um miðjan tíunda áratuginn. Þarna hef ég átt góða samleið og nána samvinnu við fólk í mannréttindabaráttu og í evrópskri verkalýðshreyfingu.Alþjóðleg umæða er meira en Evrópusambandið Á vettvangi alþjóðlegrar og evrópskrar verkalýðshreyfingar tók ég þátt í umræðu og baráttu um þjónustutilskipun ESB upp úr aldamótunum og um aðrar tilskipanir sem snertu sérstaklega velferðarkerfið og réttindi launafólks. Þessi barátta var engan veginn afmörkuð við Evrópusambandið heldur teygði hún sig um Evrópu alla og víða veröld með tilkomu viðskiptasamninga sem gerst hafa sífellt ágengari gagnvart innviðum samfélaganna og réttarkerfi, en bæði í GATS samningunum og af brigðum þeirra samninga tíðkast það í æ ríkara mæli að gerðardómar með afgerandi aðkomu fjármagnsafla ýti stofnunum réttarríkisins út úr ákvarðanatöku. Þarna hefur hin alþjóðlega verkalýðshreyfing tekið á málum óháð landamærum hvort sem um er að ræða einstök ríki eða sambönd eins og Evrópusambandið.Ef þú ert í röngu liði… Getur það verið að svo sé komið að við sem tökum þátt í alþjóðlegri umræðu um málefni sem snerta samfélög og lýðræði á öðrum forsendum en ákveðin er í höfuðstöðvum Evrópusambandsins þurfum að sæta aðkasti – ekki vegna rökstuðnings okkar og málafylgju heldur fyrir að vera í röngu liði og fyrir vikið kölluð fábjánar sem bulli út í eitt. Er það þetta sem Fréttablaðið ætlar framvegis að bjóða lesendum sínum? Eða er ætlunin að taka sig á og mæta inn á vettvang umræðunnar með rökum og þekkingu? Mikið skortir á að það hafi verið gert á þessu blaði.Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Ögmundur Jónasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Umræðu um þriðja orkupakkann er lokið á Alþingi sem kunnugt er og hann samþykktur með atkvæðum yfirgnæfandi meirihluta þingsins. Utan veggja Alþingis var hins vegar greinilega aðra sögu að segja því ítrekað hafði komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að Íslendingar undirgangist stefnu Evrópusambandsins á sviði orkumála.Ritstjórar gefa einkunnir Undanfarna mánuði hef ég lesið ófáa leiðara þessa blaðs um þetta málefni og hefur þar komið fram mjög afdráttarlaus stuðningur við markaðsstefnu Evrópusambandsins á sviði orkumála og þar með orkupakka 3. Það er að sjálfsögðu ritstjórnar að meta hvað hún telur vera rétt í þessu efni og er ekkert nema gott um það að segja. En þar með er ekki öll sagan sögð því í þessum skrifum hefur mér virst jafnvel meira fjallað um þau sem hafa verið á öndverðum meiði við ritstjórn blaðsins en um málið sjálft. Ég er í þessum hópi, Orkunni okkar, eins og við höfum kallað okkur sem höfum skráð okkur undir því heiti. Síðast þegar ég vissi vorum við átta þúsund talsins í umræðuhópnum. Í leiðurum Fréttablaðsins höfum við fengið alls kyns einkunnagjafir en allar á sama niðrandi veg, við værum gamalt fólk, athyglissjúkt, vildum „undanþágu frá alþjóðasamstarfi“, værum „popúlistar“ sem bulluðu út í eitt: „Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor.“ Þetta orðalag í leiðara Fréttablaðsins í þann mund sem Alþingi greiddi atkvæði er dæmigert um þessi skrif sem ég held að ég geti varla verið einn um að hafa fundist vera ósamboðin leiðurum blaðs sem borið er inn á hvert heimili. En það sem verra er, á Alþingi var umræðan af hálfu margra þingmanna einnig í þessu sama lágkúrulega fari. Andstæðingar voru einnig þar sagðir „bulla“, vera „fábjánar“ sem fráleitt væri að taka mark á, því aldrei kæmu þeir fram með neitt af viti og aldrei neitt nýtt! Framlag margra þingmanna var ekki innihaldsmeira en uppnefni og svigurmæli af þessu tagi.Vandaður málflutningur Orkunnar okkar Ég hef sótt fjöldann allan af fundum á vegum Orkunnar okkar og í sumar kom ég lítillega nærri vinnu sérfræðingahóps sem tekið hafði að sér það verkefni að grandskoða málefnið á nýjan leik og setja niðurstöður fram í skýrsluformi. Í þessu starfi kynntist ég vönduðum vinnubrögðum kunnáttufólks úr orkugeiranum, fólks sem sérfrótt er um þá þætti efnahagsmála sem þessum málaflokki viðkemur, náttúruvernd, Evrópurétt, alþjóðlega viðskiptasamninga; vinnu þeirra sem lagst höfðu í rannsóknarvinnu um eignatengsl í landakaupum þar sem orkugjafa er að finna. Niðurstöður þessarar vinnu hafa verið að birtast í blaðagreinum, á fundum og einnig í skýrslu sem birt var í ágúst áður en þing kom saman. Með þessari vinnu átti að freista þess að koma nýjum og fyllri upplýsingum á framfæri áður en endanleg ákvörðun yrði tekin á Alþingi. Afrakstur þessarar vinnu skilaði sér ekki aðeins inn í þjóðfélagsumræðuna almennt heldur einnig inn í sali Alþingis þótt fáir þar vildu heyra af því sem nýtt hafði komið fram.Úr eigin reynsluheimi Mig langar í þessu sambandi að benda á þó ekki sé nema eitt atriði sem ítrekað hefur verið haldið fram á síðum þessa blaðs, nefnilega að andstæðingar markaðsvæðingar raforkunnar séu andvígir alþjóðlegu samstarfi. Eflaust er allur gangur á afstöðu einstaklinga í þessum hópi sem öðrum hvað þetta snertir. Ég ætla að láta mér nægja að svara fyrir sjálfan mig. Alla mína starfsævi hef ég tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og er því fylgjandi, lít á það sem lífsnauðsynlegt hvort sem er á sviði menningar, menntunar, vísinda, náttúruverndar, mannréttinda og friðarmála eða viðskipta. Mér finnst hins vegar skipta höfuðmáli á hvaða forsendum slíkt samstarf er reist. Svo vill til að ég er mjög hlynntur samstarfi í Evrópu (bæði innan Evrópusambandsins og utan), hef tekið þátt í því á ýmsum sviðum í meira en fjörutíu ár, en er jafnframt gagnrýninn á þær forsendur sem Evrópusambandið hefur reist samstarf á sínum vegum á, einkum frá því um miðjan tíunda áratuginn. Þarna hef ég átt góða samleið og nána samvinnu við fólk í mannréttindabaráttu og í evrópskri verkalýðshreyfingu.Alþjóðleg umæða er meira en Evrópusambandið Á vettvangi alþjóðlegrar og evrópskrar verkalýðshreyfingar tók ég þátt í umræðu og baráttu um þjónustutilskipun ESB upp úr aldamótunum og um aðrar tilskipanir sem snertu sérstaklega velferðarkerfið og réttindi launafólks. Þessi barátta var engan veginn afmörkuð við Evrópusambandið heldur teygði hún sig um Evrópu alla og víða veröld með tilkomu viðskiptasamninga sem gerst hafa sífellt ágengari gagnvart innviðum samfélaganna og réttarkerfi, en bæði í GATS samningunum og af brigðum þeirra samninga tíðkast það í æ ríkara mæli að gerðardómar með afgerandi aðkomu fjármagnsafla ýti stofnunum réttarríkisins út úr ákvarðanatöku. Þarna hefur hin alþjóðlega verkalýðshreyfing tekið á málum óháð landamærum hvort sem um er að ræða einstök ríki eða sambönd eins og Evrópusambandið.Ef þú ert í röngu liði… Getur það verið að svo sé komið að við sem tökum þátt í alþjóðlegri umræðu um málefni sem snerta samfélög og lýðræði á öðrum forsendum en ákveðin er í höfuðstöðvum Evrópusambandsins þurfum að sæta aðkasti – ekki vegna rökstuðnings okkar og málafylgju heldur fyrir að vera í röngu liði og fyrir vikið kölluð fábjánar sem bulli út í eitt. Er það þetta sem Fréttablaðið ætlar framvegis að bjóða lesendum sínum? Eða er ætlunin að taka sig á og mæta inn á vettvang umræðunnar með rökum og þekkingu? Mikið skortir á að það hafi verið gert á þessu blaði.Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar