Viltu nýja stjórnarskrá eða þá gömlu? Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 10. október 2019 09:37 Nú er ég einn af þeim sem er mjög ósáttur við að þingið hafi ekki klárað stjórnarskrármálið á sínum tíma og að við séum ekki komin með nýja stjórnarskrá í dag. Ég hefði líka kosið að það opna ferli sem núna hefur verið sett af stað snerist um að endurbæta nýju stjórnarskrána fremur en þá gömlu. Þannig að ég skil pirringinn gagnvart stöðunni. En svona er staðan í dag. Sú gamla er enn í gildi og það er ekki að fara að breytast í bráð. Að minnsta kosti ekki á meðan það er ekki meirihluti á Alþingi fyrir að innleiða nýju stjórnarskrána. Nú er forsætisráðherrann okkar búin að leggja gífurlega vinnu í þennan málaflokk, þegar hún hefði getað látið þetta liggja ofan í skúffu eins og þær stjórnir sem hafa verið við völd síðan við vorum síðast í ríkisstjórn. Enda er vinna að nýrri stjórnarskrá áríðandi verkefni í hugum Vinstri grænna. Nýja stjórnarskráin væri einfaldlega ekki til ef ekki hefði verið fyrir þá vinnu sem átti sér stað í stjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og vilja þeirra til þess að láta almenningi í té tækifæri til þess að skapa sér sína eigin stjórnarskrá. Forsætisráðuneytið hefur sett á fót samráðsvef um stjórnarskrána í samráði við Íbúa ses. og rannsóknarhóp öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands. Þegar við blasir að nýrri stjórnarskrá verður ekki komið í gegn á núverandi þingi, þá er þeim mun mikilvægara að berjast fyrir þeim aðkallandi breytingum sem þarf að gera á gömlu stjórnarskránni. Nú höfum við þessa opnu gátt, til að setja fram hugmyndir, ræða þær og mæla með og á móti. Þarna er búið að leggja margt inn og ræða. Auðlindaákvæði og náttúruvernd, breytingar á breytingarákvæði stjórnarskrár, umræða um stöðu forsetaembættisins (meðal annars aldursákvæðið) og kjördæmaskipan. Því meiri umræða og gagnrýni sem fram fer á þessum vef, því meiri vigt hefur þetta ferli. Það á eftir að skila sér í vinnunni sem er framundan en hefur líka þau áhrif að ýta við stjórnvöldum til að nota aðferðir sem þessar til þess að ná til almennings, sérstaklega í málum er varða okkur öll. Tökum þátt, hvort sem það felst í að leggja orð í belg eða látum duga að kjósa upp það sem okkur hugnast og niður það sem okkur líst alls ekki á! Samráðsvefinn finnið þið hérVefurinn er virkur til 20. október.Höfundur er ritari Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Stjórnarskrá Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú er ég einn af þeim sem er mjög ósáttur við að þingið hafi ekki klárað stjórnarskrármálið á sínum tíma og að við séum ekki komin með nýja stjórnarskrá í dag. Ég hefði líka kosið að það opna ferli sem núna hefur verið sett af stað snerist um að endurbæta nýju stjórnarskrána fremur en þá gömlu. Þannig að ég skil pirringinn gagnvart stöðunni. En svona er staðan í dag. Sú gamla er enn í gildi og það er ekki að fara að breytast í bráð. Að minnsta kosti ekki á meðan það er ekki meirihluti á Alþingi fyrir að innleiða nýju stjórnarskrána. Nú er forsætisráðherrann okkar búin að leggja gífurlega vinnu í þennan málaflokk, þegar hún hefði getað látið þetta liggja ofan í skúffu eins og þær stjórnir sem hafa verið við völd síðan við vorum síðast í ríkisstjórn. Enda er vinna að nýrri stjórnarskrá áríðandi verkefni í hugum Vinstri grænna. Nýja stjórnarskráin væri einfaldlega ekki til ef ekki hefði verið fyrir þá vinnu sem átti sér stað í stjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og vilja þeirra til þess að láta almenningi í té tækifæri til þess að skapa sér sína eigin stjórnarskrá. Forsætisráðuneytið hefur sett á fót samráðsvef um stjórnarskrána í samráði við Íbúa ses. og rannsóknarhóp öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands. Þegar við blasir að nýrri stjórnarskrá verður ekki komið í gegn á núverandi þingi, þá er þeim mun mikilvægara að berjast fyrir þeim aðkallandi breytingum sem þarf að gera á gömlu stjórnarskránni. Nú höfum við þessa opnu gátt, til að setja fram hugmyndir, ræða þær og mæla með og á móti. Þarna er búið að leggja margt inn og ræða. Auðlindaákvæði og náttúruvernd, breytingar á breytingarákvæði stjórnarskrár, umræða um stöðu forsetaembættisins (meðal annars aldursákvæðið) og kjördæmaskipan. Því meiri umræða og gagnrýni sem fram fer á þessum vef, því meiri vigt hefur þetta ferli. Það á eftir að skila sér í vinnunni sem er framundan en hefur líka þau áhrif að ýta við stjórnvöldum til að nota aðferðir sem þessar til þess að ná til almennings, sérstaklega í málum er varða okkur öll. Tökum þátt, hvort sem það felst í að leggja orð í belg eða látum duga að kjósa upp það sem okkur hugnast og niður það sem okkur líst alls ekki á! Samráðsvefinn finnið þið hérVefurinn er virkur til 20. október.Höfundur er ritari Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar