Lífið

Seldu eitt einbýlishús og byggðu sex í sömu götunni í Grindavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalegt verkefni í Grindavík.
Svakalegt verkefni í Grindavík.
Hjónin Grettir Sigurjónsson og Alda Margrét Hauksdóttir réðust í gríðarlega stórt verkefni í Grindavík á dögunum, að byggja sex einbýlishús ásamt börnunum sínum.

Hugmyndin kom frá þeim Hjalta Þór Grettissyni og Sunnu Jónínu Sigurðardóttur og voru öll systkinin til í slaginn.

Grettir og Alda tóku því þá ákvörðun að selja sína eign, og var ætlun fjölskyldunnar að byggja sex einbýlishús í sömu götu. 

Allt eru þetta einingahús sem koma til landsins í pörtum og voru fengnir starfsmenn frá Lettlandi til að aðstoða við bygginguna.

Fjallað var um málið í síðasta þætti af Gulla Byggi á mánudaginn á Stöð 2 og má sjá brot úr þættinum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.