Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 12:54 Frá starfsmannafundinum á Reykjalundi í dag. Vísir/Arnar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. Í yfirlýsingu sem starfsmennirnir undirrituðu að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu segjast þeir hafa miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar. Þeir lögðu niður störf í dag og sendu sjúklinga heim vegna þessa.Í yfirlýsingunni, sem stíluð er á heilbrigðisráðherra, er atburðarás síðstu daga reifuð; forstjóra Reykjalundar var vikið úr starfi í lok september og framkvæmdastjóra lækninga í gær eftir 40 ára starf. Jafnframt er þess getið að þrátt fyrir að Reykjalundur sé í eigu SÍBS og lúti stjórn sambandsins sé stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamnings við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Því gildi lög um heilbrigðisþjónustu um starfsemi Reykjalundar, sem starfsmennirnir telja að stofnunin fullnægi ekki sem fyrr segir.Muni bitna harkalega á sjúklingum „Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa á endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Því fari starfsmennirnir þess á leit við heilbrigðisráðherra að hann grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi „með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt,“ eins og það er orðað. „Við teljum þetta vera nausynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga,“ segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar sem lesa má í heild hér að neðan.Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarVið undirritaður starfsmenn Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS; lýsum yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar.Stjórn stofnunarinnar, sem er í höndum stjórnar SÍBS, vék forstjóra fyrirvaralaust úr starfi í lok september. Í gær var framkvæmdastjóra lækninga vikið úr starfi með sama hætti. Þótt Reykjalundur sé í eigu SÍBS þá er stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamninga við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Um starfsemi Reykjalundar gilda lög um heilbrigðisþjónustu.Við teljum Reykjalund nú vera óstarfhæfur heilbrigðisstofnun sem fullnægir ekki lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnunar.Við höfum miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar.Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegrar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi.Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. Í yfirlýsingu sem starfsmennirnir undirrituðu að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu segjast þeir hafa miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar. Þeir lögðu niður störf í dag og sendu sjúklinga heim vegna þessa.Í yfirlýsingunni, sem stíluð er á heilbrigðisráðherra, er atburðarás síðstu daga reifuð; forstjóra Reykjalundar var vikið úr starfi í lok september og framkvæmdastjóra lækninga í gær eftir 40 ára starf. Jafnframt er þess getið að þrátt fyrir að Reykjalundur sé í eigu SÍBS og lúti stjórn sambandsins sé stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamnings við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Því gildi lög um heilbrigðisþjónustu um starfsemi Reykjalundar, sem starfsmennirnir telja að stofnunin fullnægi ekki sem fyrr segir.Muni bitna harkalega á sjúklingum „Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa á endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Því fari starfsmennirnir þess á leit við heilbrigðisráðherra að hann grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi „með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt,“ eins og það er orðað. „Við teljum þetta vera nausynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga,“ segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar sem lesa má í heild hér að neðan.Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarVið undirritaður starfsmenn Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS; lýsum yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar.Stjórn stofnunarinnar, sem er í höndum stjórnar SÍBS, vék forstjóra fyrirvaralaust úr starfi í lok september. Í gær var framkvæmdastjóra lækninga vikið úr starfi með sama hætti. Þótt Reykjalundur sé í eigu SÍBS þá er stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamninga við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Um starfsemi Reykjalundar gilda lög um heilbrigðisþjónustu.Við teljum Reykjalund nú vera óstarfhæfur heilbrigðisstofnun sem fullnægir ekki lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnunar.Við höfum miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar.Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegrar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi.Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55
Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00