Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 75-83 | Sterkur sigur Stólanna í Njarðvík Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 10. október 2019 22:45 Baldur Þór, þjálfari Tindastóls var kampakátur í leikslok Tindastóll heimsótti Njarðvík í stórleik annarar umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu sterkt í kvöld og komust fljótlega í 7-0 en þá tóku Stólarnir við sér og náðu yfirhöndinni á leiknum. Tindastóll leiddi að loknum fyrsta leikhluta en sterkur annar leikhluti Njarðvíkur hleypti þeim aftur inn í leikinn og leiddu þeir með tveimur stigum að loknum fyrri hálfleik. Leikurinn var í járnum í upphafi þriðja leikhluta en þegar dróg á seinni hlutann í leikhlutanum tóku Stólarnir aftur yfir leikinn. Þegar staðan var 57-57 skoruðu gestirnir tíu stig í röð. Njarðvík reyndu hvað þeir gátu til þess að komast aftur inn í leikinn en gríðarlega sterkur varnarleikur Tindastóls varð til þess að þeir sigldu sigrinum heim. Lokatölur 83-75. Afhverju vann Tindastóll? Það var gríðarlega sterkur varnarleikur sem skóp sigur Tindastóls. Njarðvíkingar áttu í miklum erfiðleikum með að koma boltanum í körfuna og fengu heimamenn fá opin skot. Hverjir stóðu upp úr? Eftir rólegan fyrri hálfleik snöggkviknaði á Gerel Simmons, amerískum leikmanni Tindastóls en hann endaði með 17 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Þá var Sinisa Bilic öflugur hjá gestunum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hjá heimamönnum var það gamla kempan, Logi Gunnarsson sem var manna bestur og þá var Kristinn Pálsson flottur á köflum. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar eru eflaust ekki sáttir með framlag erlendu leikmanna liðsins en það verður að koma meira frá þeim. Hvað gerist næst? Bæði lið fá risaleiki í næstu umferð. Njarðvíkingar fara hinum meginn við lækinn og mæta þar erkifjendum sínum úr Keflavík. Annar stórleikur verður á Króknum þegar Stjörnumenn mæta í heimsókn. Baldur Þór Ragnarsson: Fann mikla gleði orku að klára þetta Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna var að vonum kampakátur er hann var dreginn út úr fagnaðarlátunum inn í klefa eftir sterkan sigur á Njarðvík. „Þetta var bara mjög gott. Alltaf hrikalega ánægjulegt að vinna leik og maður verður að njóta þess á meðan það gerist.“ Stólarnir töpuðu fyrsta leik sínum á heimavelli gegn Keflavík og var Baldur að sjálfsögðu ánægður með sinn fyrsta sigur sem þjálfari Tindastóls. „Ég verð að viðurkenna það ég fann mikla gleði orku að klára þetta.“ Heilt yfir var þetta verðskuldaður sigur hjá Stólunum. „Við fókuserum alltaf á okkar prinsipp, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höldum því bara áfram. Við erum að frákasta vel og verjast vel. Þetta gekk vel og við náðum að klára þetta.“ Það var gríðarlega sterkur varnarleikur fyrst og fremst sem skóp þennan sigur hjá Stólunum í kvöld. „Það var klárlega varnarleikurinn sem skóp þennan sigur. Við erum með marga leikmenn sem geta varist og varnarleikurinn er klárlega það sem við ætlum að byggja á í vetur. Einar Árni Jóhannsson: Við sem lið eigum töluvert inni Það var niðurlútur Einar sem kom í viðtal eftir svekkjandi tap Njarðvíkur gegn Tindastóli á heimavelli. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikur. Við byrjum leikinn fínt en svo taka þeir bara yfir leikinn, miklu kröftugri og áræðnari. En svo eigum við bara góðan annan leikhluta, náum forystunni og förum þokkalega sáttir í hálfleikinn. En þeir voru einhvernveginn alltaf á undan í seinni hálfleik. Þetta var verðskuldaður sigur hjá Stólunum.“ Gamla kempan, Logi Gunnarsson var manna bestur í Njarðvíkurliðinu og hrósar Einar honum. „Logi er 38 ára gamall en er atvinnumaður í gegn og í frábæru standi. Hann átti heilt yfir flottan leik í kvöld, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við sem lið eigum töluvert inni.“ Næsti leikur Njarðvíkur verður svaka leikur, gegn erkifjendunum í Keflavík. Einar býst fastlega við því að það verði auðvelt að gíra menn upp í þann leik. „Ég hef fulla trú á því að við séum alltaf tilbúnir að taka stríðið við Keflavík og eftir tap á heimavelli hef ég fulla trú á því að það verði enn meiri kraftur í mínum mönnum.“ Helgi Hrafn Viggósson: Ná í sigur í Njarðvík er mjög sterkt Helgi Hrafn, fyrirliði Tindastóls var glaður í leikslok eftir sterkan útisigur Stólanna gegn Njarðvík í kvöld. „Tilfinningin er mjög góð. Við komum sterkir inn í leikinn og það voru allir klárir í þetta, hvort sem það var fyrsti leikmaður eða tólfti.“ Tindastóll tapaði fyrsta leik tímabilsins gegn Keflavík og var Helgi ánægður með að koma hingað til Njarðvíkur og komast á stigatöfluna. „Það er alltaf sterkt að fá stig á töfluna og hvað þá að koma hingað í Njarðvík og ná í sigur er mjög sterkt.“ Það var gríðarlega sterkur varnarleikur hjá Tindastóli sem sklóp þennan sigur. „Þetta var skemmtilegur leikur. Það komu áhlaup báðum meginn. Að halda Njarðvík í 75 stigum á þeirra heimavelli er mjög gott.“ Dominos-deild karla
Tindastóll heimsótti Njarðvík í stórleik annarar umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu sterkt í kvöld og komust fljótlega í 7-0 en þá tóku Stólarnir við sér og náðu yfirhöndinni á leiknum. Tindastóll leiddi að loknum fyrsta leikhluta en sterkur annar leikhluti Njarðvíkur hleypti þeim aftur inn í leikinn og leiddu þeir með tveimur stigum að loknum fyrri hálfleik. Leikurinn var í járnum í upphafi þriðja leikhluta en þegar dróg á seinni hlutann í leikhlutanum tóku Stólarnir aftur yfir leikinn. Þegar staðan var 57-57 skoruðu gestirnir tíu stig í röð. Njarðvík reyndu hvað þeir gátu til þess að komast aftur inn í leikinn en gríðarlega sterkur varnarleikur Tindastóls varð til þess að þeir sigldu sigrinum heim. Lokatölur 83-75. Afhverju vann Tindastóll? Það var gríðarlega sterkur varnarleikur sem skóp sigur Tindastóls. Njarðvíkingar áttu í miklum erfiðleikum með að koma boltanum í körfuna og fengu heimamenn fá opin skot. Hverjir stóðu upp úr? Eftir rólegan fyrri hálfleik snöggkviknaði á Gerel Simmons, amerískum leikmanni Tindastóls en hann endaði með 17 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Þá var Sinisa Bilic öflugur hjá gestunum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hjá heimamönnum var það gamla kempan, Logi Gunnarsson sem var manna bestur og þá var Kristinn Pálsson flottur á köflum. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar eru eflaust ekki sáttir með framlag erlendu leikmanna liðsins en það verður að koma meira frá þeim. Hvað gerist næst? Bæði lið fá risaleiki í næstu umferð. Njarðvíkingar fara hinum meginn við lækinn og mæta þar erkifjendum sínum úr Keflavík. Annar stórleikur verður á Króknum þegar Stjörnumenn mæta í heimsókn. Baldur Þór Ragnarsson: Fann mikla gleði orku að klára þetta Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna var að vonum kampakátur er hann var dreginn út úr fagnaðarlátunum inn í klefa eftir sterkan sigur á Njarðvík. „Þetta var bara mjög gott. Alltaf hrikalega ánægjulegt að vinna leik og maður verður að njóta þess á meðan það gerist.“ Stólarnir töpuðu fyrsta leik sínum á heimavelli gegn Keflavík og var Baldur að sjálfsögðu ánægður með sinn fyrsta sigur sem þjálfari Tindastóls. „Ég verð að viðurkenna það ég fann mikla gleði orku að klára þetta.“ Heilt yfir var þetta verðskuldaður sigur hjá Stólunum. „Við fókuserum alltaf á okkar prinsipp, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höldum því bara áfram. Við erum að frákasta vel og verjast vel. Þetta gekk vel og við náðum að klára þetta.“ Það var gríðarlega sterkur varnarleikur fyrst og fremst sem skóp þennan sigur hjá Stólunum í kvöld. „Það var klárlega varnarleikurinn sem skóp þennan sigur. Við erum með marga leikmenn sem geta varist og varnarleikurinn er klárlega það sem við ætlum að byggja á í vetur. Einar Árni Jóhannsson: Við sem lið eigum töluvert inni Það var niðurlútur Einar sem kom í viðtal eftir svekkjandi tap Njarðvíkur gegn Tindastóli á heimavelli. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikur. Við byrjum leikinn fínt en svo taka þeir bara yfir leikinn, miklu kröftugri og áræðnari. En svo eigum við bara góðan annan leikhluta, náum forystunni og förum þokkalega sáttir í hálfleikinn. En þeir voru einhvernveginn alltaf á undan í seinni hálfleik. Þetta var verðskuldaður sigur hjá Stólunum.“ Gamla kempan, Logi Gunnarsson var manna bestur í Njarðvíkurliðinu og hrósar Einar honum. „Logi er 38 ára gamall en er atvinnumaður í gegn og í frábæru standi. Hann átti heilt yfir flottan leik í kvöld, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við sem lið eigum töluvert inni.“ Næsti leikur Njarðvíkur verður svaka leikur, gegn erkifjendunum í Keflavík. Einar býst fastlega við því að það verði auðvelt að gíra menn upp í þann leik. „Ég hef fulla trú á því að við séum alltaf tilbúnir að taka stríðið við Keflavík og eftir tap á heimavelli hef ég fulla trú á því að það verði enn meiri kraftur í mínum mönnum.“ Helgi Hrafn Viggósson: Ná í sigur í Njarðvík er mjög sterkt Helgi Hrafn, fyrirliði Tindastóls var glaður í leikslok eftir sterkan útisigur Stólanna gegn Njarðvík í kvöld. „Tilfinningin er mjög góð. Við komum sterkir inn í leikinn og það voru allir klárir í þetta, hvort sem það var fyrsti leikmaður eða tólfti.“ Tindastóll tapaði fyrsta leik tímabilsins gegn Keflavík og var Helgi ánægður með að koma hingað til Njarðvíkur og komast á stigatöfluna. „Það er alltaf sterkt að fá stig á töfluna og hvað þá að koma hingað í Njarðvík og ná í sigur er mjög sterkt.“ Það var gríðarlega sterkur varnarleikur hjá Tindastóli sem sklóp þennan sigur. „Þetta var skemmtilegur leikur. Það komu áhlaup báðum meginn. Að halda Njarðvík í 75 stigum á þeirra heimavelli er mjög gott.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti