Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 17:56 Framleiðsla myndarinnar, sem fjalla mun um Eurovision söngvakeppnina er nú að hefjast á Húsavík og sagði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, í dag að allt væri á öðrum endanum. Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. Í samtalið við þá Þorgeir, Kristófer og Braga í Reykjavík Síðdegis sagði Aðalsteinn að hann hafi líklegast átt að vera aukaleikari í bakgrunni myndarinnar. Mörgum íbúum Húsavíkur hafi verið boðin slík hlutverk. Framleiðsla myndarinnar, sem fjalla mun um Eurovision söngvakeppnina er nú að hefjast á Húsavík og sagði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, í dag að allt væri á öðrum endanum. Um 250 manns munu koma til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar og munu tökur standa yfir alla helgina.Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann„Ég held að það verði til, upp úr þessu, fjöldinn allur af flottum kvikmyndastjörnum af svæðinu,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði Húsvíkinga ávallt hafa haft mikinn áhuga á Eurovision og margir séu forfallnir aðdáendur söngvakeppninnar.Aðalsteinn er hér fyrir miðju.Vísir/VilhelmÞó mikil leynd hvíli yfir verkefninu segist Aðalsteinn hafa séð bónda smala kindum í einhverjum tengslum við framleiðslu kvikmyndarinnar. Aðalsteinn sagði einnig að vel yrði tekið á móti öllum sem koma að framleiðslu myndarinnar. Hann hefði ekki rekist á einn einasta Húsvíking sem væri ekki jákvæður gagnvart verkefninu. „Það ætlum við að gera. Við tökum öllum svona verkefnum fagnandi því að, ef við sleppum myndinni sjálfri, þá er gríðarlega mikið í kringum þetta. Það er allt gistipláss fullt og rúmlega það og út fyrir Húsavík líka. Þetta eru gjaldeyristekjur og þetta eru þekktir leikarar sem koma þarna.“ Aðalsteinn sagðist sérstaklega vonast til að mæta Pierce Brosnan, Bond sjálfum. Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. Í samtalið við þá Þorgeir, Kristófer og Braga í Reykjavík Síðdegis sagði Aðalsteinn að hann hafi líklegast átt að vera aukaleikari í bakgrunni myndarinnar. Mörgum íbúum Húsavíkur hafi verið boðin slík hlutverk. Framleiðsla myndarinnar, sem fjalla mun um Eurovision söngvakeppnina er nú að hefjast á Húsavík og sagði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, í dag að allt væri á öðrum endanum. Um 250 manns munu koma til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar og munu tökur standa yfir alla helgina.Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann„Ég held að það verði til, upp úr þessu, fjöldinn allur af flottum kvikmyndastjörnum af svæðinu,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði Húsvíkinga ávallt hafa haft mikinn áhuga á Eurovision og margir séu forfallnir aðdáendur söngvakeppninnar.Aðalsteinn er hér fyrir miðju.Vísir/VilhelmÞó mikil leynd hvíli yfir verkefninu segist Aðalsteinn hafa séð bónda smala kindum í einhverjum tengslum við framleiðslu kvikmyndarinnar. Aðalsteinn sagði einnig að vel yrði tekið á móti öllum sem koma að framleiðslu myndarinnar. Hann hefði ekki rekist á einn einasta Húsvíking sem væri ekki jákvæður gagnvart verkefninu. „Það ætlum við að gera. Við tökum öllum svona verkefnum fagnandi því að, ef við sleppum myndinni sjálfri, þá er gríðarlega mikið í kringum þetta. Það er allt gistipláss fullt og rúmlega það og út fyrir Húsavík líka. Þetta eru gjaldeyristekjur og þetta eru þekktir leikarar sem koma þarna.“ Aðalsteinn sagðist sérstaklega vonast til að mæta Pierce Brosnan, Bond sjálfum.
Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00
Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48
Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28
Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06