Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2019 11:31 Frá starfsmannafundinum á Reykjalundi í dag. Vísir/Arnar Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. Embætti landlæknis hefur enga aðkomu að deilunum í Reykjalundi en svaraði fyrirspurn Sveins Guðmundsson, stjórnarformanns SÍBS, vegna ákvörðunar starfsfólksins að senda sjúklinga af daglegudeild heim í gær. Í svörum landlæknis kom fram að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sé ljóst að á Reykjalundi skuli vera framkvæmdastjóri lækninga. Af samningi Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands yrði þó ekki séð að forsenda fyrir starfshæfni stofnunarinnar dag frá degi standi og falli með framkvæmdastjóra lækninga. Þjónusta Reykjalundar byggi á þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks en tekið var fram í svarinu til Sveins að embætti landlæknis gangi út frá því að verið sé að ganga frá afleysingu í stöðuna eða ráðningu. Sveinn las þetta svar frá embætti landlæknis á fundi með starfsmönnum Reykjalundar í gær. Þar tók Sveinn fram að hann búist við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækninga í byrjun nýrrar viku og ráðningarferli nýs forstjóra standi yfir. Er starfsemi Reykjalundar því með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsmennirnir fóru með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, til heilbrigðisráðherra í gær. Var það gert vegna uppsagnar forstjóra Reykjalundar til tólf ára og framkvæmdastjóra lækninga. Yfirlæknir á Reykjalundi sagði forstjórann og framkvæmdastjórann nánast hafa verið borna út með ómanneskjulegum hætti. Starfsfólkið væri í angist, margir hugsuðu sér til hreyfings og framtíð Reykjalundar væri í mikilli óvissu með þessu áframhaldi. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. Embætti landlæknis hefur enga aðkomu að deilunum í Reykjalundi en svaraði fyrirspurn Sveins Guðmundsson, stjórnarformanns SÍBS, vegna ákvörðunar starfsfólksins að senda sjúklinga af daglegudeild heim í gær. Í svörum landlæknis kom fram að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sé ljóst að á Reykjalundi skuli vera framkvæmdastjóri lækninga. Af samningi Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands yrði þó ekki séð að forsenda fyrir starfshæfni stofnunarinnar dag frá degi standi og falli með framkvæmdastjóra lækninga. Þjónusta Reykjalundar byggi á þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks en tekið var fram í svarinu til Sveins að embætti landlæknis gangi út frá því að verið sé að ganga frá afleysingu í stöðuna eða ráðningu. Sveinn las þetta svar frá embætti landlæknis á fundi með starfsmönnum Reykjalundar í gær. Þar tók Sveinn fram að hann búist við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækninga í byrjun nýrrar viku og ráðningarferli nýs forstjóra standi yfir. Er starfsemi Reykjalundar því með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsmennirnir fóru með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, til heilbrigðisráðherra í gær. Var það gert vegna uppsagnar forstjóra Reykjalundar til tólf ára og framkvæmdastjóra lækninga. Yfirlæknir á Reykjalundi sagði forstjórann og framkvæmdastjórann nánast hafa verið borna út með ómanneskjulegum hætti. Starfsfólkið væri í angist, margir hugsuðu sér til hreyfings og framtíð Reykjalundar væri í mikilli óvissu með þessu áframhaldi.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira