Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 12:16 Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, á Reykjalundi í gær. Vísir/arnar Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS og starfandi forstjóri Reykjalundar, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. „Vinnufélagar til margra ára hafa horfið á braut án fyrirvara og tímabundin óvissa hefur sett mark sitt á vinnustaðinn. Ég harma að til þess hafi komið. Ég skil að starfsfólki þyki aðstæðurnar slæmar, en vona að starfsemin komist í eðlilegt horf á allra næstu dögum,“ segir Sveinn í skeyti til fjölmiðla. Birgi Gunnarssyni forstjóra Reykjalundar var sagt upp 30. september. Þeirri uppsögn var fylgt eftir með uppsögn Magnúsar Ólasonar, framkvæmdastjóra lækninga á miðvikudag. Magnús hafi ekki viljað hætta Sveinn ræddi uppsagnirnar í Reykjavík síðdegis í gær. Hann hefur hrósað Birgi fyrir sín störf en nauðsynlegt hafi verið að segja honum upp störfum. Sveinn hefur þó ekki viljað segja frá ástæðum starfsloka Birgis. Þá segist Sveinn hafa staðið í þeirri trú að búið væri að segja Magnúsi, sem varð sjötugur á árinu, upp störfum sökum aldurs enda búið að ráða í starf hans. „Við erum bundin því að borga manninum uppsagnarfrest. Það þýðir ekkert að bíða með það,“ sagði Sveinn í viðtalinu í gær. Magnús hafi ekki verið á þeim buxunum að hætta og því ekkert annað í stöðunni en að segja honum upp. Sveinn segir að búið sé að ráða manneskju í stað Magnúsar sem sé mjög hæf. Þá minnir hann á að fleiri hafi komið að frábæru starfi á Reykjalundi undanfarin ár en Birgir og Magnús.Viðtalið í Reykjavík síðdegis má heyra að neðan.Óhætt er að segja að starfsfólk á Reykjalundi hafi ekki tekið breytingunum vel. Lýstu þau yfir vanhæfi á stjórn SÍBS þar sem Sveinn gegnir formennsku. Þá mótmæltu þau með því að taka ekki á móti sjúklingum í gær. Eftir athugasemd Landlæknis og áminningu um að starfsfólk sinnti störfum sínum var ákveðið að taka aftur við sjúklingum í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, sagði framtíð Reykjalundar í uppnámi í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er þegar komið los á starfsfólk. Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril. Andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Halldór Halldórsson, ritari á hjarta- og lungnarannsóknardeild Reykjalundar, sagði mikla reiði í starfsfólki. Tjáði hann Sveini að annaðhvort viki Sveinn eða starfsfólkið. „Ég er búinn að vera í þessu húsi síðan 1988 og hef aldrei upplifað aðra eins steypu. Ef þessi stjórn SÍBS fer ekki frá þá fer starfsfólkið. Hvað á þá að gera við sjúklingana?,“ spurði Halldór þegar hann ræddi við fréttamenn.Halldór Halldórsson, ritari á hjarta- og lungnadeild Reykjalundar.VísirSveinn segir ráðningarferli framkvæmdastjóra lækninga í vinnslu. Sá mun taka við af Magnúsi Ólasyni sem sagt var upp á miðvikudag eftir tæplega fjörutíu ára starf á Reykjalundi. Til stóð að hann léti af störfum á næstunni sökum aldurs en hann er sjötugur. Þá segir Sveinn að starf forstjóra verði auglýst en fram að ráðningu verði tímabundinn settur forstjóri yfir Reykjalund. Hann hefur gegnt stöðu forstjóra eftir að Birgi Gunnarssyni var sagt upp um mánaðamótin. Hann ætli að stíga til hliðar á meðan ráðningarferlið stendur yfir.Magnús Ólason, sem er sjötugur, er ósáttur við starfslok sín hjá Reykjalundi.Fréttablaðið/Valli„Við munum vinna hratt og leggja okkur fram við að upplýsa starfsfólk jafn óðum um framgang vinnunnar, svo ekki skapist óvissa um næstu skref.“ Sveinn boðar næsta fund með starfsfólki 15. október.Fjallað var ítarlega um stöðuna á Reykjalundi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun. 10. október 2019 15:59 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS og starfandi forstjóri Reykjalundar, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. „Vinnufélagar til margra ára hafa horfið á braut án fyrirvara og tímabundin óvissa hefur sett mark sitt á vinnustaðinn. Ég harma að til þess hafi komið. Ég skil að starfsfólki þyki aðstæðurnar slæmar, en vona að starfsemin komist í eðlilegt horf á allra næstu dögum,“ segir Sveinn í skeyti til fjölmiðla. Birgi Gunnarssyni forstjóra Reykjalundar var sagt upp 30. september. Þeirri uppsögn var fylgt eftir með uppsögn Magnúsar Ólasonar, framkvæmdastjóra lækninga á miðvikudag. Magnús hafi ekki viljað hætta Sveinn ræddi uppsagnirnar í Reykjavík síðdegis í gær. Hann hefur hrósað Birgi fyrir sín störf en nauðsynlegt hafi verið að segja honum upp störfum. Sveinn hefur þó ekki viljað segja frá ástæðum starfsloka Birgis. Þá segist Sveinn hafa staðið í þeirri trú að búið væri að segja Magnúsi, sem varð sjötugur á árinu, upp störfum sökum aldurs enda búið að ráða í starf hans. „Við erum bundin því að borga manninum uppsagnarfrest. Það þýðir ekkert að bíða með það,“ sagði Sveinn í viðtalinu í gær. Magnús hafi ekki verið á þeim buxunum að hætta og því ekkert annað í stöðunni en að segja honum upp. Sveinn segir að búið sé að ráða manneskju í stað Magnúsar sem sé mjög hæf. Þá minnir hann á að fleiri hafi komið að frábæru starfi á Reykjalundi undanfarin ár en Birgir og Magnús.Viðtalið í Reykjavík síðdegis má heyra að neðan.Óhætt er að segja að starfsfólk á Reykjalundi hafi ekki tekið breytingunum vel. Lýstu þau yfir vanhæfi á stjórn SÍBS þar sem Sveinn gegnir formennsku. Þá mótmæltu þau með því að taka ekki á móti sjúklingum í gær. Eftir athugasemd Landlæknis og áminningu um að starfsfólk sinnti störfum sínum var ákveðið að taka aftur við sjúklingum í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, sagði framtíð Reykjalundar í uppnámi í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er þegar komið los á starfsfólk. Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril. Andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Halldór Halldórsson, ritari á hjarta- og lungnarannsóknardeild Reykjalundar, sagði mikla reiði í starfsfólki. Tjáði hann Sveini að annaðhvort viki Sveinn eða starfsfólkið. „Ég er búinn að vera í þessu húsi síðan 1988 og hef aldrei upplifað aðra eins steypu. Ef þessi stjórn SÍBS fer ekki frá þá fer starfsfólkið. Hvað á þá að gera við sjúklingana?,“ spurði Halldór þegar hann ræddi við fréttamenn.Halldór Halldórsson, ritari á hjarta- og lungnadeild Reykjalundar.VísirSveinn segir ráðningarferli framkvæmdastjóra lækninga í vinnslu. Sá mun taka við af Magnúsi Ólasyni sem sagt var upp á miðvikudag eftir tæplega fjörutíu ára starf á Reykjalundi. Til stóð að hann léti af störfum á næstunni sökum aldurs en hann er sjötugur. Þá segir Sveinn að starf forstjóra verði auglýst en fram að ráðningu verði tímabundinn settur forstjóri yfir Reykjalund. Hann hefur gegnt stöðu forstjóra eftir að Birgi Gunnarssyni var sagt upp um mánaðamótin. Hann ætli að stíga til hliðar á meðan ráðningarferlið stendur yfir.Magnús Ólason, sem er sjötugur, er ósáttur við starfslok sín hjá Reykjalundi.Fréttablaðið/Valli„Við munum vinna hratt og leggja okkur fram við að upplýsa starfsfólk jafn óðum um framgang vinnunnar, svo ekki skapist óvissa um næstu skref.“ Sveinn boðar næsta fund með starfsfólki 15. október.Fjallað var ítarlega um stöðuna á Reykjalundi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun. 10. október 2019 15:59 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun. 10. október 2019 15:59
Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31
Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30