Afneitun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. október 2019 13:00 Umhverfisstofnun birti nýlega yfirlýsingu á vef sínum þar sem áréttað var að loftslagsbreytingar væru staðreynd og að áhrifin yrðu alvarleg yrði ekki gripið í taumana. Stofnun eins og þessi ætti ekki að þurfa að senda frá sér slíka yfirlýsingu. Við lifum í upplýstu þjóðfélagi þar sem tekið er mark á niðurstöðum vísindamanna um loftslagsmál. Við erum ekki þjóð sem afneitar þeim vegna þess að þær þykja óþægilegar og raska þeirri heimsmynd sem við viljum búa við. Eða hvað? Fyrrnefnd yfirlýsing er áminning um að í okkar litla þjóðfélagi hefur hreiðrað um sig hópur afneitunarsinna í loftslagsmálum. Þeir grípa öll hálmstrá til að geta haldið málflutningi sínum á lofti. Sumir í þessum hópi gera það af því að fyrir einhverjum árum ákváðu þeir að tal um loftslagsbreytingar af mannavöldum væri eitt af þeim vitlausu málum sem vinstri menn og þeirra nótar hefðu tekið upp á sína arma. Þessi hópur manna kann illa við að hafa rangt fyrir sér og finnst niðurlægjandi að viðurkenna að skoðun þeirra hafi verið kolröng. Einhverjir klóra í bakkann og segja eitthvað á þessa leið: „Við sögðum aldrei að loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum. Við vorum allan tímann að vara við öfgum í umræðunni.“ Ekki sjá þeir ástæðu til að nefna hvaða öfgum þeir hafi allan tímann verið að mótmæla. Staðreyndin er sú að þeir vilja ekki lengur muna hvað þeir sögðu og vonast til að aðrir muni það ekki orðrétt. Í þeirra huga skiptir öllu að bjarga egóinu. Þeir höfðu rangt fyrir sér, héldu áfram að hafa rangt fyrir sér og hafa enn rangt fyrir sér. Þessum hópi manna hefur örugglega hlýnað verulega um hjartarætur þegar um 500 manns, að stórum hluta verkfræðingar, hagfræðingar og viðskiptamenn, settu nýlega nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Þarna átti að vera enn ein sönnun þess að vísindamenn væru ósammála um að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Litlu skipti þótt þeir sem lagt höfðu nafn sitt við þetta plagg hefðu enga sérþekkingu á loftslagsvísindum. Öllum afneitunarsinnum er tekið fagnandi og slengt á þá vísindastimpli ef það hentar málstaðnum. Langflestir gera sér grein fyrir hættunni sem mannkynið hefur kallað yfir sig með kæruleysislegri umgengni um jörðina. Á þessa vá verður ekki nægilega oft minnst. Það er því fagnaðarefni hversu mikla athygli bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, hefur vakið. Hann naut ráðgjafar færustu vísindamanna í verki sem ber með sér að höfundurinn hefur lagt í það alla sína krafta og hugvit. Útkoman er bæði glæsileg og sannfærandi. Afneitunarsinnar fá örugglega óbragð í munninn þegar minnst er á þessa bók, en aðrir hljóta að fagna því að þjóðin á framsýnan rithöfund sem hikar hvergi við að minna á að við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og vonað að hlutir lagist. Við þurfum að bregðast við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun birti nýlega yfirlýsingu á vef sínum þar sem áréttað var að loftslagsbreytingar væru staðreynd og að áhrifin yrðu alvarleg yrði ekki gripið í taumana. Stofnun eins og þessi ætti ekki að þurfa að senda frá sér slíka yfirlýsingu. Við lifum í upplýstu þjóðfélagi þar sem tekið er mark á niðurstöðum vísindamanna um loftslagsmál. Við erum ekki þjóð sem afneitar þeim vegna þess að þær þykja óþægilegar og raska þeirri heimsmynd sem við viljum búa við. Eða hvað? Fyrrnefnd yfirlýsing er áminning um að í okkar litla þjóðfélagi hefur hreiðrað um sig hópur afneitunarsinna í loftslagsmálum. Þeir grípa öll hálmstrá til að geta haldið málflutningi sínum á lofti. Sumir í þessum hópi gera það af því að fyrir einhverjum árum ákváðu þeir að tal um loftslagsbreytingar af mannavöldum væri eitt af þeim vitlausu málum sem vinstri menn og þeirra nótar hefðu tekið upp á sína arma. Þessi hópur manna kann illa við að hafa rangt fyrir sér og finnst niðurlægjandi að viðurkenna að skoðun þeirra hafi verið kolröng. Einhverjir klóra í bakkann og segja eitthvað á þessa leið: „Við sögðum aldrei að loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum. Við vorum allan tímann að vara við öfgum í umræðunni.“ Ekki sjá þeir ástæðu til að nefna hvaða öfgum þeir hafi allan tímann verið að mótmæla. Staðreyndin er sú að þeir vilja ekki lengur muna hvað þeir sögðu og vonast til að aðrir muni það ekki orðrétt. Í þeirra huga skiptir öllu að bjarga egóinu. Þeir höfðu rangt fyrir sér, héldu áfram að hafa rangt fyrir sér og hafa enn rangt fyrir sér. Þessum hópi manna hefur örugglega hlýnað verulega um hjartarætur þegar um 500 manns, að stórum hluta verkfræðingar, hagfræðingar og viðskiptamenn, settu nýlega nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Þarna átti að vera enn ein sönnun þess að vísindamenn væru ósammála um að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Litlu skipti þótt þeir sem lagt höfðu nafn sitt við þetta plagg hefðu enga sérþekkingu á loftslagsvísindum. Öllum afneitunarsinnum er tekið fagnandi og slengt á þá vísindastimpli ef það hentar málstaðnum. Langflestir gera sér grein fyrir hættunni sem mannkynið hefur kallað yfir sig með kæruleysislegri umgengni um jörðina. Á þessa vá verður ekki nægilega oft minnst. Það er því fagnaðarefni hversu mikla athygli bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, hefur vakið. Hann naut ráðgjafar færustu vísindamanna í verki sem ber með sér að höfundurinn hefur lagt í það alla sína krafta og hugvit. Útkoman er bæði glæsileg og sannfærandi. Afneitunarsinnar fá örugglega óbragð í munninn þegar minnst er á þessa bók, en aðrir hljóta að fagna því að þjóðin á framsýnan rithöfund sem hikar hvergi við að minna á að við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og vonað að hlutir lagist. Við þurfum að bregðast við.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar