Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 19:45 Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. „Mér datt þetta í hug fyrir töluverðu síðan. Ég var að hugsa hvað myndi gerast ef það yrði Kötlugos og þessar sögur að Katla hafi valdið frönsku byltingunni á sínum tíma með hungursneyðinni sem kom í Evrópu,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. Þáttaröðin Katla er sköpunarverk hans og Sigurjóns Kjartanssonar. Hefjast tökur á næsta ári og munu standa yfir í fimm mánuði. Er reiknað með að þættirnir verði frumsýndir árið 2021 á Netflix.Hvað leynist undir jöklunum? Baltasar var í Bandaríkjunum þegar hugmyndin fór að taka á sig mynd. „Það kom frétt á sjónvarpsstöðinni FOX sem sagði: „Ef Katla gýs þá endar heimurinn“. Það er kannski ekki margt sem er á FOX er alveg nákvæmt. En þetta kom af stað hugmyndum hjá mér og mér fannst þetta mjög spennandi sögusvið. Þessi pæling líka að jöklarnir eru að hopa mikið og hverfa og við höfum ekki séð mjög mikið undir þá, allavega víða, og það gæti leynst eitthvað undir þessum jöklum,“ segir Baltasar. Hann segir sögusviðið afar spennandi, bæði út af loftslagsbreytingum og þeim umbreytingum sem yrðu á Mýrdalsjökli ef Katla myndi byrja að gjósa.Heyrði sögur af fólki sem varð eftir í Eyjum Í þáttunum er komið við sögu þegar Kötlugos hefur staðið yfir í heilt ár. Íbúar í smábænum Vík hafa flestir yfirgefið staðinn en nokkrir urðu eftir til að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Við gosið leysast kraftar úr læðingi sem gerir verkefnið enn meira krefjandi fyrir þá sem eftir eru. Þegar Baltasar gerði kvikmyndina Djúpið, sem byggir á skipskaða úti fyrir Vestmannaeyjum, heyrði hann sögur af þeim sem urðu eftir í Vestmannaeyjum þegar byrjaði að gjósa þar á áttunda áratug síðustu aldar. Þáttaröðin Katla verður nokkurs konar jarðbundinn vísindaskáldskapur. Sem dæmi má nefna að hin vinsæla Netflix-þáttaröð Dark fellur undir þá skilgreiningu.Gerðist á nokkrum vikum Baltasar segir viðræðurnar við Netflix hafa hafist í sumar. Hann fékk símhringingu frá manni sem hafði kynnt sér Kötluverkefnið á fyrri stigum málsins. Baltasar hafði gert prufuþátt og svokallaða biblíu-þáttanna. Þegar talað er um biblíu-sjónvarpsþátt er átt við nokkurskonar handbók höfunda sem útskýrir persónur og reglur söguheimsins. „Svo gerðist þetta á nokkrum vikum, þau vildu ganga frá þessu og gera samning og fjármagna þetta. Þetta er svolítið óvænt, í raun símtal sem maður átti ekki von á. Maður þarf oft að hafa meira fyrir hlutunum. Við vorum búin að þróa þetta heillengi og reyna að fjármagna þetta eftir hefðbundnari leiðum með sjóðum og sjónvarpsstöðvum, en það er þyngra en að segja það, sérstaklega þegar kemur að svona vísindaskáldskap sem höfðar ekki eins til fjölda og Ófærð.“Skapa eldgos og klæða í ösku Hann segir fjárfestingu Netflix í verkefninu þá hæstu sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Önnur þáttaröð Ófærðar kostaði 1,3 milljarða króna en Baltasar segir Kötlu-verkefnið stærra. „Ég veit ekki til þess að það hafi verið áður. Þetta er töluvert stærri framleiðsla en Ófærð. Þetta er feikilega flókin vinnsla því við þurfum að búa til eldgos og klæða allt í ösku,“ segir Baltasar en meginþorri þeirra sem koma að þessari flóknu framleiðslu verða Íslendingar.Ekki af þessari stærðargráðu Tökur hefjast á næsta ári og standa yfir í fimm mánuði en áætlað er að frumsýna þættina á Netflix árið 2021. „Þetta er ofboðsleg innspýting í íslenska kvikmyndagerð. Allir sem verða í aðalhlutverkum og allir sem verða bak við myndavélina verða meira eða minna Íslendingar og það er svolítið sérstakt við þetta. Við höfum fengið stór verkefni hérna en ekki af þessari stærðargráðu. Og þá er yfirleitt útlendingar sem eru í aðalhlutverkum.“ Með tilkomu myndvers RVK Studios í Gufunesi er verkefni af þessari stærðargráðu mögulegt að sögn Baltasars. „Við getum gert hérna hluti sem við gátum ekki gert áður. Hér er hiti í gólfinu, það er ekkert ónæði, þetta er hljóðeinangrað. Svo þessi stærð og þessir möguleikar sem eru hérna er gígantískir. Það er meira segja hægt að taka útisenur hérna inni ef það þarf þess. Auðvitað er það kostnaðarsamt, en við munum gera það að einhverju leyti. En það eru hlutir sem ég tel að við hefðum ekki geta gert í Kötlu sem eru mögulegir hér inni. En við þurfum líka að fara upp á jökul og í Vík í Mýrdal og víða á Suðurlandið að taka. Þetta er mjög flókið verkefni.“Stórt tækifæri fyrir leikara Leitin að leikurum hófst í vikunni og eru nokkur stór hlutverk í boði. „Selma Björnsdóttir sér um það fyrir okkur. Þetta eru nokkur stór hlutverk, ung kona í aðalhlutverki. Nú hefst leitin. Þetta er ótrúlegt tækifæri því þetta verður frumsýnt um allan heim á Netflix, Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert á Íslandi, þeir hafa keypt rétt að ýmsum svæðum, það hafa íslenskar seríur verið sýndar á Netflix en ekki sem Netflix Original-þáttur sem er sýndur um allan heim á sama tíma og fullfjármagnaður af Netflix.“ Þá er Baltasar einnig í viðræðum við Netflix um framleiðslu á kvikmynd en getur ekki tjáð sig mikið um það að svo stöddu. „Svo er ég með nokkur verkefni sem ég er að skoða sem tengjast mörgum aðilum. Meðal annars Netflix sem gæti verið tekin hérna inni sem ég er að fara að leikstýra. Það eru stór verkefni fram undan bæði innlend og erlend.“ Önnur sería Ófærðar var að hluta tekin upp í myndverinu í Gufunesi. Gullregn eftir Ragnar Bragason var einnig tekið upp í Gufunesi, Ragnar Kjartansson tók upp vídeóverk sem sýnt er í nýbyggingu heilbrigðisvísindasviðs Kaupmannahafnarháskóla í myndverinu og þá nýtti Björk Guðmundsdóttir myndverið undir æfingar fyrir tónleikaferð sína.Myndverið áhættufjárfesting Baltasar segir myndverið að stóra hluta bókað út næsta ár en mikil áhætta sé í svona fjárfestingu. „Þetta er mikil áhætta, þetta er ekkert grín að fjárfesta í svona. Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur kannski ekki verið það stöndugur að hann hefur geta staðið undir svona, en að blanda þessu saman sé ég möguleika,“ segir Baltasar en til stendur að reisa kvikmyndaþorp í Gufunesi með íbúðum. Í því sambandi varar Baltasar við þeirri hugmynd sem stjórnvöld hafa viðrað um að setja þak á 25 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti til erlendra kvikmyndaverkefna. „Það er í raun og veru verið að setja hatt á möguleikana á að geta stækkað eins og við erum að gera. Fælingarmátturinn í því verður mikill af því fólk verður hrætt við að koma hingað með verkefni haldandi að það fái ekki afgreiðslu á 25 prósentunum ef það er búið að loka á það og lækka upphæðirnar. Þetta er mesti vaxtarbroddurinn sem hefur komið inn í íslenska kvikmyndagerð og þetta yrði verulegt áfall ef þau myndu halda áfram með þessi plön. Það gæti sett þetta í algjört uppnám og ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda. Þetta eru ekki styrkir heldur endurgreiðsla á peningum sem eru að koma inn til landsins. Ef þú hættir að endurgreiða hættir þú að fá peninginn inn. Þetta er gert í Bretlandi og víðar þar sem menn eru búnir að sýna fram á að þetta er mjög hagkvæmt fyrir samfélagið og skemmtileg vinna sem kemur út úr þessu, Ungt fólk hefur áhuga á þessum bransa, ef það eru horfur í efnahagslífinu ætti frekar að gefa í því þetta kemur með peninga og störf.“ Eldgos og jarðhræringar Netflix Tengdar fréttir Netflix pantaði langþráða Kötlu Baltasars Vísindaskáldsöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks, sem framleidd verður af Netflix, mun bera heitið Katla. Framleiðsla seríunnar, sem verður átta þættir, hefst á næsta ári. 9. október 2019 08:47 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. „Mér datt þetta í hug fyrir töluverðu síðan. Ég var að hugsa hvað myndi gerast ef það yrði Kötlugos og þessar sögur að Katla hafi valdið frönsku byltingunni á sínum tíma með hungursneyðinni sem kom í Evrópu,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. Þáttaröðin Katla er sköpunarverk hans og Sigurjóns Kjartanssonar. Hefjast tökur á næsta ári og munu standa yfir í fimm mánuði. Er reiknað með að þættirnir verði frumsýndir árið 2021 á Netflix.Hvað leynist undir jöklunum? Baltasar var í Bandaríkjunum þegar hugmyndin fór að taka á sig mynd. „Það kom frétt á sjónvarpsstöðinni FOX sem sagði: „Ef Katla gýs þá endar heimurinn“. Það er kannski ekki margt sem er á FOX er alveg nákvæmt. En þetta kom af stað hugmyndum hjá mér og mér fannst þetta mjög spennandi sögusvið. Þessi pæling líka að jöklarnir eru að hopa mikið og hverfa og við höfum ekki séð mjög mikið undir þá, allavega víða, og það gæti leynst eitthvað undir þessum jöklum,“ segir Baltasar. Hann segir sögusviðið afar spennandi, bæði út af loftslagsbreytingum og þeim umbreytingum sem yrðu á Mýrdalsjökli ef Katla myndi byrja að gjósa.Heyrði sögur af fólki sem varð eftir í Eyjum Í þáttunum er komið við sögu þegar Kötlugos hefur staðið yfir í heilt ár. Íbúar í smábænum Vík hafa flestir yfirgefið staðinn en nokkrir urðu eftir til að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Við gosið leysast kraftar úr læðingi sem gerir verkefnið enn meira krefjandi fyrir þá sem eftir eru. Þegar Baltasar gerði kvikmyndina Djúpið, sem byggir á skipskaða úti fyrir Vestmannaeyjum, heyrði hann sögur af þeim sem urðu eftir í Vestmannaeyjum þegar byrjaði að gjósa þar á áttunda áratug síðustu aldar. Þáttaröðin Katla verður nokkurs konar jarðbundinn vísindaskáldskapur. Sem dæmi má nefna að hin vinsæla Netflix-þáttaröð Dark fellur undir þá skilgreiningu.Gerðist á nokkrum vikum Baltasar segir viðræðurnar við Netflix hafa hafist í sumar. Hann fékk símhringingu frá manni sem hafði kynnt sér Kötluverkefnið á fyrri stigum málsins. Baltasar hafði gert prufuþátt og svokallaða biblíu-þáttanna. Þegar talað er um biblíu-sjónvarpsþátt er átt við nokkurskonar handbók höfunda sem útskýrir persónur og reglur söguheimsins. „Svo gerðist þetta á nokkrum vikum, þau vildu ganga frá þessu og gera samning og fjármagna þetta. Þetta er svolítið óvænt, í raun símtal sem maður átti ekki von á. Maður þarf oft að hafa meira fyrir hlutunum. Við vorum búin að þróa þetta heillengi og reyna að fjármagna þetta eftir hefðbundnari leiðum með sjóðum og sjónvarpsstöðvum, en það er þyngra en að segja það, sérstaklega þegar kemur að svona vísindaskáldskap sem höfðar ekki eins til fjölda og Ófærð.“Skapa eldgos og klæða í ösku Hann segir fjárfestingu Netflix í verkefninu þá hæstu sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Önnur þáttaröð Ófærðar kostaði 1,3 milljarða króna en Baltasar segir Kötlu-verkefnið stærra. „Ég veit ekki til þess að það hafi verið áður. Þetta er töluvert stærri framleiðsla en Ófærð. Þetta er feikilega flókin vinnsla því við þurfum að búa til eldgos og klæða allt í ösku,“ segir Baltasar en meginþorri þeirra sem koma að þessari flóknu framleiðslu verða Íslendingar.Ekki af þessari stærðargráðu Tökur hefjast á næsta ári og standa yfir í fimm mánuði en áætlað er að frumsýna þættina á Netflix árið 2021. „Þetta er ofboðsleg innspýting í íslenska kvikmyndagerð. Allir sem verða í aðalhlutverkum og allir sem verða bak við myndavélina verða meira eða minna Íslendingar og það er svolítið sérstakt við þetta. Við höfum fengið stór verkefni hérna en ekki af þessari stærðargráðu. Og þá er yfirleitt útlendingar sem eru í aðalhlutverkum.“ Með tilkomu myndvers RVK Studios í Gufunesi er verkefni af þessari stærðargráðu mögulegt að sögn Baltasars. „Við getum gert hérna hluti sem við gátum ekki gert áður. Hér er hiti í gólfinu, það er ekkert ónæði, þetta er hljóðeinangrað. Svo þessi stærð og þessir möguleikar sem eru hérna er gígantískir. Það er meira segja hægt að taka útisenur hérna inni ef það þarf þess. Auðvitað er það kostnaðarsamt, en við munum gera það að einhverju leyti. En það eru hlutir sem ég tel að við hefðum ekki geta gert í Kötlu sem eru mögulegir hér inni. En við þurfum líka að fara upp á jökul og í Vík í Mýrdal og víða á Suðurlandið að taka. Þetta er mjög flókið verkefni.“Stórt tækifæri fyrir leikara Leitin að leikurum hófst í vikunni og eru nokkur stór hlutverk í boði. „Selma Björnsdóttir sér um það fyrir okkur. Þetta eru nokkur stór hlutverk, ung kona í aðalhlutverki. Nú hefst leitin. Þetta er ótrúlegt tækifæri því þetta verður frumsýnt um allan heim á Netflix, Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert á Íslandi, þeir hafa keypt rétt að ýmsum svæðum, það hafa íslenskar seríur verið sýndar á Netflix en ekki sem Netflix Original-þáttur sem er sýndur um allan heim á sama tíma og fullfjármagnaður af Netflix.“ Þá er Baltasar einnig í viðræðum við Netflix um framleiðslu á kvikmynd en getur ekki tjáð sig mikið um það að svo stöddu. „Svo er ég með nokkur verkefni sem ég er að skoða sem tengjast mörgum aðilum. Meðal annars Netflix sem gæti verið tekin hérna inni sem ég er að fara að leikstýra. Það eru stór verkefni fram undan bæði innlend og erlend.“ Önnur sería Ófærðar var að hluta tekin upp í myndverinu í Gufunesi. Gullregn eftir Ragnar Bragason var einnig tekið upp í Gufunesi, Ragnar Kjartansson tók upp vídeóverk sem sýnt er í nýbyggingu heilbrigðisvísindasviðs Kaupmannahafnarháskóla í myndverinu og þá nýtti Björk Guðmundsdóttir myndverið undir æfingar fyrir tónleikaferð sína.Myndverið áhættufjárfesting Baltasar segir myndverið að stóra hluta bókað út næsta ár en mikil áhætta sé í svona fjárfestingu. „Þetta er mikil áhætta, þetta er ekkert grín að fjárfesta í svona. Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur kannski ekki verið það stöndugur að hann hefur geta staðið undir svona, en að blanda þessu saman sé ég möguleika,“ segir Baltasar en til stendur að reisa kvikmyndaþorp í Gufunesi með íbúðum. Í því sambandi varar Baltasar við þeirri hugmynd sem stjórnvöld hafa viðrað um að setja þak á 25 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti til erlendra kvikmyndaverkefna. „Það er í raun og veru verið að setja hatt á möguleikana á að geta stækkað eins og við erum að gera. Fælingarmátturinn í því verður mikill af því fólk verður hrætt við að koma hingað með verkefni haldandi að það fái ekki afgreiðslu á 25 prósentunum ef það er búið að loka á það og lækka upphæðirnar. Þetta er mesti vaxtarbroddurinn sem hefur komið inn í íslenska kvikmyndagerð og þetta yrði verulegt áfall ef þau myndu halda áfram með þessi plön. Það gæti sett þetta í algjört uppnám og ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda. Þetta eru ekki styrkir heldur endurgreiðsla á peningum sem eru að koma inn til landsins. Ef þú hættir að endurgreiða hættir þú að fá peninginn inn. Þetta er gert í Bretlandi og víðar þar sem menn eru búnir að sýna fram á að þetta er mjög hagkvæmt fyrir samfélagið og skemmtileg vinna sem kemur út úr þessu, Ungt fólk hefur áhuga á þessum bransa, ef það eru horfur í efnahagslífinu ætti frekar að gefa í því þetta kemur með peninga og störf.“
Eldgos og jarðhræringar Netflix Tengdar fréttir Netflix pantaði langþráða Kötlu Baltasars Vísindaskáldsöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks, sem framleidd verður af Netflix, mun bera heitið Katla. Framleiðsla seríunnar, sem verður átta þættir, hefst á næsta ári. 9. október 2019 08:47 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Netflix pantaði langþráða Kötlu Baltasars Vísindaskáldsöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks, sem framleidd verður af Netflix, mun bera heitið Katla. Framleiðsla seríunnar, sem verður átta þættir, hefst á næsta ári. 9. október 2019 08:47