Einn maður – eitt atkvæði Davíð Stefánsson skrifar 14. október 2019 07:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar. Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sanngjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Flest erum við því sammála að jafnræði landsmanna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grundvallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði. Með því að gera gera landið að einu kjördæmi tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auðskilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfulltrúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahagsmuna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn. Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar. Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín með æ öflugra miðstjórnarvaldi. Flest hljótum við að vera sammála um að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum, rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðiskröfu sem jafn kosningaréttur er. Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf öflugri og stærri sveitarfélög. Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum. Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosningarétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar. Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sanngjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Flest erum við því sammála að jafnræði landsmanna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grundvallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði. Með því að gera gera landið að einu kjördæmi tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auðskilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfulltrúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahagsmuna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn. Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar. Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín með æ öflugra miðstjórnarvaldi. Flest hljótum við að vera sammála um að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum, rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðiskröfu sem jafn kosningaréttur er. Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf öflugri og stærri sveitarfélög. Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum. Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosningarétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna.
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun