Undrast tómlæti um Landsrétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. október 2019 06:00 Benedikt Bogason, Hæstaréttardómari og formaður Dómstólasýslunnar. Tillögu Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svarað. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlagsákvæði og nýir dómarar ekki skipaðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september,“ segir Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar. Aðspurð segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfisnefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Landsréttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að einstaklingur geti sótt um dómaraembætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Tillögu Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svarað. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlagsákvæði og nýir dómarar ekki skipaðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september,“ segir Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar. Aðspurð segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfisnefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Landsréttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að einstaklingur geti sótt um dómaraembætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira