Undrast tómlæti um Landsrétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. október 2019 06:00 Benedikt Bogason, Hæstaréttardómari og formaður Dómstólasýslunnar. Tillögu Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svarað. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlagsákvæði og nýir dómarar ekki skipaðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september,“ segir Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar. Aðspurð segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfisnefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Landsréttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að einstaklingur geti sótt um dómaraembætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Tillögu Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svarað. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlagsákvæði og nýir dómarar ekki skipaðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september,“ segir Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar. Aðspurð segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfisnefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Landsréttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að einstaklingur geti sótt um dómaraembætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira