Vill stefnumótun um samskipti á íslensku Ari Brynjólfsson skrifar 14. október 2019 06:00 Hjalti segir íslenskuna ekki erfiðari en önnur tungumál. Fréttablaðið/Sigurður „Fordómar í garð þeirra sem tala ekki íslensku hafa aldrei skilað neinum á námskeið til mín, þvert á móti fær fólk verra viðhorf í garð íslenskunnar ef það mætir fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu. Fram kom í helgarviðtali Fréttablaðsins við strætisvagnabílstjóra af erlendu bergi brotna að reglulega geri farþegar athugasemdir við íslenskukunnáttu þeirra og vilji jafnvel ekki eiga í samskiptum við vagnstjóra sem tali ekki íslensku. Strætó BS er meðal fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið hjá Retor. Hjalti segir íslenskuna sjálfa ekki vera vandamál. „Ólíkt því sem margir halda þá er íslenska ekkert erfiðara tungumál en önnur. Víkingunum tókst ekkert að búa til eitthvert tungumál sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“ segir Hjalti. „Það er ekkert mál að læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt tækifæri til að tala hana. Nemendur okkar kvarta mjög yfir því, þegar þeir eru búnir að leggja hart að sér við að læra íslenskuna, að Íslendingar eru fljótir að skipta yfir í ensku án þess að hafa verið beðnir um það. Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk grípur alltaf fyrst í enskuna.“Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor.Retor tekur á móti meira en þúsund nemendum á hverju ári, fólki sem fjárfestir og leggur á sig mikla vinnu við að læra tungumálið. „Íslenska er nánast alltaf krafa þegar fólk vill komast upp um þrep eða koma sér í millistjórnendastöðu.“ Það er ýmislegt sem gefur til kynna að andúð á útlendingum fyrirfinnist víða á Íslandi og er gagnrýni á íslenskukunnáttu ein sterkasta birtingarmynd þess. „Þetta e mjög hávær hópur þó að hann sé lítill. Maður sér fyrir sér að þetta séu um fimm prósent, svo eru önnur fimm sem svara, svo eru níutíu prósent sem vilja bara fá að vita hvaða leið er best til að eiga góð samskipti.“ Hjalti kallar eftir því að stjórnvöld móti stefnu um hvernig Íslendingar eigi almennt að bera sig að í samskiptum. „Stefnuleysið gerir það að verkum að fólk grípur frekar í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar er í molum og það verður að hjálpa íslenskunni að komast á réttan stað. Það þekkja allir að tungumálið á undir högg að sækja. Fyrsta skrefið er að gera það að almennri reglu að skipta ekki yfir í ensku þegar báðir aðilar tala íslensku og annar þarf hjálp.“ Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Fordómar í garð þeirra sem tala ekki íslensku hafa aldrei skilað neinum á námskeið til mín, þvert á móti fær fólk verra viðhorf í garð íslenskunnar ef það mætir fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu. Fram kom í helgarviðtali Fréttablaðsins við strætisvagnabílstjóra af erlendu bergi brotna að reglulega geri farþegar athugasemdir við íslenskukunnáttu þeirra og vilji jafnvel ekki eiga í samskiptum við vagnstjóra sem tali ekki íslensku. Strætó BS er meðal fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið hjá Retor. Hjalti segir íslenskuna sjálfa ekki vera vandamál. „Ólíkt því sem margir halda þá er íslenska ekkert erfiðara tungumál en önnur. Víkingunum tókst ekkert að búa til eitthvert tungumál sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“ segir Hjalti. „Það er ekkert mál að læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt tækifæri til að tala hana. Nemendur okkar kvarta mjög yfir því, þegar þeir eru búnir að leggja hart að sér við að læra íslenskuna, að Íslendingar eru fljótir að skipta yfir í ensku án þess að hafa verið beðnir um það. Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk grípur alltaf fyrst í enskuna.“Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor.Retor tekur á móti meira en þúsund nemendum á hverju ári, fólki sem fjárfestir og leggur á sig mikla vinnu við að læra tungumálið. „Íslenska er nánast alltaf krafa þegar fólk vill komast upp um þrep eða koma sér í millistjórnendastöðu.“ Það er ýmislegt sem gefur til kynna að andúð á útlendingum fyrirfinnist víða á Íslandi og er gagnrýni á íslenskukunnáttu ein sterkasta birtingarmynd þess. „Þetta e mjög hávær hópur þó að hann sé lítill. Maður sér fyrir sér að þetta séu um fimm prósent, svo eru önnur fimm sem svara, svo eru níutíu prósent sem vilja bara fá að vita hvaða leið er best til að eiga góð samskipti.“ Hjalti kallar eftir því að stjórnvöld móti stefnu um hvernig Íslendingar eigi almennt að bera sig að í samskiptum. „Stefnuleysið gerir það að verkum að fólk grípur frekar í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar er í molum og það verður að hjálpa íslenskunni að komast á réttan stað. Það þekkja allir að tungumálið á undir högg að sækja. Fyrsta skrefið er að gera það að almennri reglu að skipta ekki yfir í ensku þegar báðir aðilar tala íslensku og annar þarf hjálp.“
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira