Aukin verðmætasköpun með samfélagsábyrgð Eva Magnúsdóttir skrifar 14. október 2019 14:47 „Ef Sameinuðu þjóðirnar setja markmið fyrir heiminn þá hljóta þau að eiga við um Skaftárhrepp líka. Þó við séum pínulítið samfélag þá berum við jafnmikla ábyrgð og allir aðrir í heiminum.“ Þetta sagði oddviti Skaftárhrepps, Eva Björk Harðardóttir, í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Tilefni þessara orða voru þau að sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur mótað stefnu í aðalskipulagi sínu í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að gerð aðalskipulags á þennan hátt og innleiðing er framundan. Sveitarfélagið ætlar að leggja áherslu á sjálfbærni, verndun náttúrunnar, framleiðni í atvinnulífinu með fjölbreyttum tækninýjungum og hvetja til nýsköpunar í þjónustu við ferðamenn auk þess að mæla árangur. Orð eru til alls fyrst og fleiri þurfa að feta í fótspor hins smáa en ábyrga samfélags. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að leiða stefnumótun í sveitarfélaginu í anda heimsmarkmiðanna og hef sjaldan orðið vör við svo mikinn einlægan áhuga og metnað til þess að gera vel fyrir landið okkar. Það er krísa og hún er alþjóðleg – við viljum að börnin okkar erfi landið óskaðað. Nú er kominn tími á aðgerðir og eingöngu með samhentu átaki getum við tekist á við verkefni tengd loftslagsvánni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru ágæt leið til mælinga en þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og ná bæði til alþjóðasamstarfs og innanríkismála á sviði efnahags, félags- sem og umhverfisþátta. Framsýn sveitarfélög eins og Skaftárhreppur sjá mikilvægi þess að sveitarfélög leggi sitt af mörkum til þeirra lífsgæða sem því fylgja. Mikilvægasta verkefni sveitarfélaga sem fá það hlutverk að gæta hinnar dásamlegu náttúru okkar, er varðveisla hennar. Án hennar eru engir ferðamenn og ekkert líf á hinu fallega landi okkar. Mikilvægt er að sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman um að vinna í anda heimsmarkmiðanna þar sem þau eru hjálpartæki við að mæla hvernig hvernig þjóðir hlúa að sjálfbærni og hagsæld til framtíðar. Það skiptir máli að innleiða nýjar áherslur í stefnu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, þar sem umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum. Þannig er hægt að tryggja aukna verðmætasköpun og tryggja velferð samfélagsins til framtíðar. Hugur þinn hjálpar þér við að finna lausnir vandamálanna og móta stefnuna. Hendur þínar hafa hæfileikana sem þarf til þess að takast á við áskoranirnar nýrra verkefna. Í hjartanu felst oft hin mesta áskorun en jafnframt sú mikilvægasta; að finna von og kjark til þess að halda áfram, og virkja aðra til athafna. Að taka fyrsta skrefið strax er mikilvægt og að mæla árangurinn er nauðsynlegt. Að gera ekkert er ekki í boði.Höfundur er framkvæmdastjóri og ráðgjafi í samfélagslegri ábyrgð hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
„Ef Sameinuðu þjóðirnar setja markmið fyrir heiminn þá hljóta þau að eiga við um Skaftárhrepp líka. Þó við séum pínulítið samfélag þá berum við jafnmikla ábyrgð og allir aðrir í heiminum.“ Þetta sagði oddviti Skaftárhrepps, Eva Björk Harðardóttir, í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Tilefni þessara orða voru þau að sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur mótað stefnu í aðalskipulagi sínu í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að gerð aðalskipulags á þennan hátt og innleiðing er framundan. Sveitarfélagið ætlar að leggja áherslu á sjálfbærni, verndun náttúrunnar, framleiðni í atvinnulífinu með fjölbreyttum tækninýjungum og hvetja til nýsköpunar í þjónustu við ferðamenn auk þess að mæla árangur. Orð eru til alls fyrst og fleiri þurfa að feta í fótspor hins smáa en ábyrga samfélags. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að leiða stefnumótun í sveitarfélaginu í anda heimsmarkmiðanna og hef sjaldan orðið vör við svo mikinn einlægan áhuga og metnað til þess að gera vel fyrir landið okkar. Það er krísa og hún er alþjóðleg – við viljum að börnin okkar erfi landið óskaðað. Nú er kominn tími á aðgerðir og eingöngu með samhentu átaki getum við tekist á við verkefni tengd loftslagsvánni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru ágæt leið til mælinga en þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og ná bæði til alþjóðasamstarfs og innanríkismála á sviði efnahags, félags- sem og umhverfisþátta. Framsýn sveitarfélög eins og Skaftárhreppur sjá mikilvægi þess að sveitarfélög leggi sitt af mörkum til þeirra lífsgæða sem því fylgja. Mikilvægasta verkefni sveitarfélaga sem fá það hlutverk að gæta hinnar dásamlegu náttúru okkar, er varðveisla hennar. Án hennar eru engir ferðamenn og ekkert líf á hinu fallega landi okkar. Mikilvægt er að sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman um að vinna í anda heimsmarkmiðanna þar sem þau eru hjálpartæki við að mæla hvernig hvernig þjóðir hlúa að sjálfbærni og hagsæld til framtíðar. Það skiptir máli að innleiða nýjar áherslur í stefnu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, þar sem umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum. Þannig er hægt að tryggja aukna verðmætasköpun og tryggja velferð samfélagsins til framtíðar. Hugur þinn hjálpar þér við að finna lausnir vandamálanna og móta stefnuna. Hendur þínar hafa hæfileikana sem þarf til þess að takast á við áskoranirnar nýrra verkefna. Í hjartanu felst oft hin mesta áskorun en jafnframt sú mikilvægasta; að finna von og kjark til þess að halda áfram, og virkja aðra til athafna. Að taka fyrsta skrefið strax er mikilvægt og að mæla árangurinn er nauðsynlegt. Að gera ekkert er ekki í boði.Höfundur er framkvæmdastjóri og ráðgjafi í samfélagslegri ábyrgð hjá Podium ehf.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun