Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 16:57 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. Áralangur stöðugleiki hafi ríkt á stofnuninni og hún hafi notið faglegs trausts. Hún hafi bæði rætt við starfsfólk og stjórnarfólk hjá SÍBS sem og við fyrrverandi stjórnarfólk. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Bryndís segist hafa upplifað beint í æð að þar ríki mikil óánægja og hræðsla.Sjá einnig: Nýir stjórnendur taka við á morgun Í fyrirspurn Bryndísar kom fram að Reykjalundur sé ein stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega komi um tólfhundruð manns í endurhæfingu og þar starfi á annað hundrað manns. Þá hafi stofnunin verið valin stofnun ársins árið 2017.Upplifði óánægju og hræðslu „Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að ánægja starfsmanna hafi farið minnkandi í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Í heimsókn minni og háttvirts þingmanns Ólafs Þórs Gunnarssonar á Reykjalundi á föstudaginn síðastliðinn upplifðum við beint í æð þá miklu óánægju og hræðslu sem nú er allsráðandi meðal starfsmanna Reykjalundar,“ sagði Bryndís um leið og hún kallaði eftir afstöðu heilbrigðisráðherra til þeirrar stöðu sem upp er komin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.„Hyggst ráðherra bregðast við áskorun starfsmanna og hefur ráðherra átt í samskiptum við stjórn SÍBS og starfsmenn Reykjalundar?“ spurði Bryndís. Svandís kvaðst í svari sínu deila áhyggjum Bryndísar af þeirri stöðu sem uppi er. „Það er hins vegar svo að með lögum um opinber innkaup og lögum um sjúkratryggingar var settur ákveðinn rammi um það hvernig hið opinbera kaupir þjónustu af einkaaðilum og í raun og veru er aðkoma mín einungis í gegnum embætti landlæknis annars vegar, sem með að gera faglegt eftirlit með þjónustu, og hins vegar Sjúkratryggingar Íslands sem annast kaupin,“ sagði Svandís. Hún hafi engu að síður fylgst vel með umræðunni og sjálf átt samtöl við starfsfólk og aðra hlutaðeigandi „með það að leiðarljósi að reyna að skilja málið betur og hvetja til þess að ró komist á starfsemina fyrir þá sem þjónustunnar njóta,“ sagði Svandís. Alþingi Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. Áralangur stöðugleiki hafi ríkt á stofnuninni og hún hafi notið faglegs trausts. Hún hafi bæði rætt við starfsfólk og stjórnarfólk hjá SÍBS sem og við fyrrverandi stjórnarfólk. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Bryndís segist hafa upplifað beint í æð að þar ríki mikil óánægja og hræðsla.Sjá einnig: Nýir stjórnendur taka við á morgun Í fyrirspurn Bryndísar kom fram að Reykjalundur sé ein stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega komi um tólfhundruð manns í endurhæfingu og þar starfi á annað hundrað manns. Þá hafi stofnunin verið valin stofnun ársins árið 2017.Upplifði óánægju og hræðslu „Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að ánægja starfsmanna hafi farið minnkandi í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Í heimsókn minni og háttvirts þingmanns Ólafs Þórs Gunnarssonar á Reykjalundi á föstudaginn síðastliðinn upplifðum við beint í æð þá miklu óánægju og hræðslu sem nú er allsráðandi meðal starfsmanna Reykjalundar,“ sagði Bryndís um leið og hún kallaði eftir afstöðu heilbrigðisráðherra til þeirrar stöðu sem upp er komin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.„Hyggst ráðherra bregðast við áskorun starfsmanna og hefur ráðherra átt í samskiptum við stjórn SÍBS og starfsmenn Reykjalundar?“ spurði Bryndís. Svandís kvaðst í svari sínu deila áhyggjum Bryndísar af þeirri stöðu sem uppi er. „Það er hins vegar svo að með lögum um opinber innkaup og lögum um sjúkratryggingar var settur ákveðinn rammi um það hvernig hið opinbera kaupir þjónustu af einkaaðilum og í raun og veru er aðkoma mín einungis í gegnum embætti landlæknis annars vegar, sem með að gera faglegt eftirlit með þjónustu, og hins vegar Sjúkratryggingar Íslands sem annast kaupin,“ sagði Svandís. Hún hafi engu að síður fylgst vel með umræðunni og sjálf átt samtöl við starfsfólk og aðra hlutaðeigandi „með það að leiðarljósi að reyna að skilja málið betur og hvetja til þess að ró komist á starfsemina fyrir þá sem þjónustunnar njóta,“ sagði Svandís.
Alþingi Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira