„Ég er frekar hissa á því að það séu ekki fleiri á sömu skoðun og ég“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2019 22:45 Ísland í dag kíkti í morgunkaffi til Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, elskar útivist, þykir gaman að lesa og er Star Trek-nörd. Hún sér stundum eftir því að hafa skipt um vettvang vegna þess að henni þótti mjög gaman að vinna leikskóla þrátt fyrir að launin væru lág. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í Íslandi í dag í kvöld. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til hennar og byrjaði á því að spyrja hvort hún væri alltaf brjáluð í skapinu, enda er hún þekkt fyrir að láta vel í sér heyra þegar henni mislíkar eitthvað í samfélaginu. „Nei, ég hef alveg stórt skap en ég er nú frekar bara oftast í mjög góðu skapi og frekar hress og afslöppuð finnst mér,“ segir Sólveig Anna. Henni finnist það hins vegar fáránlegt að hylma yfir það ef henni misbýður eitthvað. Sólveig Anna býr í Smáíbúðahverfinu með eiginmanni sínum, tveimur börnum og köttum. Hún er alin upp í Breiðholti og Fossvoginum en flutti að heiman 21 árs. „Þá var ég búin að eignast son minn og ég flutti í litla íbúð í Þingholtsstræti með manninum mínum. Svo bjuggum við þar og eignuðumst annað barn og svo fluttum við til Bandaríkjanna.“Sólveig Anna er hér með börnunum sínum tveimur.Móðurhlutverkið mögulega bjargað henni frá partýstandi Sólveig Anna var rólegur og góður krakki, sérlunduð að eigin sögn og vildi bara lesa svo varð hún 14 ára. „Unglingsárin voru hress, ef við getum orðað það þannig, hjá mér. Ég var uppátækjasamur unglingur. Eins og bara að mæta ekki í skóla og fara í partý.“ Hún segir að það hafi mögulega bjargað henni frá áframhaldandi partýstandi að verða ung móðir. „Ég var alveg að verða 22 þegar strákurinn minn fæddist. Það breytti bara allri stemningunni inni í mér. Ég er bara mjög þakklát fyrir það,“ segir Sólveig Anna. Hún var heimavinnandi húsmóðir í Bandaríkjunum þar sem maðurinn hennar var í námi. Hún kunni vel við það þótt þjóðfélagið hafi alls ekki verið henni að skapi. Sólveig Anna segist alltaf hafa verið sósíalisti og að hún hafi verið alin þannig upp. „En það að búa í Bandaríkjunum mótaði mig upp á nýtt. Þá sá ég bara ótrúlega skýrt þessa ógeðslegu stéttskiptingu og ógeðslegan stofnanabundinn rasisma.“Sólveig Anna ásamt móður sinni, Ragnheiði Ástu Pétursdóttur.Barnaleg manneskja sem finnst gaman að leika sér Fjölskyldan kom heim í hruninu árið 2008 og þá kynntist Sólveig Anna því hvernig það var að vera ómenntuð láglaunakona. „Að vinna starf sem er undirstöðuatvinnugrein sem allir sem hafa einhverja örðu af heiðarleika verða að viðurkenna að ef við mætum ekki í vinnuna þá virkar ekki samfélagið. En við erum samt í þeirri stöðu að um hver einustu mánaðamót fá laun sem ég vissi að ég gæti til dæmis aldrei staðið á eigin fótum,“ segir hún og heldur áfram: „Það var enginn að tala okkar máli og þá smám saman ákvað ég að það væri þá kannski bara best að einhver gerði það og fyrst enginn annar var að því þá væri það bara ég sjálf.“ Aðspurð hvort hún sjái stundum eftir þessari ákvörðun segist hún stundum sjá mikið eftir henni. „Af því mér fannst í fyrsta lagi mjög gaman að vinna á leikskóla. Þó að ég fengi ömurleg laun og ég væri rosalega reið út í borgaryfirvöld fyrir það þá elskaði ég vinnuna mína samt mjög mikið. Mér finnst mjög gaman að vera með börnum. Ég er sjálf bara mjög barnaleg manneskja, mér finnst mjög gaman að vera að leika mér og lesa og syngja. Ég elska að vera úti.“Fjölskyldan flutti heim frá Bandaríkjunum í hruninu 2008 og Sólveig Anna var mjög virk í Búsáhaldabyltingunni.Yrði mjög döpur ef dóttirin færi í SUS Þegar Sólveig Anna er síðan spurð út í það hvort hún sé erfið manneskja og stundum ósanngjörn segir hún mjög erfitt að svara því. Fólk hefur þó farið upp á móti henni innan Eflingar og til dæmis sagt að hún sé erfiður samstarfsmaður og erfiður yfirmaður, líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. „Það sem að snýr að því er auðvitað bara mjög flókið fyrir mig að ræða opinberlega,“ segir Sólveig Anna og vill ekki fara nánar út í það að sinni. Kannski seinna, segir hún. Spurð út í það hvernig mamma hún sé og hvort hún sé að innprenta inn í börnin sín sínar skoðanir og hugsanir svarar Sólveig Anna játandi. Þá segir hún að hún yrði mjög döpur ef dóttir hennar kæmi heim einn daginn og væri komin í Samband ungra sjálfstæðismanna. Hún yrði hins vegar góð við góðan tengdason þótt hann væri mikill kapítalisti. „Þegar maður er með mjög sterkar skoðanir varðandi úthlutun gæðanna í samfélaginu þá kannski skoðar maður hlutina bara svona mjög markvisst út frá því. Ég lít ekki svo á að ég sé hin ósanngjarna manneskja. Ég myndi frekar segja: Ég er frekar hissa á því að það séu ekki fleiri á sömu skoðun og ég,“ segir Sólveig Anna. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, elskar útivist, þykir gaman að lesa og er Star Trek-nörd. Hún sér stundum eftir því að hafa skipt um vettvang vegna þess að henni þótti mjög gaman að vinna leikskóla þrátt fyrir að launin væru lág. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í Íslandi í dag í kvöld. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til hennar og byrjaði á því að spyrja hvort hún væri alltaf brjáluð í skapinu, enda er hún þekkt fyrir að láta vel í sér heyra þegar henni mislíkar eitthvað í samfélaginu. „Nei, ég hef alveg stórt skap en ég er nú frekar bara oftast í mjög góðu skapi og frekar hress og afslöppuð finnst mér,“ segir Sólveig Anna. Henni finnist það hins vegar fáránlegt að hylma yfir það ef henni misbýður eitthvað. Sólveig Anna býr í Smáíbúðahverfinu með eiginmanni sínum, tveimur börnum og köttum. Hún er alin upp í Breiðholti og Fossvoginum en flutti að heiman 21 árs. „Þá var ég búin að eignast son minn og ég flutti í litla íbúð í Þingholtsstræti með manninum mínum. Svo bjuggum við þar og eignuðumst annað barn og svo fluttum við til Bandaríkjanna.“Sólveig Anna er hér með börnunum sínum tveimur.Móðurhlutverkið mögulega bjargað henni frá partýstandi Sólveig Anna var rólegur og góður krakki, sérlunduð að eigin sögn og vildi bara lesa svo varð hún 14 ára. „Unglingsárin voru hress, ef við getum orðað það þannig, hjá mér. Ég var uppátækjasamur unglingur. Eins og bara að mæta ekki í skóla og fara í partý.“ Hún segir að það hafi mögulega bjargað henni frá áframhaldandi partýstandi að verða ung móðir. „Ég var alveg að verða 22 þegar strákurinn minn fæddist. Það breytti bara allri stemningunni inni í mér. Ég er bara mjög þakklát fyrir það,“ segir Sólveig Anna. Hún var heimavinnandi húsmóðir í Bandaríkjunum þar sem maðurinn hennar var í námi. Hún kunni vel við það þótt þjóðfélagið hafi alls ekki verið henni að skapi. Sólveig Anna segist alltaf hafa verið sósíalisti og að hún hafi verið alin þannig upp. „En það að búa í Bandaríkjunum mótaði mig upp á nýtt. Þá sá ég bara ótrúlega skýrt þessa ógeðslegu stéttskiptingu og ógeðslegan stofnanabundinn rasisma.“Sólveig Anna ásamt móður sinni, Ragnheiði Ástu Pétursdóttur.Barnaleg manneskja sem finnst gaman að leika sér Fjölskyldan kom heim í hruninu árið 2008 og þá kynntist Sólveig Anna því hvernig það var að vera ómenntuð láglaunakona. „Að vinna starf sem er undirstöðuatvinnugrein sem allir sem hafa einhverja örðu af heiðarleika verða að viðurkenna að ef við mætum ekki í vinnuna þá virkar ekki samfélagið. En við erum samt í þeirri stöðu að um hver einustu mánaðamót fá laun sem ég vissi að ég gæti til dæmis aldrei staðið á eigin fótum,“ segir hún og heldur áfram: „Það var enginn að tala okkar máli og þá smám saman ákvað ég að það væri þá kannski bara best að einhver gerði það og fyrst enginn annar var að því þá væri það bara ég sjálf.“ Aðspurð hvort hún sjái stundum eftir þessari ákvörðun segist hún stundum sjá mikið eftir henni. „Af því mér fannst í fyrsta lagi mjög gaman að vinna á leikskóla. Þó að ég fengi ömurleg laun og ég væri rosalega reið út í borgaryfirvöld fyrir það þá elskaði ég vinnuna mína samt mjög mikið. Mér finnst mjög gaman að vera með börnum. Ég er sjálf bara mjög barnaleg manneskja, mér finnst mjög gaman að vera að leika mér og lesa og syngja. Ég elska að vera úti.“Fjölskyldan flutti heim frá Bandaríkjunum í hruninu 2008 og Sólveig Anna var mjög virk í Búsáhaldabyltingunni.Yrði mjög döpur ef dóttirin færi í SUS Þegar Sólveig Anna er síðan spurð út í það hvort hún sé erfið manneskja og stundum ósanngjörn segir hún mjög erfitt að svara því. Fólk hefur þó farið upp á móti henni innan Eflingar og til dæmis sagt að hún sé erfiður samstarfsmaður og erfiður yfirmaður, líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. „Það sem að snýr að því er auðvitað bara mjög flókið fyrir mig að ræða opinberlega,“ segir Sólveig Anna og vill ekki fara nánar út í það að sinni. Kannski seinna, segir hún. Spurð út í það hvernig mamma hún sé og hvort hún sé að innprenta inn í börnin sín sínar skoðanir og hugsanir svarar Sólveig Anna játandi. Þá segir hún að hún yrði mjög döpur ef dóttir hennar kæmi heim einn daginn og væri komin í Samband ungra sjálfstæðismanna. Hún yrði hins vegar góð við góðan tengdason þótt hann væri mikill kapítalisti. „Þegar maður er með mjög sterkar skoðanir varðandi úthlutun gæðanna í samfélaginu þá kannski skoðar maður hlutina bara svona mjög markvisst út frá því. Ég lít ekki svo á að ég sé hin ósanngjarna manneskja. Ég myndi frekar segja: Ég er frekar hissa á því að það séu ekki fleiri á sömu skoðun og ég,“ segir Sólveig Anna. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira